Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar, kl. 20:00 í stofu 101 Háskólatorgi, í Háskóla Íslands.

Dagskrá:   
1.  Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2.  Reikningar
3.  Lagabreytingar
4.  Kosning stjórnar
5.  Kosning fulltrúa á aðalfund SÍ
6.  Önnur mál
-Kaffihlé-
7. Fræðsluerindi   
 -Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar – Mógilsá:  „Hverjir eiga  íslenska skóga?“    
-Jón Kristófer Arnarson, Landbúnaðarháskóla Íslands -Reykjum í Ölfusi: „Ber og ávextir í borgarlandi“

Fagráðstefna skógræktar 2012: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið, á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún á Fosshótel Húsavík.

Rúta er í boði fyrir ráðstefnugesti frá Akureyrarflugvelli til Húsavíkur þriðjudaginn 27. mars kl. 17:00 og til baka frá Húsavík til Akureyrar 29. mars kl. 15:00. Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 19:00 þriðjudaginn 27. mars. Fyrir liggur mjög hagstæður samningur við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Eru allir hvattir til að mæta á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram kvöldverður kl. 19:00 á þriðjudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst Skráningareyðublað má nálgast hér (pdf)

Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir erindum (20+10 mín.) og veggspjöldum á fagfundinn. Áhugasamir sendi tillögur á nls (hjá) nls.is eða einhvern fulltrúa í skipulagsnefnd fyrir 1. mars n.k. Viðkomandi verða látnir vita fyrir 7. mars hvort þeir fá úthlutað erindi eða veggspjaldi.


Kostnaður:
Ráðstefnugjald: 4.000,-
Gisting og matur (gist í 2ja manna herbergi): 21.460,-
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 30.460,-
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, rúta o.fl. Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Fosshótel Húsavík, tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir og morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.

Drög að dagskrá:
Uppfærð drög að dagskrá verður að finna á:
http://www.skogur.is/fagradstefna2012 innan skamms. Meðal efnis sem þegar liggur fyrir eru erindi um kvæmaval stafafuru, fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis byggt á nýjum mælingum á misjafnlega gömlum kvæmatilraunum. Flutt verður erindi um kynbætur á alaskaösp og skoðuð almenn reynsla af notkun elris á Íslandi.  Fjölmargar óskir um veggspjöld hafa einnig komið fram.  Endanleg dagskrá mun fyrst liggja fyrir 7. mars þegar búið verður að meta allar innsendar tillögur og óskir um flutning erinda og kynningu veggspjalda.

Þriðjudagur 27. mars 2012
17:00 Brottför Rúta frá Akureyrarflugvelli (flug Rvík-Ak. 16:00-16:45)
18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldmatur á Hótel Húsavík
20:30 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

Miðvikudagur 28. mars 2012
9:00- 9:10 Setning, gestir boðnir velkomnir
9:10-10:10 Inngangserindi
10:10-10:40 Erindi
10:40-11:00 Kaffihlé
11:00-12:30 3 erindi
12:30-13:30 Matur
13:30-15:00 3 erindi
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:30 Veggspjaldakynning
16:30-17:00  Hlé
17:00-19:00 Gönguferð í lystigarð Húsavíkur og í grenilundinn ofan Húsavíkur.  Kynning á Garðarshólmsverkefninu (snarl)
20:00->  Kvöldverður og skemmtidagskrá

Fimmtudagur 29. mars 2012
9:00-10:30 3 erindi
10:30- 11:00 Kaffi
11:00-12:30 3 erindi
12:30-13:30 Matur
13:30-14:30 2 erindi
14:30-15:00 Samantekt – ráðstefnuslit
15:00 Brottför með rútu til Akureyrar (flug 17:10-17:55)

fagradstefna

 

Ýmsar ráðstefnur um borgarskóga

Með Fundir og ráðstefnur

Nýverið var frétt hjá Ríkisútvarpinu um nýja rannsókn sem sýndi  að skóglendi og fallega náttúra hefur bætandi áhrif á andlega heilsu fólks og var ein ályktun þeirra sem stóðu að rannsókninni að mikilvægt væri að tré og græn svæði væru sem víðast í borgum til að tryggja andlega heilsu íbúanna.

Borgarskógar og margvíslegt mikilvægi þeirra fyrir íbúa borga virðist vera töluvert í umræðunni núna og eru margar alþjóðlegar ráðstefnur og fundir fyrirhugaðar á næstu árum. Fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málaflokki er hér listi yfir nokkrar:

Heiti 

Staður og tími 

Nánari upplýsingar

Green Cities, Green Minds – 1st Biennial Congress on Urban Green Spaces (CUGS)  5.-7. mars 2012
Nýja Delí, Indland
http://www.cugs.in/CUGS_2012.html
15th European Forum on Urban Forestry  8.-12. maí 2012
Leipzig, Þýskaland 
www.efuf.org
Forests for People – International experiences and the vital role for the future  22.-24. maí 2012
Alpbach, Tíról, Austurríki 
http://ffp2012.boku.ac.at
ISA International Conference and Trade Show  10.-15. ágúst 2012
Portland, Oregon, Bandaríkin 
www.isa-arbor.com

Outdoor Recreation in Change – Current Knowledge and Future Challenges (MMV4) 

21.-24. ágúst 2012
Stokkhólmur, Svíþjóð 
http://www.mmv2012.se/
Varying Role of Urban Green Spaces – IFPRA European Congress  5.-7. september 2012
Basel, Sviss 
www.ifpra2012.bs.ch
Forests for Cities, Forests for People – perspectives on urban forest governance  27.-28. september 2012
Zagreb, Króatía 
http://www.sumins.hr/IUFRO2012/
Sustaining Humans and Forest in Changing Landscape – IUFRO Landscape Ecology Conference 5.-12. nóvember 2012

5.-12. nóvember 2012
Concepción, Síle 

http://www.iufrole2012.cl/
16th European Forum on Urban Forestry Maí 2013
Maí 2013
Mílanó, Ítalía 
www.efuf.org


 

 

Framhaldsaðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Framhaldsaðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi mánudagskvöldið 19. desember 2011 klukkan 20:00.

Dagskrá fundarins:
1.       Ársreikningar 2009 og 2010
2.       Lagabreytingar – framhald umræðna
3.       Óskar Guðmundsson í Véum flytur erindi um ræktunarmanninn Þórhall Bjarnason.

Allir velkomnir!

Málþing: Þáttur sjálfboðaliða í starfi frjálsra félagasamtaka

Með Fundir og ráðstefnur

Almannaheill – samtök þriðja geirans og Fræðasetur þriðja geirans bjóða til málþings um þátt sjálfboðaliða í starfi félagasamtaka í tilefni árs sjálfboðliða. Málþingið er haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 12-14 í stofu 103 á Háskólatorgi.

Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla

Athugið! Fólk frá sama félagi dreifi sér um salinn svo blandist vel í hópa á eftir.

12:00-12:20 Skipulag, öflun og stuðningur við sjálfboðaliða:
Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf og forstöðumaður Fræðaseturs þriðja geirans
Fjallað um val á sjálfboðaliðum, hvaða aðferðum má beita til að ná til sjálfboðaliða og stuðning við þá.  Meðal annars verður fjallað um rannsóknir á áhugahvöt (motivations) sjálfboðaliða og hvernig m.a. má nýta þær rannsóknir til að skipuleggja sjálfboðastarf.

12:20-12:30 Að afla sjálfboðaliða og draga úr sjálfboðaliðaveltu:
Haukur Árni Hjartarson sviðsstjóri sjálfboðaliðasviðs RKÍ í Reykjavík
Sjónum beint að stórum samtökum með langa reynslu og með mikinn fjölda sjálfboðaliða.

12:30-12:40  Að virkja félaga til sjálfboðavinnu:
Ólafur Proppé, formaður fræðsluráðs Bandalags íslenskra skáta og stjórnarmaður 
Sérstaða samtaka sem byggja á félagsaðild og vilja auka þátttöku þeirra í sjálfboðastarfi.

12:40- 12:50  Að hafa verkefni og afla sjálfboðaliða:
Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar
Vandi lítilla félaga að hafa næg verkefni sem sjálfboðaliðar geta unnið og halda utan um þátt þeirra.
 
13:00-13:30 Skipt í hópa:  5 mínútna hugflæði um í hvers konar verkefni megi nýta sjálfboðaliða, gammurinn látinn geysa og allar hugmyndir, tengdar og ótengdar starfi hvers og eins, skráðar og þeim safnað saman.
20 mínútur til að ræða efni málþingsins og miðla og læra af öðrum. Hvetjum þá reyndu til að gefa sér tíma til að miðla.
  
13:30-13:55 Styrkir til að fá sjálfboðaliða í gegnum Evrópu unga fólksins:
Helga Dagný Árnadóttir verkefnastjóri EUF og Anna Lúðvíksdóttir hjá
SEEDS, SEE beyonD borderS, sem vinnur að skiptum á fólki milli landa til að auka gagnkvæman skilning og virðingu, í vinnu að góðum málum.

 

Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Með Fundir og ráðstefnur

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga, boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun Valgerður Jónsdóttir,formaður nefndarinnar, hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.      

Tilgangur málstofanna er að fá ábendingar og tillögur sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Boðað er til tveggja málstofa, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetur nefndin alla þá sem láta sig málefni skógræktar varða að taka þátt.

Haldnar verða tvær málstofur á eftirfarandi stöðum:

Hótel Héraði, Egilsstöðum, mánudaginn 7. nóvember kl. 13:00 – 15:00
Þjóðminjasafnið í Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14:00 – 16:00.

malstofa

Mynd:RF.


Ráðstefna: Heimsins græna gull

Með Fundir og ráðstefnur

Alþjóðleg ráðstefna um ástand og horfur skóga heimsins verður haldin í Kaldalóni i Hörpu 22. október 2011.

Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).

Dagskrá:

10:30-10:35  Kynning: Jón Loftsson, skógræktarstjóri
10:35-10:45   Stuttmynd frá Sameinuðu þjóðunum: Skógar og menn. Lesari: Egill Ólafsson
10:45-10:55 Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
10:55-11:25  Erindi: Staða og horfur hjá skógum heims. Helstu niðurstöður mats á skógarauðlindum heimsins 2010
Mette Wilkie Løyche, forstöðumaður innan skógræktarsviðs Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
11:25-11:35 Fyrirspurnir og umræður
11:35-12:05  Erindi: Skógar Evrópu fyrir fólkið
Jan Heino, formaður samninganefndar um lagalega bindandi milliríkjasamning um skóga í Evrópu
12:05-12:15 Fyrirspurnir og umræður
12:15-13:15  Hádegisverður
13:15-13:45  Erindi: Frelsi með ábyrgð í sænska skógræktargeiranum
Monika Stridsman, skógræktarstjóri Svíþjóðar
13:45-13:55  Fyrirspurnir og umræður
13:55-14:25 Erindi: Skógrækt á Írlandi: Yfirlit
Aine Ni Dhubháin, prófessor í skógfræði við Dyflinnarháskóla
14:25-14:35  Fyrirspurnir og umræður
14:35-15:05 Kaffihlé
15:05-15:20  Tónlistaratriði: Gissur Páll Gissurarson
15:20-15:50  Erindi: Framlag Íslands til skógræktar í heiminum
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna
15:50-16:00  Fyrirspurnir og umræður
16:00-16:30  Samantekt og pallborð: Jón Geir Pétursson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.

Fundarstjóri: Aðalsteinn Sigurgeirson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2011

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2011 hefst í Grundarfirði föstudaginn 2. september og stendur fram á sunnudag. Er þetta í fyrsta skipti sem fundurinn er haldinn á Grundarfirði, en það er Skógræktarfélag Eyrarsveitar sem er gestgjafi fundarins að þessu sinni.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður farið í skoðunarferðir um skógarreiti á Snæfellsnesi og boðið er upp á áhugaverð erindi, auk þess sem fundurinn er einn helsti félagslegi vettvangur skógræktarfélaganna, þar sem fundargestum gefst kostur á að hitta gamla og nýja félaga innan skógræktarhreyfingarinnar.

Dagskrá fundarins má sjá á síðu fundarins (hér).

 

Ráðstefna um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði

Með Fundir og ráðstefnur

Dagskrá:

18. ágúst Ráðstefna haldin í Þróttarheimili í Laugardal frá kl. 9:00 – 15:30.

9:30-9:45 Samson Bjarnar Harðarson lektor í landslagsarkitektúr við LbhÍ og verkefnisstjóri Yndisgróðurs setur ráðstefnuna og býður ráðstefnugesti velkomna.
9:45-10:15 Kynning á starfi NPNP: Lífið eftir NPNP – möguleikar á samstarfi.
Introduction of NPNP project: Identification of common as well as country/area specific challenges. Life after NPNP – opportunities for cooperation.
Ulrika Bohman and Mona Lundberg (Svíþjóð)
10:15-10:45 Garðyrkja við erfiðar aðstæður: Áskorun og áhugi/hagsmunir garðyrkjufólks í norðureyjum Skotlands.
Gardening in harsh environments: The challenge and interest of gardeners in Scotland’s Northern Isles.
Peter Martin (Orkney/Shetland)
10:45-11:00 Kaffihlé
11:00-11:30 Reynsla þrjátíu ára. Byrjaði með leit af harðgerðum garðplöntum og er nú besta úrvalið nýtt til framleiðslu hjá garðplöntustöðvum.
Experience of 30 years starting from searching of hardy garden plants to utilization of best material in nursery production and landscaping.
Marjatta Uosukainen (Finnland)
11:30-12:00 Mikilvægi ræktunaraðferða: (jarðvegsbætur, skjól, plöntuval og garðhönnun með tilliti til aukins árangurs).
The importance of gardening methods: (the role of soil improvements, shelter, plant selection and garden design on growing success).
Elisabeth Öberg and Ulrika Bohman (Svíþjóð)
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00- 13:30 Leitin að harðgerðum afbrigðum af ávaxtatrjám frá Rússlandi, Finnlandi og  Eystrasaltsríkjunum og innkoma þeirra á markaðinn.
Hunting for hardy varieties of fruit trees from Russia, Finland and the Baltics and their introduction into the market.
Leif Blomquist.
13:30- 14:00 Loftslagsbreytingar og opnun landamæra fyrir viðskipti milli landa – aukin ógn við plöntuheilbrigði á norðlægum slóðum.
Climate change in combination with opening borders in world trade – increasing threat to plant health in northern regions.
Jaana Laamanen (Finnland)
14:00-14:30 Framandi trjátegundir í íslenskri skógrækt.
Exotic trees in Icelandic forestry. The Icelandic Forestry Service.
Dr. Þröstur Eysteinsson, deildarstjóri Þjóðskóga (Ísland)
14:30- 15:00 Kaffihlé.
15:00-15:30 Um eflingu garðyrkjumenningar á Íslandi frá 1885-2011 og ný sjónarmið.
The challenges of establishing a popular gardening culture in Iceland 1885 -2011 present – and some new perspectives.
Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands.
15:30-18:00 Skoðunarferð um Grasagarð Reykjavíkur og Yndisgarð í Laugardal – 50 ára afmælishátíð Grasagarðsins í Laugardal.
18:00-20:00 Frjáls tími.
20:00-22:00 Sameiginlegur kvöldverður ráðstefnugesta í Þróttarheimili í Laugardal.

 

19. ágúst Vinnufundur á Reykjum í Ölfusi og skoðunarferðir á Suðurlandi.

8:30-9:30 Heimsókn í Gróðrarstöðina Mörk í Fossvogi og Yndisgarður í Fossvogi skoðaður.
9:30-10:00 Ekið austur til Reykja í Ölfusi.
10:00-10:30 Söfnun á garðplöntum á norðlægum slóðum – verndun og nýting.
Plant collecting missions in the Nordic region for conservation and utilisation.
Lena Ansebo, NordGen
10:30-11:00 Val á garðplöntum fyrir íslenskt umhverfi. Leitin af harðgerðum plöntum og klónum í náttúrunni. Reynsla frá söfnunarferðum.
Garden plants selection for Icelandic environment. The search for hardy species and clones in nature: Experience from botanical expeditions.
Guðríður Helgadóttir (Ísland)
11:00- 12:00 Gönguferð um hverasvæðið við Reyki í Ölfusi og skoðunarferð um klónasafnið á Reykjum.
12:00- 13:00 Hádegisverður.
13:00-14:30 Vinnufundur (workshop).
14:30- 16:00  Heimsókn í Nátthaga garðplöntustöð í Ölfusi.
16:00- 18:30 Skoðunarferð um Þingvöll.
19:00-20:00 Komutími til Reykjavíkur.

Kynning á ráðstefnunni (pdf)

Þátttökuskráning og frekari upplýsingar á: yndisgrodur (hjá) lbhi.is fyrir 12. ágúst.
(Vinsamlegast takið fram fullt nafn, kennitölu og netfang)

Ráðstefnugjald er 18.900 kr. með sameiginlegum kvöldverði í Þróttarheimili á fimmtudagskvöldinu 18. ágúst. Án kvöldverðar er ráðstefnugjald 15.500 kr.
Ráðstefnugestum verður ekið með rútum á milli staða.