Sunnudaginn 6. september verður gengið um Bolholtsskóg á Rangárvöllum. Lagt verður af stað kl. 15:00 frá hliðinu inn í skóginn. Göngustjóri er Sigríður Heiðmundsdóttir.
Allir velkomnir.
Sunnudaginn 6. september verður gengið um Bolholtsskóg á Rangárvöllum. Lagt verður af stað kl. 15:00 frá hliðinu inn í skóginn. Göngustjóri er Sigríður Heiðmundsdóttir.
Allir velkomnir.
Árleg sveppatínsluferð Skógræktarfélags Reykjavíkur verður í Heiðmörk laugardaginn 5. september kl. 11-13. Sérlegur leiðbeinandi verður Ása Margrét Ásgrímsdóttir, sveppaáhugakona og höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands.
Ása Margrét mun leiða áhugasama um kjörlendi sveppa í Heiðmörk og leiðbeina við greiningu og tínslu. Hér gefst áhugasömum náttúruunnendum kjörið tækifæri til þess að læra grunnatriðin í sveppatínslu.
Lagt verður upp frá Furulundinum í Heiðmörk kl. 11. Lundurinn er merkur inn á kort af svæðinu, sjá hér. Eru þátttakendur hvattir til þess að hafa með sér körfur og góða hnífa og mæta stundvíslega.
Laugardaginn 5. september verður haldið í síðustu fræðslugöngu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í ár. Við munum skoða og ræða tré og runna í trjásafninu í Höfðaskógi og í gróðrarstöðinni. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 10.00 árdegis. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund en ekki verður farið hratt yfir. Skógræktarfélagið mun bjóða upp á kaffi að göngu lokinni. Gróðrarstöðin Þöll mun bjóða upp á 20% afslátt af öllum plöntum þennan dag en nú er tilvalinn tími til að gróðursetja og flytja til tré, runna og fjölær blóm. Þöll verður opin frá 10.00 – 18.00 á laugardaginn.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélagsins og Þallar: 555-6455.
Næsta garðaganga Garðyrkjufélagsins verður miðvikudaginn 26. ágúst, en þá verður gengið um rósagarðinn og trjásafnið í Höfðaskógi.
Trjásafnið í Höfðaskógi var formlega opnað á 50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar árið 1996. Í safninu eru nú á þriðja hundrað tegundir trjáa og runna. Rósagarðurinn, sem er samstarfsverkefni Rósaklúbbs GÍ og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, var formlega vígður árið 2005. Þar eru nú á annað hundrað yrki af harðgerðum rósum. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson. Mæting er í bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði kl. 20.00.
Steinar Björgvinsson við eina rósina í Rósagarðinum í Höfðaskógi (Mynd: Sk. Hafnarfjarðar).
Skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreit félagsins að Hnausafit í Meðallandi sunnudaginn 23. ágúst og hefst kl. 15:00.
Mætum kl. 15 á bæjarhlaðinu á Syðri-Fljótum í Meðallandi. Jeppavegur er að skógarreitnum, skiljum því fólksbíla eftir á Fljótum og sameinumst í jeppana. Ökum sem leið liggur að okkar fallega skógarreit á Hnausafit.
Við munum skoða skóginn, grilla og eiga notalega samverustund. Guðmundur Óli mætir með nikkuna. Veitingar í boði skógræktarfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir.
Skógræktarfélagið Mörk, Kirkjubæjarklaustri.
Fimmtudagskvöldið 20. ágúst efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til göngu um Höfðaskóg og nágrenni þar sem hugað verður að sveppum og berjum.
Gangan hefst kl. 20.00 og verður lagt af stað frá Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg. Leiðsögumenn verða starfsmenn og félagar Skógræktarfélagsins sem þekkja til matsveppa og hvers kyns berja. Gangan tekur tæpar tvær klukkustundir.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455.
Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
30 ár eru liðin frá því byrjað var að planta í reit Skógræktarfélags V-Húnvetninga að Kirkjuhvammi. Í tilefni þess stóð Skógræktarfélagið fyrir skógargöngu frá Hvammstanga upp í Hvamm fimmtudaginn 6. Ágúst og leiddu Þorvaldur Böðvarsson, formaður Skógræktarfélagsins, og Karl Sigurgeirsson gönguna. Á leiðinni var margt áhugavert skoðað undir leiðsögn þeirra félaga, auk þess sem minnst var ýmissa atburða í sögu skógræktar á svæðinu.
Að lokinni göngu um Kirkjuhvamm voru afhjúpuð tvö upplýsingaskilti um skógarsvæðið og gerðu það Þorvaldur Böðvarsson og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Einnig færði Magnús Skógræktarfélagi V-Húnvetninga að gjöf þrjú tré – gráelri og alaskaepli – sem vonandi koma til með að dafna jafn vel og önnur tré sem sett hafa verið þarna niður. Dagskránni lauk svo með grillveislu með ýmsu góðgæti.
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Þorvaldur Böðvarsson, formaður Skógræktarfélags V-Húnvetninga, afhjúpa nýtt skilti í skóginum (Mynd: Sk. V-Húnvetninga). |
Þorvaldur Böðvarsson, Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri og athafnamaður á Hvammstanga og Haraldur Tómasson, læknir, en hann var ötull í skógræktinni við upphaf ræktunar í Hvamminum (Mynd: Sk.V-Húnvetninga). |
Laugardaginn 18. júlí verður opinn dagur í Vaglaskógi kl. 14:00-17:00, í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Skógrækt ríkisins hóf starfsemi þar og fyrsti skógarvörðurinn var settur.
Dagskrá:
1. Setning og saga starfseminnar
2. Ávörp
3. Gönguferðir með leiðsögn
4. Kynning á viðarvinnslu og frærækt
5. Veitingar
Allir velkomnir.
Nýlegar athugasemdir