Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 20:00 í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá
1. Þorsteinn Tómasson jurtaerfðafræðingur flytur áhugavert erindi um tilraunir með erfðabreytt birki og skýrir frá árangri þessara tilrauna á síðustu árum
2. Bragi Michaelsson segir frá atvinnuátaki félagsins s.l sumar og félagstarfinu
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

 

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir einnig velkomnir!

 

Fundur: Ár jarðvegs – öld umhverfisvitundar – alda nýrrar hugsunar! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum

Með Fundir og ráðstefnur

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni ÁR JARÐVEGS – ÖLD UMHVERFISVITUNDAR – ALDA NÝRRAR HUGSUNAR! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.

Á þessum fundum hefur verið opnað á umræðu um vistkerfi jarðar og tengsl jarðvegsverndar og sjálfbærrar þróunar. Sömuleiðis hvernig Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og stuðlað að framgangi nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Framsögur og pallborðsumræður á fundinum í Nauthóli munu taka mið af ofangreindu og fjalla um ábyrgð okkar sem þjóðar. Hvað getum við gert til að bregðast við umhverfisáskorunum nútímans og hvernig hrindum við þeim áformum í framkvæmd?

DAGSKRÁ

Opnun
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.

Af litlum fræjum í frjórri mold / Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslunni.

Sjálfbærni til framtíðar Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna / Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu.

„Grunuð um Grósku“ Aukum umhverfisvitund / Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur.

Pallborðsumræður: Hver er ábyrgð okkar?
Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, RÚV.
Þátttakendur: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Bjartmar Alexandersson, Haukur Ingi Jónasson, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Arnalds.

Ávarp
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fundarstjórar: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Þröstur Freyr Gylfason, Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Þátttökuskráningu þarf að senda á netfangið gudjon@land.is

Fræðslufundur: „Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“

Með Fundir og ráðstefnur

Mánudaginn 23. nóvember næstkomandi kl. 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík.
Arnór Snorrason skógfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“.

Umræða um losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið og hvaða afleiðingar sú aukning kann að hafa loftslag hefur verið mörgum hugleikin, ekki síst nú um stundir í aðdraganda Parísarfundarins þar sem þjóðir heims ætla sér að sammælast um aðgerðir til að koma í veg fyrir skaðlega hlýnun jarðar.

Á Íslandi hafa farið fram rannsóknir á bindingu kolefnis með skógrækt til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda.

Arnór Snorrason skógfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hefur um árabil rannsakað og mælt bindingu kolefnis í skógum á Íslandi. Í erindi sínu ætlar Arnór að fjalla um hvernig skógar hafa áhrif á gróðurhúsaloftegundir. Hver staðan sé hér á landi varðandi kolefnisbindingu með skógrækt og framtíðarmöguleika skógræktar sem leiðar til að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er kr. 750.

Ráðstefna og ferð í Bæjarstaðarskóg og útnefning Trés ársins

Með Fundir og ráðstefnur

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá friðun Bæjarstaðarskógar stendur Skógræktarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um og ferð til Bæjarstaðarskógar dagana 25.-26. september.

Rúta verður frá skrifstofu Skógræktarfélags Íslands föstudaginn 25. september. Ráðstefnan verður svo haldin að morgni laugardagsins 26. september. Að henni lokinni fer fram athöfn vegna útnefningar Trés ársins 2015. Eftir það verður skoðunarferð í Bæjarstaðarskóg undir leiðsögn staðkunnugra, áður en haldið verður aftur til baka.

Skrá þarf sig á ráðstefnuna, en frítt er inn á hana. Fyrir þá sem vilja nýta sér rútuna kostar ferðin kr. 10.000 pr. mann. Skráningarfrestur á ráðstefnuna og/eða í rútuferðina er til 2. september, á netfangið skog@skog.is eða í síma 551-8150. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að útvega sér gistingu.


Dagskrá:

Föstudagur 25. september

Kl. 13:30 Brottför frá Þórunnartúni 6 austur í Skaftafell/Svínafell/Freysnes

Laugardagur 26. september
Ráðstefna um Bæjarstaðarskóg – haldin í Freysnesi

Kl. 8:30 Fræðsluerindi
  Bæjarstaðarskógur í sögulegu samhengi / Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands
  Gróðurframvinda við Bæjarstaðarskóg / Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands
  Kynbætur á Bæjarstaðarbirki / Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur
  Mikilvægi Bæjarstaðarbirkisins / Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Mógilsár-Skógrækt ríkisins
   
Kl. 10:00 Athöfn vegna Trés ársins 2015
   
Kl. 11:45 Hádegishlé
   
Kl. 12:30 Skoðunar-/gönguferð í Bæjarstaðarskóg undir leiðsögn staðkunnugra heimamanna
   
Kl. 17:00 Komið úr gönguferð
   
Kl. 17:30 Brottför frá Skaftafelli til baka til Reykjavíkur



Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2015

Með Fundir og ráðstefnur

80. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn dagana 14. – 16. ágúst og fer fundurinn fram í Hofi á Akureyri, en Skógræktarfélag Eyfirðinga er gestgjafi fundarins að þessu sinni.

Fundurinn hefst að morgni föstudagsins 14. ágúst og stendur fram að hádegi á sunnudaginn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður fimmtándi Opni skógurinn formlega opnaður, skógurinn í Skarðdal á Siglufirði. Auk þess verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir í skóglendi í nágrenni Akureyrar.

Aðalfundur félagsins er mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir skógræktarfélögin, en þar gefst fundargestum kostur á að hitta nýja og gamla félaga innan skógræktarfélaganna.

Upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu félagsins, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu félagsins.

Aðalfundur Skógræktarfélag Akraness 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20:00 í Fjölbrautarskóla Vesturlands (gengið inn Vallholtsmegin).

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf (skýrsla stjórnar, reikningar, kosning stjórnar)
  • Sumarstarfið, gróðursetning o.fl.
  • Jólatrjáasalan

Fræðslufundur um skógræktarmál

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 5. maí klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í hliðarsal við Bókasafn Mosfellsbæjar (Fiskabúrinu) í Kjarna (Þverholti 2).

Á fundinum mun Björn Traustason, sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Rannsóknarstöð skógræktar að Mógilsá, halda erindi um endurkortlagningu náttúrulegs birkis á Íslandi, þar sem farið verður yfir þær breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu birkis síðustu áratugi.

Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar og Guðrún Birna Sigmarsdóttir, nýr verkefnastjóri í garðyrkjudeild, ræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir velkomnir! Heitt á könnunni.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustri þriðjudaginn 5. maí kl. 16:00.

Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Fræðsluerindi:
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur flytur fróðlegt erindi um hvernig nýta má skóginn í ýmislegt áhugavert.

Allir áhugasamir velkomnir !

Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn föstudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 17.00 í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, heldur erindi við lok aðalfundar: Er skógrækt náttúruvernd?

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur