Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar mánudaginn 16. apríl næst komandi. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara

Dagskrárliðir skv. félagslögum:
4. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
5. Skýrslur nefnda
6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
7. Tillaga að félagsgjaldi
8. Lagabreytingar
9. Kosningar skv. félagslögum
10. Tillögur að framtíðarverkefnum félagsins
11. Önnur mál


Að formlegri dagskrá lokinni mun Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, flytja erindi í máli og myndum sem nefnist: „Skógræktarferð til Kanada“.

Veitingar í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna! Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 9. apríl 2017 kl. 20:00 í Grundaskóla.

Dagskrá

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Verkefnið Líf í lundi 23. júní 2018. Þátttaka Skógræktarfélags Akraness í verkefninu. Framsaga: Katrín og Reynir.
  3. Verkefnaskrá ársins 2018. Félagið fær meira land til skógræktar í Slögu og við þjóðveginn. Einnig fær félagið væntanlega sjálfboðaliða til að aðstoðar, m.a. að útbúa aðstöðu fyrir nýjar plöntur í Slögu (vatnsveita, pallur).
  4. Önnur mál.

Kaffiveitingar.

Málstofa: Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót, í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp og Austurbrú, standa fyrir málstofu á Vopnafirði í tilefni Alþjóðlegs dags skóga 21. mars

Málstofan verður haldin í Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 7. apríl kl. 13:30-16:30.

 

Dagskrá

Setning málstofu: Else Möller, verkefnistjóri Austurbrúar og formaður Landbótar.

Erindi
1. Lárus Heiðarson – skógfræðingur – Skógræktin
2. Einar Gunnarsson – skógfræðingur – Skógræktarfélag Íslands
3. Guðrún Schmidt – fræðslufulltrúi – Landgræðslan

Kl. 15:00 Hlé og kaffi
4. Anna Berg Samúelsdóttir – Umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar
5. Magnús Már Þorvaldsson – fulltrúi Vopnafjarðarhrepps
6. Umræður (fundastjóri Björn Halldórsson)

Léttar veitingar og allir velkomnir!

Stjórn Landbótar

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 22. mars í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34.

Dagskrá:

Kl. 20.00 – 20.55

• Venjuleg aðalfundarstörf.

• Björn Guðbrandur Jónsson kynnir starfsemi „Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs“

Kaffihlé

Kl. 21. 15 – 22.00

• Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Matsveppirnir í skóginum“.

Kaffiveitingar eru í boði félagsins.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins – www.skoghf.is

Frá aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn á alþjóðadegi skóga þann 21. mars í sal Garðyrkjufélags Íslands. Fundurinn var vel sóttur og af skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra og ársreikningum má ráða að félagið stendur vel og starfsemin er umfangsmikil. Fjölmörg stór og erfið mál hafa verið ráðin til lykta síðastliðin ár og daginn fyrir aðalfund náðist loks að undirrita samning við fjármálaráðuneytið um kaup á jörðum tveim sem félagið hefur haft á leigu í Fellsmörk. Þá eru viðræður við Reykjavíkurborg um að félagið taki að sér fleiri skógræktarverkefni í borginni og borgarlandinu komnar vel á veg. Vel hefur miðað með umbætur á Múlastöðum í Flókadal og hefur húsakostur jarðarinnar verið lagaður svo um munar og talsvert gróðursett. Til stendur að leigja út íbúðarhúsið til félagsmanna á góðum kjörum. Framundan eru mikil verkefni á löndum félagsins og frekari mótun samstarfsins við Reykjavíkurborg.

Eftir fjórtán ára stjórnarsetu, þar af ellefu ár sem formaður, tilkynnti Þröstur Ólafsson að hann hygðist stíga til hliðar. Þakkaði hann stjórn, starfsfólki og framkvæmdastjóra félagsins, Helga Gíslasyni, fyrir vel unnin störf. Helgi færði Þresti innilegar þakkir fyrir farsæla forustu og lærdómsríkt og gott samstarf. Óhætt er að fullyrða að vel hafi ræst úr högum félagsins í stjórnartíð Þrastar.

Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, flutti erindi um eiginleika íslensks trjáviðar, þéttleika og endingu sem byggir á meistaraverkefni hans við Landbúnaðarháskóla Íslands.

skrvk-rstur

Þröstur Ólafsson, fráfarandi formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd: EG).

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn árið 2018 miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá:

• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál.

Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, flytur erindið Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending. Byggir það á meistaraverkefni hans við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Aðalfundur Skógræktarfélags Fnjóskdæla 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Fnjóskdæla verður á Furuvöllum, Vöglum, Fnjóskadal, miðvikudaginn 14. mars kl. 20:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Sverrir Thorstensen flytja fræðsluerindi um fugla í skógi í lok fundar.

Verið hjartanlega velkomin

Stjórn Skógræktarfélags Fnjóskdæla

Skógræktarfélagið Landbót: Aðalfundur

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélagið Landbót heldur aðalfund sinn í golfskálanum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20:00.

Allir velkomnir!

Dagskrá
1. Skipan fundastjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla formanns
4. Yfirlit bókhaldsins frá gjaldkera
5. Kjör stjórnamanna – nýr varamaður
    – Skoðunarmaður reikninga
6. Önnur mál

Nýir félagar hjartanlega velkomnir!

Stjórnin