Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Vorganga um Undirhlíðar

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir göngu um Undirhlíðar laugardaginn 23. apríl kl. 11.00. Gengið verður frá Kaldárseli með Undirhlíðum og inn í Skólalund og til baka. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður er Jónatan Garðarsson, formaður félagsins.

Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar „Bjartir dagar“ sem stendur frá 20. – 24. apríl.

Allir velkomnir.

Upplýsingar um viðburði á vegum félagsins má finna á heimasíðunni www.skoghf.is 

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Skógargöngur

Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, meðferð varnarefna í landbúnaði og görðum, tálgun, trjáfellingar og grisjun með keðjusög, girðingar og torf- og grjóthleðslu.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – www.lbhi.is.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógar- og garðaganga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til göngu um Áslandið laugardaginn kemur 24. október, fyrsta vetrardag. Lagt verður af stað frá Áslandsskóla. Hugað verður að gróðri í görðum í Áslandi og gengið um skóginn við Ástjörn.

Lagt af stað kl. 11.00. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.skoghf.is eða í síma: 555-6455.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Ljósaganga

Með Skógargöngur

Þriðjudaginn 6. október standa Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir ljósagöngu í Höfðaskógi. Gengið verður frá Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg kl. 19:30. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg Harðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, ávarp. Síðan verður gengið út í skóg undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar. Gangan tekur um eina klukkustund.

Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér viðeigandi ljósfæri – vasaljós eða luktir – þar sem skuggsýnt verður orðið. Að göngu lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur í húsakynnum Þallar.

Allir velkomnir.

skhafn-ljosa

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær bjóða til útihátíðar í skógarlundinum í Meltúnsreit á bæjarhátíðinni Í túninu heima, laugardaginn 29. ágúst kl. 11:00.

Tilefnið er formleg opnun á nýju útivistarsvæði í Meltúnsreit við Völuteig, sem er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í tilefni af 60 ára afmæli skógræktarfélagsins.

Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

– Mosfellskórinn syngur nokkur lög.
– Boðið verður uppá nýbakað lummur og svaladrykki.
– Kynnt verður tálgun úr tré.
– Náttúruleg leiktæki verða á staðnum fyrir börnin.

Aðkoma að svæðinu er frá Völuteig og með göngustígum í Teigahverfi.

Allir velkomnir.

meltunsreitur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2015 settur

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2015 var settur í morgun, en að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri, í boði Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem fagnar 85 ára afmæli á árinu.

Hófst fundurinn með ávörpum Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, Ólafs Thoroddsen, formanns Skógræktarfélags Eyfirðinga, Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og Eiríks B. Björgvinssonar bæjarstjóra Akureyrarbæjar. Að ávörpum loknum tekur við skýrsla stjórnar og kynning reikninga Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs.

Eftir hádegismat verður svo haldið í vettvangsferð til Siglufjarðar, en þar verður Opinn skógur í Skarðdal formlega opnaður. Frá Siglufirði verður svo haldið til Hánefsstaða þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga verður með móttöku fyrir fundargesti.

Fundurinn heldur svo áfram á laugardag og sunnudag.

 

Myndir frá fundi verða birtar á Facebook-síðu félagsins.


Skógarganga í Guðmundarlundi

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfisvið Kópavogsbæjar verða með skógargöngu í Guðmundarlundi mánudaginn 27. apríl kl 17:00.

Farin verður gönguferð um Guðmundarlund og sagt frá því helsta sem er á döfinni í Guðmundarlundi og hjá Skógræktarfélaginu.

Mæting er á bílastæði við Guðmundarlund. Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélagsins.

Skógræktarfélagið býður upp á grillaðar pylsur í lok gönguferðarinnar.


Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfissvið Kópavogsbæjar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Gengið um Setbergshverfið

Með Skógargöngur

Laugardaginn 18. október stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hugað verður að trjágróðri í hverfinu.

Lagt verður af stað frá Setbergsskóla, Hlíðarbergi 2, kl. 10.00. Gangan tekur um tvær klukkustundir.

Hvert er hávaxnasta tré hverfisins?

Allir velkomnir.

Ljóðagöngur

Með Skógargöngur

Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl. 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Gengið verður um trjásafnið með kyndla. Við ljósið frá þeim og yl frá varðeldi og ketilkaffi verður hlýtt á frumort ljóð. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Sveinn Snorri Sveinsson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson lesa úr verkum sínum.

Einnig verður ljóðaganga sunnudaginn 19. október, í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hún verður haldin kl. 14 í Vaðlaskógi gegnt Akureyri. þar koma fram Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen og fleiri.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktar ríkisins – www.skogur.is