Skógræktarfélag Íslands óskar eftir verkstjóra/umsjónarmanni með sjálfboðaliðum 15. apríl til 10. október 2017.
Síðastliðin tvö ár hefur Skógræktarfélag Íslands leitt European Volunteering Service (EVS) verkefni í gegnum Erasmus+ samstarfið. Á vegum þess komu hingað til lands fimm manna hópar sjálfboðaliða er dvöldu á landinu frá byrjun maí fram til loka september. Unnu þau að hinu og þessu er tengist skógrækt og uppbyggingu útivistarskóga landsins, þar á meðal gróðursetningu, stígagerð og viðhaldi og mannvirkjagerð í skógi (bekkir, tröppur, brýr, girðingar). Með sjálfboðaliðunum var verkstjóri sem sá um utanumhald, vann með og leiðbeindi þeim. Næsta ár er ætlunin að fjölga sjálfboðaliðunum og fá tíu sjálfboðaliða, sem kallar á annan verkstjóra.
Auglýsum við því hér með eftir áhugasömum einstaklingi sem langar að takast á við afar fjölbreytta og lærdómsríka skógarvinnu.
Starfslýsing:
– Leiða hóp sjálfboðaliða í þeirra daglega starfi og sýna gott fordæmi í vinnunni sjálfri
– Vera sjálfboðaliðunum innan handar þegar þess er þörf
– Skipulagning á vinnu, í samstarfi við hinn verkstjórann
Helstu verkefni:
– Gróðursetning
– Stígagerð
– Stígaviðhald
– Létt grisjun
– Skógarmannvirkjagerð (bekkir, brýr, tröppur)
Starfsvettvangur:
– Hátt hlutfall vinnunnar er unnið á SV-horninu og því nauðsynlegt að verkstjóri sé staðsettur þar.
– Vinnuferðir, 1-2 vikur í senn, sem geta verið hvar sem er á landinu.
Starfstími:
Starfstími er 15. apríl til 10. október. Sjálfboðaliðarnir koma til landsins í byrjun maí og eru hér til loka september. Gert er ráð fyrir vinnu verkstjóra fyrir mætingu þeirra, til undirbúnings, og eftir brotthvarf, til frágangs. Miðað er við tímabilið 15. apríl til 10. október, en dagsetning getur verið umsemjanleg
Verkstjórinn þarf að hafa kunnáttu á eftirfarandi sviðum:
Skógrækt og skógfræði:
– Þekkja tegundir og þeirra kröfur
– Hvernig ber að standa að gróðursetningu
Verkleg vinna:
– Hafa lágmarks reynslu af notkun handverkfæra
– Reynsla af notkun keðjusagar mjög nytsamleg
– Geta keyrt bifreið, stundum í ögn krefjandi aðstæðum
Félagshæfni:
– Færni í mannlegum samskiptum
– Þolinmæði
– Skipulagshæfileikar
– Leiðtogahæfileikar
– Hafa gaman af samveru og samvinnu
– Fljót/ur að læra og tileinka sér nýjar aðferðir
Reynsla er verðmæt en mikilvægast er þó ríkur áhugi og vilji til þess að læra það sem þarf til að geta unnið verkin vel.
Nánari upplýsingar um verkefnið
Sjálfboðaliðarnir koma frá sendingarsamtökum frá fimm löndum: Austurríki, Póllandi, Ítalíu, Tékklandi og Spáni. Þau eru á aldursbilinu 20-30 ára, hafa gífurlegan áhuga á Íslandi og oft einhverja menntun sem tengist viðfangsefninu. Reynslan sýnir að þau eru lærdómsfús, skemmtileg og dugleg. Kynjahlutfallið verður jafnt í hópunum. Einstaklingar eru valdir gaumgæfilega svo hópurinn passi og vinni vel saman.
Umsókn
Umsóknum um starfið, með helstu upplýsingum um umsækjanda, skal skila til Skógræktarfélag Íslands, Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, netfang: skog@skog.is„>skog@skog.is, fyrir 30. janúar næst komandi.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 551-1850 eða á netfanginu skog@skog.is„>skog@skog.is. Hafið samband í síma 551-8150 eða gegnum tölvupóst skog@skog.is„>skog@skog.is.
Starfið er kjörið tækifæri til þess að tileinka sér verkstjórn (sem nýtist víðast hvar), kynnast landinu okkar og skógum sem þar vaxa, en ekki síst að kynnast skemmtilegu fólki frá öðrum löndum.
Nýlegar athugasemdir