Fagráðstefna skógræktar 2017 verður haldin dagana 23. – 24. mars 2017 í Hörðu. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Með þekkingu ræktum við skóg“, en þetta er jafnframt afmælisráðstefna Mógilsár, sem fagnar 50 árastarfi sínu á þessu ári. Starfsmenn Mógilsár kynna rannsóknir sínar fyrri daginn og þann seinni verða flutt ýmis erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.
Skráningargjald er kr. 9.000 og innifelur aðgang að öllum fyrirlestrum, ráðstefnugögn, kaffi og vettvangsferð á Mógilsá. Að auki verður hægt að skrá sig í hádegismat í Hörpu og kostar það kr. 5.800 fyrir báða dagana.
Hátíðarkvöldverður verður í Súlnasal Hótel Sögu 23. mars og hefst kl. 20. Veislustjóri verður Gísli Einarsson og Sigurður Helgi Oddsson spilar undir borðhaldi og fjöldasöng. Hátíðarkvöldverður kostar kr. 11.900 og þarf fólk að skrá sig sérstaklega í hann.
Fljótlega verður opnað fyrir skráningar á ráðstefnuna á vef Skógræktarinnar – www.skogur.is
Vert er að vekja athygli á sérstöku ráðstefnutilboði fyrir gistingu á Hótel Sögu, kr. 15.800 nóttin fyrir eins manns herbergi og kr. 18.700 fyrir tveggja manna herbergi. Til þess að nýta tilboðið þarf að bóka fyrir 1. febrúar 2017 í gegnum þennan tengil hótelsins.
Fagráðstefna skógræktar er skipulögð og haldin af Skógræktinni, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélagi Íslands, Landssamtökum skógareigenda og Skógfræðingafélaginu. Í skipulagsnefnd eru: Edda Sigurdís Oddsdóttir (edda@skogur.is), Bjarni Diðrik Sigurðsson (bjarni@lbhi.is), Einar Gunnarsson (eg@skog.is), Hrönn Guðmundsdóttir (hronn.lse@gmail.com) og Lárus Heiðarsson (lalli@skogur.is).
Drög að dagskrá:
23.3.2017 Kaldalón, Hörpu
09:00
|
Setning ráðstefnu
|
|
09:10
|
Ávarp skógræktarstjóra
|
Þröstur Eysteinsson
|
09:30
|
Straumar og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndunum
|
Jonas Rönnberg
|
10:15
|
Kaffi
|
|
10:40
|
Saga skógræktarrannsókna á Íslandi
|
Aðalsteinn Sigurgeirsson
|
11:00
|
Skógræktarrannsóknir til framtíðar
|
Edda S. Oddsdóttir
|
11:20
|
Erfðaauðlindin
|
Brynjar Skúlason
|
11:50
|
Plöntusjúkdómar
|
Halldór Sverrisson
|
12:10
|
Matur
|
|
13:10
|
Skaðvaldar
|
Brynja Hrafnkelsdóttir
|
13:30
|
Landskógaúttekt
|
Arnór Snorrason
|
13:50
|
Notkun landupplýsinga í skógræktarrannsóknum
|
Björn Traustason
|
14:10
|
Hvernig viðrar?
|
Bjarki Þ. Kjartansson
|
14:30
|
Árhringir og umhverfisbreytur
|
Ólafur Eggertsson
|
14:50
|
Asparstiklingar
|
Jóhanna Ólafsdóttir
|
15:10
|
Akurskógrækt
|
Þorbergur H. Jónsson
|
15:30
|
Ferð á Mógilsá
|
|
18:00
|
Brottför til Reykjavíkur
|
|
20:00
|
Hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu
|
|
24.3. 2017 Kaldalón, Hörpu
09:00
|
Skógrækta til landgræðslu
|
Árni Bragason
|
09:20
|
Skógur og umhverfismál
|
Bjarni D. Sigurðsson
|
09:40
|
Endurskinshæfni (albedo) ólíkra gróðurlenda
|
Brynhildur Bjarnadóttir
|
10:00
|
Kaffi
|
|
10:30
|
Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana
|
Jón Auðunn Bogason
|
10:50
|
Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi
|
Sæmundur Sveinsson
|
11:10
|
Kynbætur á birki
|
Þorsteinn Tómasson
|
11:30
|
Íbætur skógarmoldar (og almennt um skógrækt á Skógarströnd)
|
Sigurkarl Stefánsson
|
11:50
|
Matur
|
|
13:00
|
Meðferð lerkiskógarreita í ljósi beinleika stofna
|
Páll Sigurðsson
|
13:20
|
Vangaveltur um vindfall í skógum
|
Valdimar Reynisson og Björgvin Eggertsson
|
13:40
|
Lesið í skóginn, fræðsla í skógrækt
|
Ólafur Oddsson
|
14:00
|
Veggspjöld og kaffi
|
|
15:00
|
Miðlun þekkingar
|
Pétur Halldórsson
|
15:30
|
Pallborðsumræður – samantekt
|
|
16:30
|
Ráðstefnuslit
|
|
Nýlegar athugasemdir