Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Opinn fundur: Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Með Fundir og ráðstefnur

Í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar mun Landsvirkjun standa fyrir röð opinna funda, um ýmis málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Þann 4. mars verður opinn fundur í Gamla Bíói kl. 14-17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurshúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Allir velkomnir!

Dagskrá:
Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum – Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? – Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Uppgræðsla lands – Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
Breytum lofti í við kolefnisbinding með skógrækt – Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell – Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands
Skógrækt undir merkjum Kolviðar – Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri
Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi – Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
Endurheimt votlendis – Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands

Umræður

Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun.

Skráning á heimasíðu Landsvirkjunar – http://50ar.landsvirkjun.is/fundir/hver-er-abyrgd-fyrirtaekja-i-loftslagsmalum/

„Ask veit ek standa…“ – Málþing um trjágróður í þéttbýli

Með Fundir og ráðstefnur

Garðyrkjufélag Íslands (GÍ) og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra (SAMGUS) standa fyrir málþingi um trjágróður í þéttbýli föstudaginn 27. febrúar, kl. 10:00-15:00 og er það haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin).

Fundarstjóri er Þuríður Backman, formaður Garðyrkjufélags Íslands.

Dagskrá – með fyrirvara um breytingar:

9:30-10:00 Skráning
Kaffisopi og spjall
10:00 Setning
Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og formaður SAMGUS. 
  Trjágróður í borg og bæ
Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnastjóri GÍ.
Með trú og dirfsku brautryðjandans hafa orðið gífurlegar breytingar á gróðurfari í þéttbýli. Í erindi þessu verður hugað að mörgu áhugaverðu sem fyrir auga ber þegar gengið er um í borg og bæ.
  Rótlaust tré stendur ekki stöðugt – um tré og skipulagsmál
Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Í erindinu er fjallað um stöðu trjáa í síkviku skipulagsumhverfinu og velt vöngum yfir gildi trjáa í borgarumhverfi. Greint verður frá nýlegum niðurstöðum íbúakannanna sem draga fram áhyggjur íbúa af grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Komið verður inn á fjórðu víddina – tímann, sem lykilatriði í vexti trjánna sem borganna.
  Trjáræktarstefna Reykjavíkur
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg.
Kynnt verður stefna Reykjavíkurborgar í trjáræktarmálum sem samþykkt var í borgarstjórn þann 19. nóvember 2013.
  Ástand götutrjáa, skemmdir, hættur og leiðir til úrbóta
Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjutæknir hjá EFLU ehf.
Fjallað verður um ástand götutrjáa, m.a. í Reykjavík. Hverjir eru helstu skaðvaldar og mögulegar hættur af völdum núverandi ástands. Einnig fjallað um nýjar leiðir í ræktun trjágróðurs við erfið skilyrði, m.a. takmarkað rótarrými.
12:00 Matarhlé
Boðið verður upp á súpu, brauð og grænmeti á staðnum. Innifalið í þátttökugjaldi. 
12:45 Fágæt og merkileg tré í Reykjavík
Einar Ó. Þorleifsson og Björk Þorleifsdóttir.
Fjallað verður um söguleg og fágæt tré í Reykjavík. Mikilvægi trjánna og gildi í borgarumhverfinu ásamt verndargildi. Skrásetning og fræðsla.
  Skógurinn í borginni og borgin í skóginum
Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Fjallað verður um borgarskóginn, útbreiðslu trjágróðurs í Reykjavík, skógræktarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu og þá þjónustu sem trén í borginni veita íbúum.
  Götutré, borgarskógrækt og val á trjátegundum
Samson Bjarnar Harðarson, lektor við LBHÍ og verkefnisstjóri Yndisgróðurs.
Líf trjáa í borgum er hættuspil. Borgartré lifa oft við erfiðar aðstæður, mengun, salt af götum, lítið rótarrými og þeim stendur stöðug hætta af skemmdarvörgum, bílum, byggingarframkvæmdum og misviturlegum stjórnsýsluákvörðunum. Í erindinu verður fjallað um viðmið um val á trjátegundum í borgarumhverfi.
  Markmið um trjágróður í Garðabæ
Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar.
Kynnt verða markmið um trjágróður í Garðabæ sem umhverfisnefnd setti og samþykkt var í mars 2014, fræðslu til íbúa um trjágróður á lóðum og árlega könnun trjágróðurs á lóðamörkum.
14:45 Samantekt og fundarslit.

 

Bókakaffi
Að loknu málþingi geta þátttakendur fengið sér kaffi og kynnt sér mikið úrval bóka um trjágróður sem Garðyrkjufélagið er með í sölu, að ógleymdu bókasafni félagsins.

Skráning á málþingið er á netfanginu gardyrkjufelag@gardurinn.is . Verð kr. 8.000. Hádegisverður innifalinn. Verð fyrir námsmenn: kr. 6.000.
Fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem senda marga starfsmenn á málþingið er boðið upp á að fjórði hver þátttakandi sé ókeypis.

Auglýst eftir erindum á Fagráðstefnu skógræktar

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður þemadagur undir yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“ og er dagurinn haldinn í samstarfi við Nordgen, sem er norræn stofnun um varðveislu og rannsóknir á erfðaauðlindum.

Seinni dag ráðstefnunnar verður boðið upp á erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd og auglýsir undirbúningsnefnd nú eftir erindum fyrir þennan hluta ráðstefnunnar. Miðað er við að erindi séu 15 mínútur og svo gefist 5 mínútur til fyrirspurna. Einnig er auglýst eftir veggspjöldum.

Áhugasamir fyrirlesara hafi samband við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur (sigga@vestskogar.is) eða Hraundísi Guðmundsdóttur (hraundis@vestskogar.is) hjá Vesturlandsskógum eða Aðalstein Sigurgeirsson (adalsteinn@skogur.is) á Mógilsá, fyrir 23. janúar.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, gistingu og verð koma í lok janúar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 20:00 í Gullsmára 13, Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf

a. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
b. Skýrslur nefnda. Fossárnefnd
c. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar
d. Tillaga að félagsgjaldi
e. Lagabreytingar. Fyrir liggur tillaga frá Sigríði Elefsen um lagabreytingar
f. Kosningar samkvæmt félagslögum
g. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins og stefnumótun
h. Önnur mál

2. Tillaga stjórnar um að selja Kópavogsbæ 55 % eignarhluta í Leiðarenda 3, frístunda –og
þjónustuhúsi í Guðmundarlundi.

Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags V-Húnvetninga 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags V-Húnvetninga verður haldinn í Hlöðunni, veitingahúsi á Hvammstanga miðvikudaginn 17. september n.k.  kl 20:30. 

Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Bergsveinn Þórsson, svæðisstjóri Norðurlandsskóga í Húnavatnssýslum og Skagafirði, mæta og ræða um skógrækt og trjátegundir og sýna myndir frá starfseminni á liðnum árum.

Nýir félagar velkomnir í félagið og til fundarins.

Stjórn Skogræktarfélags V-Húnvetninga

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 settur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2014 var settur í morgun en að þessu sinni er hann haldinn á Akranesi, í boði Skógræktarfélags Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Hófst fundurinn með ávörpum Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, Jens B. Baldurssonar, formanns Skógræktarfélags Akraness, Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og Ólafs Adolfssonar, formanns bæjarráðs Akraness.  Að ávörpum loknum tók við skýrsla stjórnar og kynning reikninga Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs. Hannibal Kristjánsson ferðamálafulltrúi sagði svo stuttlega frá Akranesi.

Eftir hádegismat verður svo unnið að tillögum að ályktunum í nefndum, en að því loknu verður Jón Guðmundsson með stutt erindi um eplarækt á Akranesi. Því næst verður haldið í kynnisferð á vegum Skógræktarfélags Akraness um skógarreiti í nágrenninu. Fundurinn heldur svo áfram á laugardag og sunnudag.


adalfundur3

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014

Með Fundir og ráðstefnur

79. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn dagana 15. – 17. ágúst og fer fundurinn að þessu sinni fram á Akranesi, en Skógræktarfélag Akraness, í samvinnu við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, er gestgjafi fundarins.

Fundurinn hefst að morgni föstudagsins 15. ágúst og stendur fram að hádegi á sunnudaginn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir, þar sem skógræktarsvæði við Akranes og í Hvalfjarðarsveit verða skoðuð.

Aðalfundur félagsins er mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir skógræktarfélögin, en þar gefst fundargestum kostur á að viðhalda og endurnýja kynni við gamla og nýja félaga innan skógræktarfélaganna.

Upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu félagsins, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu félagsins.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 12. maí 2014 kl. 20:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Dagskrá
1) Hefðbundin aðalfundarstörf.
2) Tillaga að lagabreytingu.
3) Sumarstarfið. Ráðstöfun styrks frá Landgræðslusjóði og styrkjum frá fyrirtækjum sem safnað var í mars.
4) Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 á Akranesi. Umræður um undirbúning fundarins.
5) Önnur mál.

Kaffiveitingar

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarfélags Akraness: https://www.skog.is/akranes/

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsnæði félagsins í Kjarnaskógi sunnudaginn 11. maí og hefst hann klukkan 14:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður ræktunarstöð Sólskóga í Kjarnaskógi skoðuð undir leiðsögn Katrínar Ásgrímsdóttur.

Vonumst við til að sjá sem flesta félagsmenn og nýjir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

 

Skógræktarfélag Eyfirðinga