Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

\"hfj.jpg\"Þriðja skógarganga sumarsins verður farin fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.00.

Safnast verður saman við Vatnsskarðsnámuna við Krýsvuíkurveg og gengið að Stóra-Skógarhvammi.

Þar hófst ræktun 1959 á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar. Piltar í vinnuskólanum í Krýsuvík plöntuðu þar út tugþúsundum barrtrjáa undir stjórn Hauks Helgasonar á þremur sumrun. Síðan hefur aðeins tvisvar sinnum verið gróðursett í skógarreitinn sem fengið hefur að vaxa og dafna án mannlegrar aðkomu áratugum saman. Þarna var fyrir gamall birkiskógur sem hefur náð sér vel og er þetta eitt merkilegasta ræktunarsvæði bæjarins, utan alfaraleiðar en samt ótrúlega nærri þéttbýlinu.

Leiðsögumaður verður Jónatan Garðarsson varaformaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gönguferðin er liður í skógargöngum um skógræktarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í tengslum við 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Fuglaskoðun í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður á laugardaginn kemur, 4. júní, kl. 10.00 árdegis. Lagt er af stað frá bækistöðvum félagsins og Þallar við Kaldárselsveg. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455.

Skógar –og fjölskylduganga Skógræktarfélags Kópavogs

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs í samvinnu við umhverfissvið Kópavogsbæjar stendur fyrir skógar- og fjölskyldugöngu mánudaginn 2. maí.  Tilefni þessarar skógar- og fjölskyldugöngu er Dagur umhverfisins þann 25. apríl og að Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2011 skógum. Vikan 25.-30. apríl verður helguð þessu verkefni og mun félagið verða með sérstaka umhverfis- og skógarfræðslu fyrir skólabörn þá viku í samvinnu við skólaskrifstofu Kópavogs. 

Gangan hefst kl. 17.00 og verður gengið frá Guðmundarlundi að mörkum skógræktarsvæðanna milli Kópavogs og Garðabæjar eftir vegslóða sem liggur að Arnarbæli  og þar verður áð. Gengið verður frá Arnarbæli að hlöðnum rústum – „Vatnsendaborg“ innan Heiðmerkur . Þaðan verður gengið aftur að Guðmundarlundi. Þessi ganga mun taka um 2 klukkustundir með stoppum.

Leiðsögumenn í ferðinni verða Gísli Örn Bragason, BS í jarðfræði, og Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar. Veitingar í boði Skógræktarfélagsins í göngulok.

Skógræktarfélag Kópavogs
Umhverfissvið Kópavogsbæjar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudag 13. apríl  kl. 20 í stofu 102, Háskólatorgi, Háskóla Íslands.

Dagskrá
1. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2. Reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning fulltrúa á  aðalfund S.Í.
6. Önnur mál

-Kaffihlé-

7.  Fræðsluerindi Aðalsteins Sigurgeirssonar: Framandi, ágengar tegundir –svört og græn náttúruvernd.

Allir velkomnir.

Skógarganga með Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu næstkomandi fimmtudag 30. september kl. 19:30.

Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Þóra Hrönn Njálsdóttir, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn og flytja stutta hugleiðingu um gildi skógarins í eflingu lýðheilsu. Þá mun Sigurður Pálsson, rithöfundur, flytja frumort ljóð.

Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í göngunni og njóta útiveru í fallegu umhverfi skógarins.

krabbaganga

Síðsumar í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Fimmtudaginn næstkomandi, 19. ágúst, efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til göngu um Höfðaskóg. Farið verður um Trjásafnið og Rósagarðinn og sagt frá því sem fyrir augu ber. M.a. verða kynntir ýmsir berjarunnar sem vaxa í skóginum.

Mæting er í gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg kl. 20.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélagsins: 555-6455.

Sveppafræðsla fyrir byrjendur í Fossselsskógi

Með Skógargöngur

Mánudagskvöldið 16. ágúst kl. 20:00 mun Óskar Jóhannsson leiðbeina um ætisveppi í Fossselsskógi. Farið er framhjá bænum Vaði og sameinast í bíla við skógarskiltið, þaðan er ekið upp að Geiraseli en þar mun sveppakynningin byrja.  Fólk hafi með sér hnífa og ílát.

Kaffi og kex drukkið við Geirasel í lokin.

Allir velkomnir
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga

sveppir

Gengið um skóga á Þingvöllum

Með Skógargöngur

Í þriðjudagskvöldgöngu 22.júní mun Hreinn Óskarsson skógarvörður fara um skógarlundi í austanverðum þjóðgarðinum. Rætt verður um skógrækt á Þingvöllum og stærstu samfelldu skógarlundir í þjóðgarðinum skoðaðir. Gönguferðin hefst í Vatnsviki klukkan 20.00.

Þar eru m.a. Vestur-Íslendinga reitur en reiturinn er í Hrafnagjárhallinum og var samþykktur af Þingvallanefnd árið 1952. Reiturinn er beggja vegna við gömlu þjóðleiðina yfir Hrafnagjá. Plantað í hann milli 1953 og 1958.

Stærsti einstaki skógarlundurinn innan þjóðgarðsins er Landsbankalundur en Landsbankinn gaf 100.000 krónur með því skilyrði að gróðursett yrði á Þingvöllum. Rúmlega 100.000 plöntur voru gróðursettar árið 1958 af ýmsum tegundum en mest af skógarfuru.

Þetta eru skógarlundir sem ekki margir skoða og en mjög fróðlegt að heimsækja.

(Frétt af heimasíðu Þingvallaþjóðgarðs – sjá hér).

Fuglaskoðun í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Hin árlega fuglaskoðun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður næstkomandi laugardag, 5. júní.  Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 10.00 árdegis. Gengið verður um Höfðaskóg og að Hvaleyrarvatni. Skoðunin mun taka um tvo tíma. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar. Meðal annars verður hugað að hreiðurkössum, fuglafóður- og fuglaskjóltrjám. Kaffi í boði félagsins að göngu lokinni.

skhafn-fuglaganga

Útsýni út á Hvaleyrarvatn úr Höfðaskógi (Mynd: RF).