haldinn í Skúlatúni 6 miðvikudaginn 27. apríl kl. 16:30
Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl.: 20:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni.
3. Myndasýning: „Fuglar í skóginum“ í umsjón Hrafns Óskarssonar
4. Önnur mál.
Kaffi í boði félagsins.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Tímamótaráðstefna tengd Alþjóðlegu ári skóga á Íslandi 2011
Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu Hótel Sögu fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 08:00 – 17:00. Ráðstefnan ber yfirskriftina Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra og er markmiðið að gera keðjuna frá framleiðenda til markaðar skilvirkari og skýrari.
Nánari upplýsingar og skráning á www.nmi.is.
Fyrsta Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.
Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, mun fjalla um ræktun ávaxtatrjáa, út frá eigin reynslu og annarra sem eru að rækta ávaxtatré sér til gagns og gamans, en mikill áhugi virðist vera á slíkri ræktun nú um stundir. Þess má geta að Garðyrkjufélag Íslands undirritaði nýverið samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um þróunarverkefni í ræktun ávaxtatrjáa hérlendis.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Girnileg íslensk epli (Mynd: RF).
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 29. mars í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Steinar Björgvinsson fjallar um fuglana í skóginum og heima í garði. Sýndar verða myndir af fuglum sem teknar eru af Björgvini Sigurbergssyni golfkennara og fuglaáhugamanni.
Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi.
Allir velkomnir!
Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Fagráðstefna skógræktar 2011 verður haldin dagana 23.-25. mars. Ráðstefnan er árleg. Hefð er fyrir því að hún flakki réttsælis um landið og sé alltaf haldin á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.:
Ráðstefnan hefst með afhendingu ráðstefnugagna kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 23. mars. Dagskrá ráðstefnunnar hefst svo kl. 9:00 á fimmtudeginum.
Skráning á ráðstefnuna fer fram til 15. mars í tölvupósti skjolskogar (hjá) skjolskogar.is eða í síma 456-8201 (Sæmundur Kr. Þorvaldsson). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara í Reykjanesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum (sjá nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins – hér).
Dagskrá:
Fagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 24.-25. mars með mætingu í Reykjanes við Djúp kvöldið áður (23. mars). Að venju skiptist hún í þemadag (24/3) og almennan fagfund (25/3). Að þessu sinni fjallar þemadagurinn um „Strauma og stefnur í ræktun sitkagrenis eða birkis í fjölnytjaskógrækt – með áherslu á viðarnytjar“ og munu nokkrir valinkunnir sérfræðingar fjalla um þau mál frá ólíkum hliðum.
Miðvikudagur 23. mars 2011
17.00-19.00 | Skráning og afhending ráðstefnugagna. |
19.00-20:30 | Kvöldverður og hópsöngur |
20:30-24:00 | Ýmsir aukafundir og spjall. – Aðalfundur Skógfræðingafélagsins |
Fimmtudagur, þemadagur, 24. mars 2011
Þemað: Sitkagreni. Fundarstjóri – Valgerður Jónsdóttir
09:00-09:15 | Hlutur sitkagrenis í skógum Íslands – stutt yfirlit. Arnór Snorrason og Björn Traustason. |
09:15-09:30 | Sitkagreni og kvæmaval; hér, þar og allsstaðar. Aðalsteinn Sigurgeirsson. |
09:30-10:00 | Sitkagreni – framtíðartré íslenskra skóga? Þorbergur Hjalti Jónsson og Björn Traustason. |
10:00-10:30 | Kaffihressing |
10:30-11:00 | Kvæmatilraun með sitkagreni og hvítsitkagreni á Vestfjörðum. Sæmundur Kr. Þorvaldsson |
11:00-11:30 | Hvernig umhirðu er verið að skipuleggja fyrir sitkagreni í driftsplönum SR? Lárus Heiðarsson. |
11:30-12:00 | Áhrif skógræktaraðgerða á timburgæði – dæmi sitkagreni. Arnlín Óladóttir |
12:00-13:30 | Hádegisverður |
Þemað: Birki. Fundarstjóri – Björn B. Jónsson.
13:30-13:50 | Endurkortlagning birkiskóga og samanburður við eldri kortlagningu. Björn Traustason |
13:50-14:10 | Helstu stærðir náttúrulegra birkiskóga. Arnór Snorrason |
14:10-14:40 | Nytjaskógrækt með birki – er það hægt? Þröstur Eysteinsson |
14:40-15:00 | Leiðir til aukinnar útbreiðslu birkiskóga á Íslandi. Jón Geir Pétursson |
15:00-15:30 | Pallborð. Samantekt fundarstjóra og almennar umræður við pallborð. |
15:30-16:00 | Kaffihressing |
16.00-19.00 | Skoðunarferð í Laugarbólsskóg í Ísafirði. Rútur í boði. |
19:30-24:00 | Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá |
Föstudagur, almennur fagfundur, 25. mars 2011
Fundarstjóri : Ólöf I. Sigurbjartsdóttir
09:00-09:20 | SkógarKol – hvað er það ? Brynhildur Bjarnadóttir |
09:20-09:40 | Samanburður á svepprótarmyndun skógarfuru og birkis ræktuðum í mismunandi jarðvegi. Edda S. Oddsdóttir |
09:40-10:00 | Hagræn áhrif landshlutaverkefna í skógrækt, kynning á MS verkefni. Lilja Magnúsdóttir |
10:00-10:30 | Kaffihressing |
10:30-10:50 | Tegundavalsforrit á netinu. Þröstur Blöndal og Þorbergur Hjalti Jónsson. |
10:50-11:10 | Viðhorfskönnun skógarbænda á Norðurlandi. Valgerður Jónsdóttir |
11:10-11:30 | Samanburður á vexti sitkagrenis og rauðgrenis. Valdimar Reynisson |
11:30-11:50 | Kastaníuskógurinn í Belasita fjöllum Búlgaríu. Sævar Hreiðarsson og Ólafur Eggertsson |
11:50-12:00 | Akurræktun jólatrjáa. Björn B. Jónsson |
12:00-13:00 | Hádegisverður |
Fundarstjóri: Sigvaldi Ásgeirsson
13:00-13:20 | Lerki girðingastaurar úr grisjunarvið, efni og aðferðir. Bergsveinn Þórsson |
13:20-13:40 | Má nota örtungl til að rekja smitleiðir og þróun asparryðs. Sigríður Erla Elefsen, Halldór Sverrisson og Jón Hallsteinsson |
13:40-14:00 | Mæling á timbri í stæðum, ný aðferð. Hreinn Óskarsson |
14:00-14:30 | Pallborð. |
14:30 | Ráðstefnuslit. |
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar verður haldinn á hótel Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 17. mars 2011 kl. 16:30.
Dagskrá fundarins :
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum flytur áhugavert erindi um skjólbeltarækt.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórn Skógræktarfélagsins Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.
Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 7. mars 2011 og hefst kl. 20:00.
Fundarstaður: Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf:
1.1. Kjör fundarstjóra
1.2. Skýrsla stjórnar 2010
1.3. Reikningar félagsins 2010
1.4. Ákvörðun um félagsgjöld 2011
1.5. Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns
2. Önnur mál
3. Kaffiveitingar í boði félagsins
4. Gestur fundarins verður Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur
við Landbúnaðarháskóla Íslands. Götutré – hvaða kostum þurfa þau að vera búin, hvað gæti komið í stað aspar sem götutrés.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar
Laugardaginn 26. febrúar var fulltrúafundur skógræktarfélaganna haldinn í Harðarbóli í Mosfellsbæ og var Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gestgjafi fundarins. Þema fundarins að þessu sinni voru hinar ýmsu skógarnytjar. Á fundinn mættu um 60 fulltrúar frá skógræktarfélögum um land allt.
Fundurinn hófst með ávörpum Þuríðar Yngvadóttur, formanns Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélag Íslands, en síðan tóku við fræðsluerindi. Fyrstur tók til máls Björgvin Eggertsson, frá Landbúnaðarháskóla Íslands og fjallaði hann um jólatré – framleiðslu þeirra hérlendis, hlutdeild af markaði og framtíðarhorfur. Því næst fjallaði Steinar Björgvinsson, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, um trjágreinar sem skreytingarefni, en hann vann lokaverkefni í skógrækt um mat á hentugleika efniviðar úr íslenskri skógrækt til skreytingagerðar. Síðan tók til máls Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, og fjallaði hann um sveppi og sveppatínslu. Fór hann yfir helstu matsveppi sem finnast í íslenskum skógum og mat á verðmæti þeirra.
Eftir hádegismat fjallaði Karen Pálsdóttir, Háskóla Íslands, um ber og berjatínslu í Heiðmörk, sem hún rannsakaði sem hluta af stærra verkefni um virði Heiðmerkur. Þá fjallaði Ólafur Erling Ólafsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, um viðarafurðir – helstu sem nú eru og hugmyndir um framtíðarnot. Björn Traustason, Skógrækt ríkisins, fjallaði svo stuttlega um skógarstaðal sem unnið hefur verið að og prófun hans á einum skógarreita Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Lilja Oddsdóttir kynnti svo félagið Á-vöxtur, sem er hvatafélag um ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi.
Eftir töluverðar umræður um efni erinda var haldið í skoðunarferð um nokkra skógarreiti Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Byrjað var í Hamrahlíð, þar sem Ólafur Erling Ólafsson sýndi útkeyrsluvél, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk í byrjun nóvember. Því næst var ekið að nýju sumarhúsi Skógræktarfélag Mosfellsbæjar við Hafravatn, en það var byggt í stað húss sem brann í fyrra. Litið var um í Þormóðsdal og svo kíkt á skógarreiti í Mosfellsdal.
Fundinum lauk svo með samkomu í Harðarbóli, félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar.
Fundargestir skoða skógarreit Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíð (Mynd: BJ)
Næstkomandi mánudag, þann 21. febrúar standa Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), Reykjavíkurborg og FIT fyrir fundi í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. Tilefni fundarins er umræða undanfarið um aspir og önnur götutré í Reykjavík og verður fjallað um trjágróður í borg á faglegum nótum. Fundurinn er kl. 14-16 og gert ráð fyrir umræðum í lokin, vonandi mæta einhverjir fulltrúar úr borgarstjórn.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, LbhÍ
14:00 – 14:05 | Setning. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ |
14:05 – 14:25 | Helstu trjátegundir í ræktun (aspir, víðir, greni, fura, reynir, birki) í þéttbýli landsins – hlutverk sveitarfélaga í að skapa heildarskjól í þéttbýli, kostir og gallar mismunandi tegunda. Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt, lektor við LbhÍ |
14:25 – 14:45 | Götutré – hvaða kostum þurfa þau að vera búin, ösp sem götutré, hvað gæti komið í stað aspar sem götutrés? Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur, lektor við LbhÍ |
14:45 – 15:05 | Gróður og gæði – hvaða gæði er verið að búa til innan þéttbýlis með gróðursetningu plantna? (Heilsufarsleg/fagurfræðileg gæði.) Er hægt að forgangsraða gæðum eftir mikilvægi? Einar E. Sæmundsen/Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitektar, Landmótun sf. |
15:05 – 15:25 |
Götutrén í Reykjavík, hvaða lærdóm má draga, framtíðarstefnumörkun. |
15:25 – 16:00 | Umræður og fyrirspurnir |
Glæsileg tré á Hofteigi (Mynd: RF).
Nýlegar athugasemdir