Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Málþing um Hekluskóga – staða og framtíðarhorfur verkefnisins

Með Fundir og ráðstefnur

Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13 til 16:30. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.
Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra.
Þingið hefst kl. 13:00 í Frægarði í Gunnarsholti og lýkur kl. 16:30. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is, fyrir 15. apríl.

Dagskrá:
11:00 Gestir boðnir velkomnir í Gunnarsholt. Sveinn Runólfsson.
11:10 Endurheimt vistkerfa – hvers vegna, hver og hvernig? Björn H. Barkarson.
11:25 Hvað hefur gerst og við hverju má búast eftir gjóskugos? Friðþór S. Sigumundsson.
11:45 Uppgræðsla Landgræðslunnar á Hekluskógasvæðinu. Sveinn Runólfsson.
12:00 Súpa og brauð í Gunnarsholti.
12:45 Eyðing og útbreiðsla birkiskóga. Friðþór Sófus Sigurmundsson.
13:05 Hekluskógaverkefnið – saga, aðferðir, framkvæmdir, árangur og framtíð. Hreinn Óskarsson.
13:35 Kortlagning framkvæmda. Ívar Örn Þrastarson.
13:50 Reynslusaga landeiganda. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk II.
Rannsóknir á Hekluskógasvæðinu
14:05 Yfirlit yfir rannsóknir á Hekluskógasvæðinu. Ása Aradóttir og Guðmundur Halldórsson.
14:25 Birkiskógarnir breiðast út að nýju! Björn Traustason.
14:45 Líffræðilegur fjölbreytileiki í Hekluskógum: Hlutverk jarðvegseyðingar og framvindu. Heiða Gehringer.
15:00 Sandburður á Hekluskógasvæðinu. Elín Fjóla Þórarinsdóttir.
15:15 Lífrænn áburður og belgjurtir. Magnús H. Jóhannsson.
15:30 Umræður.
16:00 Ráðstefnulok.

Málþingsstjóri Björn B. Jónsson

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl 2014 í Árhúsum á Hellu og hefst kl. 20:00. Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mun Birgir Haraldsson halda fræðsluerindi um skipulag skógræktar.

Allir velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.00.

Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn hjá Skógrækt ríkisins, heldur fyrirlestur um Skógrækt og skógarnytjar

Ólafur hefur kennt öllum aldurhópum tálgun og ferskar viðarnytjar frá 1999 og innleitt skógarnytjar í skólastarfi og kennt þau fræði við Menntavísindasvið HÍ, Landbúnaðarháskólann, Listaháskólann, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fræðslu- og endurmenntunarmiðstöðvar um land allt auk þess að halda sérstök námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara víða um land.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn þriðjudagskvöldið 14. apríl kl 20:00 í ráðstefnusal gamla skólans í Reykholti, Reykholtsdal.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar
• Starfsáætlun
• Kosningar
• Ályktun stjórnar
• Önnur mál


Gestur fundarins, Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og verkefnisstjóri Hekluskóga, flytur erindið „Hvert er hlutverk skóganna í ferðamennsku?

Kaffiveitingar og spjall.

Hvetjum nýja sem gamla félaga til að mæta.


Stjórnin

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 35, fimmtudaginn 26. mars næst komandi kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Hlé
  3. Myndasýning. Sýndar verða myndir úr starfi félagsins í gegnum tíðina, en félagið fagnar 70 ára afmæli á næsta ári.

Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi. Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 25. mars í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra) og hefst fundurinn kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
  2. Skýrslur nefnda.  Fossárnefnd
  3. Lagðir fram  reikningar félagsins til samþykktar
  4. Tillaga að félagsgjaldi
  5. Lagabreytingar
  6. Kosningar samkvæmt félagslögum
  7. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins og stefnumótun
  8. Önnur mál

Erindi  um aldingarðinn og býflugurnar flytur Þorsteinn Sigmundsson,  bóndi  Elliðahvammi.

Veitingar í boði félagsins – allir velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn verður haldinn í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta að Hraunbæ 123 þriðjudaginn 24. mars og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Veitingar í boði félagsins

Erindi – Ólafur Proppé.

Skógarskátar hafa starfað að skógrækt við Úlfljótsvatn allt frá árinu 1987 og lagt þar með vel til „undralands skátanna“. Núna er í undirbúningi stórmót, alheimsmót skáta og er þegar byrjað að ryðja land fyrir nýjum tjaldflötum á svæðinu og á það ugglaust eftir að gera einhverjar kröfur til skógarskáta um hugsanlega aðkomu að gróðursetningu þar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Boðað er til aðalfundar Skógræktarfélags Garðabæjar mánudaginn 23. mars n.k. í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst fundurinn kl. 20:00.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kaffihlé
  • Fræðsluerindi flytur Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar um Meltungu – trjásafn í Kópavogi. Trjásafnið í Meltungu er innst í Fossvogsdal á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur og er fallegur garður sem alltof fáir vita af.

Allir velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

Fagráðstefna skógræktar 2015 og þemadagur NordGen

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2015 og þemadagur NordGen verður haldin á Hótel Borgarnesi dagana 11.-12. mars næstkomandi. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður haldinn í samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum (Tree breeding for increased forest productivity in marginal areas). Dagskráin þennan dag fer fram á ensku eða skandinavísku en gefið verður út ráðstefnurit á íslensku. Seinni daginn verða fjölbreytt erindi varðandi skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.

Dagskrá

Þriðjudagur 10. mars

14:00-19:00 Stjórn NordGen Forest fundar á Hótel Borgarnesi 
16:00-18:00 Afhending ráðstefnugagna á Hótel Borgarnesi. 
18:00-20:00 Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands, Söguloft Landnámsseturs Íslands.
18:00-20:00 Fundur óbundna gáfumannafélagsins ÓSKÓG, Arinstofu Landnámsseturs Íslands. Ef þú ert ekki á hinum fundinum þá vilt þú örugglega ekki missa af þessum! 
20:00 Kvöldverður (hlaðborð) á Landnámssetri.

 
 
Miðvikudagur 11. mars

Þemadagur á vegum NordGen-skog  – Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum.

Fundastjórar: Ólöf Sigurbjartsdóttir og Sæmundur Þorvaldsson.

8:30-9:00 Afhending ráðstefnugagna.
9:00-9:20 Ráðstefnusetning. Umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp. 
9:20-9:40 A brief overview of forest tree breeding activities in Iceland. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Icelandic Forest Research.
9:40-10:00  Overview of adaptation and productivity of the main species in Icelandic forestry. Þröstur Eysteinsson & Lárus Heiðarsson, Icelandic Forest Service. 
10:00-10:40 Are there economic incentives for private forest owners to use genetically improved regeneration material? Anssi Ahtikoski, Natural Resources Institute, Finland. 
10:40-11:00 Kaffihlé. 
11:00-11:40 Deployment areas of Scots pine and Norway spruce seeds revisited and revised. Mats Berlin, Skogforsk, Sweden. 
11:40-12:10 Humans and Nature – The Relevance of Feminism. Auður Ingólfsdóttir, Bifröst University, Iceland.
12:10-13:00 Hádegismatur. 
13:00-13:20 Twenty years of larch breeding in Iceland. Þröstur Eysteinsson, Icelandic Forest Service. 
13:20-14:00 Why seed orchards seeds? Bo Karlsson, Skogforsk, Sweden. 
14:00-14:40 A greener Greenland – on the potential of future forests on Southern Greenland. Anders Ræbild, Copenhagen University, Denmark.
14:40-15:00 Kaffihlé.
15:00-15:20 Breeding for poplar leaf rust resistance in Iceland. Halldór Sverrisson, Icelandic Forest Research.
15:20-15:40 Reflections on birch breeding in Iceland. Þorsteinn Tómasson, plant geneticist, Iceland. 
15:40-16:00 The forest park at Einkunnir. Friðrik Aspelund og Hilmar Arason, board members.
16:00-18:30 Ferð í Einkunnir. Allir í gönguskó og útigalla, léttar borgfirskar veitingar.
19:30-> Hátíðarkvöldverður. Veislustjóri: Gísli Einarsson

 
 
 Fimmtudagur 12. mars

Fundastjórar: Valgerður Jónsdóttir og Björn Jónsson.

9:05-9:25 „Ekki gera ekki neitt“. Áhrif mismunandi jarðvinnslu á lifun og vöxt skógarplantna í frjósömu landi (Effects of site preparation methods on survival and growth of seedlings on rich sites). Bergsveinn Þórsson, Norðurlandsskógar. 
9:25-9:45 Hvert er hlutverk skóganna í ferðamennsku? (What role do forests play in the Icelandic tourist industry?). Hreinn Óskarsson, Skógrækt ríkisins og Hekluskógar. 
9:45-10:05 Frá sjónarhóli plöntuframleiðanda (The nursery managers‘ viewpoint). Katrín Ásgrímsdóttir, Sólskógar ehf. 
10:05- 10:40 Kaffihlé
Veggspjaldakynning. Kynningarstjóri Bjarni D. Sigurðsson, LbhÍ.
10:40-11:10 Fitjar skógrækt ehf – framtak eða fíflaskapur? (Fitjar forestry enterprise). Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi Fitjum. 
11:10-11:30 Gæða- og árangursmat gróðursetninga landshlutaverkefna (Monitoring and assuring quality and afforestation success of regional forestry projects in Iceland). Valgerður Jónsdóttir og Bergsveinn Þórsson, Norðurlandsskógar. 
11:30-11:50 Bruk av droner til skogkartlegging (The use of drones for forest mapping). Pål Hansen, nemandi við NMBU og Johan Holst, Skogbrukssjef i Drammen, Lier, Røyken og Hurum. 
11:50-12:00 Ilmkjarnaolíur ný skógarafurð? (Essential oils, a new forest product?). Hraundís Guðmundsdóttir, Vesturlandsskógar. 
12:05-12:50  Hádegismatur 
12:50-13:10 Hrymur- kynning á niðurstöðum lokaverkefnis (Hrymur – performance of Larix sibirica x decidua hybrids in West Iceland). Bergþóra Jónsdóttir, skógarbóndi og nemandi LbhÍ. 
13:10-13:30 Endurkortlagning náttúrulegra birkiskóga og kjarrs á Íslandi (Remapping of native birch woodlands in Iceland). Arnór Snorrason og Björn Traustason, Rannsóknarsstöð skógræktar Mógilsá. 
13:30-13:50 Ásýnd sveitarfélags (The image of municipalities). Helena Guttormsdóttir, LbhÍ. 
13:50-14:10 Tegundir belgjurta sem heppilegar eru í botngróður í skógum (Leguminous plants that are suitable as ground vegetation in forests). Sigurður Arnarson og Auður Ottesen. 
14:10-14:30 Kolefnisbinding í jarðvegi skóga: áhrifaþættir og óvissa (Carbon sequestration in forest soils: factors and uncertainties). Bjarni D. Sigurðsson, LbhÍ. 
14:30:14:45 Samantekt ráðstefnu. Ragnhildur Freysteinsdóttir og Pétur Halldórsson, ritarar. 
14:45-14:50 Næsta fagráðstefna. Fulltrúi Vestfjarða
14:50-15:00 Ráðstefnulok.

 
 

Ráðstefnugögn verða afhent þriðjudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 eða miðvikudaginn 11. mars kl. 8:30-9:00. Er skógarfólk hvatt til að mæta á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 4. mars á netfanginu hraundis@vestskogar. Við skráningu þarf að taka fram:
• Hvort gist er í eina eða tvær nætur.
• Hvort gist er í eins eða 2ja manna herbergi.
• Á hvaða stofnun og kennitölu reikningur á að fara.
• Hvort viðkomandi hugsi sér að taka þátt í kvöldverði á Landnámssetri á þriðjudagskvöldið.

Ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Borgarnesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins, en ráðstefnugjald verður innheimt af Vesturlandsskógu.

Kostnaður:

Ráðstefnugjald kr. 6000.- 
Ráðstefnugjald fyrir nemendur kr. 0.-

Gisting og matur: 

Gisting tvær nætur og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 25.500.- 
Gisting eina nótt og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 19.500.- 
Gisting tvær nætur og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 30.500.- 
Gisting eina nótt og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 24.500.- 
Matur án gistingar 11. og 12. mars kr. 11.500.- 
Kvöldverður í Landnámssetri 10. mars (hlaðborð)  kr. 4.950.- 

 

Skipuleggjendur eru:
• NordGen Forest: Kjersti Bakkebø Fjellstad, Skúli Björnsson og Úlfur Óskarsson.
• Vesturlandsskógar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður undirbúningsnefndar, Hraundís Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson.
• Rannsóknarstöð skógræktar : Aðalsteinn Sigurgeirsson.
• Skógrækt ríkisins: Þröstur Eysteinsson og Valdimar Reynisson.
• Skógfræðingafélag Íslands: Rakel Jónsdóttir. 
• Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson og Björgvin Eggertsson. 
• Landssamtök skógareigenda: Hrönn Guðmundsdóttir.
• Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson