Skógræktarfélag Ólafsvíkur mun halda aðalfund sinn fimmtudaginn 11. apríl í Átthagastofunni og hefst hann kl. 20:30.
Hefðbundin aðalfundarstörf og verkefni sumarsins rædd.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Ólafsvíkur mun halda aðalfund sinn fimmtudaginn 11. apríl í Átthagastofunni og hefst hann kl. 20:30.
Hefðbundin aðalfundarstörf og verkefni sumarsins rædd.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Dagskrá:
Kaffiveitingar í boði félagsins
Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar mun halda erindi þar sem hann mun fjalla almennt um Kolvið og framtíðarsýn.
Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 17 í húsi Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin).
Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands. Nánar
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, flytja erindi sem hún nefnir „Kolefnisbinding í trjám og gróðri“.
Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.
Skógræktarfélag Fnjóskdæla heldur aðalfund sinn á Furuvöllum, Vöglum, Fnjóskadal, miðvikudaginn 27. mars kl. 20:00.
Í lok fundar mun Sigurður Arnarsson flytja fræðsluerindi um belgjurtir í skógrækt.
Verið hjartanlega velkomin
Stjórn Skógræktarfélags Fnjóskdæla
Aðalfundur Skógræktarfélags Strandasýslur veðrur haldinn þriðjudaginn 26. mars í Galdrasafninu á Hólmavík og hefst hann kl. 18:00.
Boðið verður upp á súpu.
Allir áhugasamir velkomnir!
Skógræktar- og landverndarfélagið undir Jökli heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00, í kaffistofu KG í Rifi.
Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins
Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar
Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2019 verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 10-16 í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal.
Meginþemu fundarins eru Landgræðsluskógar og Græni stígurinn, en auk þess er gert ráð fyrir almennum umræðum þar sem félögin geta rætt það sem brennur á þeim.
Nýlegar athugasemdir