Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn mánudaginn 14. apríl kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar við Þverholt.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Samson B. Harðarson flytur fyrirlestur er hann nefnir Yndisgróður og fjölbreytt plöntuval.

Kaffiveitingar að fundi loknum.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hraungerðishrepps 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hraungerðishrepps verður haldinn í Þingborg mánudaginn 14. apríl kl. 20-22.

Dagskrá skv. hefðbundnu fundarformi skógræktarfélaga um venjuleg aðalfundarstörf:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda – yfirlit um starfsemina á liðnu ári.
4. Reikningar lagðir fram og skýrðir – yfirlit um fjárreiður og eignir félagsins.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Lagðar fram tillögur um lagabreytingar, ef einhverjar eru.
7. Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar, ef einhverjar eru.
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur.
9. Kosning stjórnar (3), varamanna (2), skoðunarmanns reikninga og starfsnefnda
10. Kosning fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags Árnesinga
11. Önnur mál

Gestur fundarins verður Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Hann mun ræða nýútkomna bók, SKÓGARAUÐLINDIN, gefna út af samtökunum Kraftmeiri skógur sem er samstarfsverkefni ýmissa skógræktarverkefna, norrænna háskóla og evrópsku Menntamálastofnunarinnar. Bókin er samsafn greina um ræktun, umhirðu og nýtingu skógarauðlindarinnar.

Kaffiveitingar og almennt spjall um skógrækt og garðyrkju – spurningar og svör.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 10. apríl kl. 16:00.

Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Minnispunktar frá síðasta aðalfundi S.Í.
Önnur mál

Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands flytur áhugavert erindi um ,,Græðlinga og fræ “.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 2014 verður haldinn í Háskólatorgi, stofu 101, í Háskóla Íslands þann 9. apríl 2014 kl 20:00.

Dagskrá:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosningar samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál, sem fram eru borin.


• Fræðsluerindi. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson flytur erindið Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag, skógrækt og „skipulagslausa skógrækt“.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi (Sæunnargötu 2a).

Dagskrá:

Kl. 20:00 Fræðsluerindi.
Ása Erlingsdóttir fjallar um skógartengt útinám grunnskólabarna.
Ása er kennari í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi.
Kl. 21:00 Venjuleg aðalfundarstörf.
Skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar, fyrirspurnir og umræður.

Fræðsluerindið og fundurinn er öllum opinn og eru nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Aðalfundur Skógræktarfélags Skilmannahrepps 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Skilmannahrepps verður haldinn laugardaginn 5. apríl kl. 14:00 í Furuhlíð.

Dagskrá:
Fundargerð síðasta fundar
Inntaka nýrra félaga
Skýrsla formanns
Reikningar félagsins
Kosning stjórnar og nefnda
Sumarstarfið
Önnur mál, m.a. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands í ágúst 2014

Kaffi og með því að loknum fundi.

Málþing: Kynbætur á yndisplöntum fyrir Ísland

Með Fundir og ráðstefnur

Garðyrkjufélag Íslands, Skógræktarfélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings föstudaginn 4. apríl kl. 9:30-16:30 og er það haldið í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn frá horni við Ármúla).
Markmið málþingsins er að vekja áhuga ræktunarfólks á plöntum sem ætlaðar eru til yndis og nytja og eru markvisst aðlagaðar fyrir íslenskar aðstæður með kynbótum. Á málþinginu verður fjallað um reynslu sem þegar er fengin af plöntukynbótum á Íslandi og hugað að framtíðarmöguleikum hérlendis fyrir garðyrkju og skógrækt. Hér er einstakt tækifæri fyrir allt áhugafólk um framfarir í plöntuúrvali að kynna sér hvaða leiðir eru færar til kynbóta og læra af reynslu annarra.

Í upphafi málþingsins flytur kanadíski grasafræðingurinn Claire Laberge erindi um sögu kynbóta og framfara í ræktun yndisplantna í Kanada á síðustu öld. Reynsla Kanadamanna af kynbótum á garðrósum og ávaxtatrjám fyrir mjög erfið ræktunarskilyrði á gresjum Kanada getur verið okkur fyrirmynd og hvatning því þar hafa orðið gífurlegar framfarir á síðustu áratugum. Hafa Íslendingar þegar notið árangurs af því starfi, ekki síst í rósarækt, þótt ræktunarskilyrði séu hér að mörgu leyti allt önnur og kalli á eigin tilraunir til aðlögunar á eftirsóknarverðum tegundum. Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu úr kynbótaverkefnum hérlendis á vegum einstaklinga og stofnana sem vísað geta veginn fram á við.

Meðal spurninga sem teknar verða til umræðu er hvernig svo fámenn þjóð getur með skipulegum og hagkvæmum hætti tekist á við tímafrek langtímaverkefni sem plöntukynbætur eru. Velt verður upp möguleikum á samvinnu áhugafólks og samtaka þeirra við opinberar fagstofnanir sem veitt geta leiðsögn og haldið utan um þekkingu sem safnast og miðlað henni til framtíðar.

Mæting og afhending gagna á málþinginu hefst kl. 9:30 en þingið verður sett kl. 10:00 og stendur til kl. 16:30. Þátttökugjald er kr. 6.900 fyrir félagsmenn í Garðyrkjufélaginu, skógræktarfélögum og nema í Landbúnaðarháskóla Íslands gegn framvísun skírteinis, en kr. 9.900 fyrir aðra. Skráning er á netfang Garðyrkjufélagsins: gardurinn (hjá) gardurinn.is.

Dagskrá
Fundarstjóri: Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands

09:30 – 10:00  Mæting og afhending gagna
10:00 – 10:05 Setning.
Þuríður Backman, formaður Garðyrkjufélags Íslands 
10:05 – 10:15 Til hvers kynbætur á garðplöntum á Íslandi?
Vilhjálmur Lúðvíksson
10:15 – 11:00 Overview of the Prairie Fruit Breeding Program and the Rose Breeding Program in Canada.
The Objectives and Visions for the Future.  

Claire Laberge, grasafræðingur við Grasagarðinn í Montreal
11:00 – 11:25 Aðferðafræði við trjákynbætur á Íslandi.
Aðalsteinn Sigurgeirsson
11:25 – 11:40 Kynbætur á alaskaösp.
Halldór Sverrisson
11:40 – 12:00 Prófanir á lerkinu ´Hrym´. Hlutverk áhugamanna við prófanir á kynbættum efniviði.
Bergþóra Jónsdóttir og Þröstur Eysteinsson
12:00 – 13:00  Hádegisverður
13:00 – 13:30 Kynbætur á birki – Fyrirmynd að aðkomu áhugafólks.
Þorsteinn Tómasson
13:30 – 13:50 Trjáræktarklúbburinn – Tegundir og yrki til prófunar á Íslandi- Reynsla af félagsstarfi.
Eggert Aðalsteinsson 
13:50 – 14:10 Yfirlit yfir plöntuefnivið sem til er í landinu.
Hjörtur Þorbjörnsson
14:10 – 14:25 Íslensk jarðarber – kortlagning uppruna og eiginleika.
Hrannar Smári Hilmarsson
14:25 – 14:50 Nýi fjallaþinurinn – kynbótaverkefni.
Brynjar Skúlason
14:50 – 15:10  Kaffihlé
15:10 – 15:30  Kynbætur á rósum – reynsla og vegvísir til framtíðar.
Jóhann Pálsson
15:30 – 15:45 Reynslusaga af kornkynbótum. Er hægt að yfirfæra hana yfir á aðrar tegundir?
Jónatan Hermannsson
15:45 – 16:00 Samantekt og framtíðarsýn um plöntukynbætur á Íslandi.
Guðríður Helgadóttir
16:00 – 16:30 Umræður og fyrirspurnir
16:30 Þinglok

 


Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 34, fimmtudaginn 27. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstöfum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá flytja erindi er nefnist „Skóglendi í umdæmi Hafnarfjarðar – núverandi staða og möguleg framtíðarsýn“.

Félagið býður upp á kaffi í hléi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 34, fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstöfum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá flytja erindi sem hann nefnir Skóglendi í umdæmi Hafnarfjarðar – núverandi staða og möguleg framtíðarsýn.

Félagið býður upp á kaffi í hléi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 20. mars í Safnaðarheimilinu við Kirkjulund og hefst kl. 20:00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun gestur fundarins, Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, flytja fræðsluerindi um eðaltré í skjóli skóga. Kaffiveitingar í boði félagsins.

Allir velkomnir.