Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn sunnudaginn 17. maí í fundarherbergi KG fiskverkunar í Rifi kl. 16.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn sunnudaginn 17. maí í fundarherbergi KG fiskverkunar í Rifi kl. 16.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Á stjórnarfundi 11. maí samþykkti stjórn Skógræktarfélags Íslands fyrir hönd aðildarfélaga, sem eru um 60 talsins víðsvegar um land, að bjóðast til að standa fyrir víðtæku atvinnuátaki í samstarfi við sveitarfélög og skógræktarfélög um land allt.
Félagið og aðildarfélög þess stóðu fyrir Atvinnuátaki á árunum 2009-2012 með góðum árangri sem skapaði hundruð uppbyggilegra starfa við ýmiskonar umhirðustörf í skógum landsins, uppbyggingu svæða, gróðursetningu, stígagerð, grisjun og margt fleira.
Núverandi ástand kallar á samstilltar aðgerðir og verkefni sem færa okkur betra nærumhverfi og veita fjölmörgum ungmennum áhugaverð og gagnleg tækifæri til þess að starfa úti í íslenskri náttúru í tvo til þrjá mánuði. Tilhögun atvinnuátaksins gæti verið með svipuðum hætti og gafst svo vel fyrir um 8 árum. Gerður yrði þríhliða samningur milli Skógræktarfélags Íslands, skógræktarfélags á hverjum stað fyrir sig og viðkomandi sveitarfélags. Skógræktarfélögin leggðu fram tillögur að umhverfis- og skógræktarverkefnum á svæðum sínum og áætlun um fjölda mannmánaða. Framlag sem Skógræktarfélag Íslands hefur nú sótt um til ríkisins, kr. 70 milljónir, stæði straum af kostnaði við efni, aðstöðu og fólksflutninga upp að ákveðnu marki. Sveitarfélögin réðu starfsmenn og greiddu þeim laun. Sveitarfélög eiga þess kost að ráða fólk af atvinnuleysisskrá til starfa og gætu þá sótt um mótframlag til launagreiðslna í atvinnuleysistryggingasjóð.
Með þessum hætti væri hægt að skapa fjölmörg störf með litlum tilkostnaði.
Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Dagskrá:
Vegna Covid-19 verða engar veitingar að loknum fundinum. Af sömu ástæðu verður ekki haldið erindi á fundinum eins og venjan er. Farið verður eftir 2 m reglunni og verður spritt á staðnum.
Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 11. maí kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf:
Kosning fundarstjóra
Skýrsla stjórnar 2019
Reikningar félagsins 2019
Ákvörðun um félagsgjöld 2020
Stjórnarkjör:
Kosning þriggja aðalmanna
Kosning þriggja varamanna
Kosning vara skoðunarmanns reikninga
Kosning heiðursfélaga Skógræktarfélags Garðabæjar
Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins
Gætum þess að halda tveggja metra regluna – nóg pláss!
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar
Vigdís Finnbogadóttir fagnar í dag 90 ára afmæli sínu og óskar Skógræktarfélag Íslands henni hjartanlega til hamingju með stórafmælið!
Vigdís hefur verið einn ötulasti talsmaður skógræktar og landgræðslu hérlendis, bæði í forsetatíð hennar og síðar. Fyrir framlag sitt til skógræktar var Vigdís gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands árið 1984 og hefur hún ávallt sinnt félaginu mjög vel – verið reglulegur gestur á aðalfundum þess og mætt til þeirra viðburða og verka sem félagið hefur óskað eftir, ávallt með ljúfri lund. Má skógræktarhreyfingin hérlendis sannarlega þakka fyrir að eiga slíkan liðsmann.
Skógræktarfólki um allt land sem vill gleðja og heiðra Vigdísi á þessum tímamótum er bent á Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar https://vigdis.hi.is/stofnunin/styrktarsjodur/ en Vigdís er formaður sjóðsins og hefur verið frá upphafi. Vigdís hefur oft látið þess getið að Stofnun Vigdísar og starfsemi hennar sé henni afar hugleikin.
Þess má til gamans geta að Vigdís og Skógræktarfélag Íslands eru jafnaldrar, en félagið fagnar 90 ára afmæli þann 27. júní næst komandi.
Vigdís Finnbogadóttir við gróðursetningu í Borgarnesi árið 2015, en það ár var efnt til gróðursetninga um land allt í tilefni þess að þá voru 35 ár frá því að hún var kosin forseti (Mynd: RF).
Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Dugar það fræ sem fæst á þessu vori aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar næsta ár. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum ‘Hrym’, sem Skógræktin framleiðir, er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár.
Árlegur þemadagur Nordgen verður nú haldinn á netinu og verður erindum á honum streymt miðvikudaginn 1. apríl, kl. 8-12 að íslenskum tíma. Áhugasamir verða að skrá sig og fá þá sendan tengil til að horfa. Skráningarfrestur er til 30. mars. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna á:
https://nibio.pameldingssystem.no/nordgen-skog-temadag#/form
Hilmar Kristjánsson ver meistararitgerð sína í skógfræði er nefnist „Áhrif blöndunar trjátegunda og gróðursetningaraðferða á lifun og vöxt 15 ára skógar á Suðurlandi“
Leiðbeinendur Jóns Hilmars voru dr. Páll Sigurðsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor í skógfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri samhæfingarsviðs hjá Skógræktinni.
Í ljósi aðstæðna fer vörnin fram á internetinu, í gegnum Zoom fjarfundabúnað, kl. 13 föstudaginn 27. mars 2020.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – lbhi.is
Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.
Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri, Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.
Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni. Með þessu bréfi er óskað eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið varða. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.
Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:
1) Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.
2) Verknámsstaður ársins => Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2020, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.
3) Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.
Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 9. apríl 2020 á netfangið bjorgvin@lbhi.is.
Þar sem skrifstofuhúsnæði Skógræktarfélags Íslands verður vatnslaust stærsta hluta dags þriðjudaginn 10. mars verður takmörkuð viðvera starfsfólks á skrifstofunni. Ef þið eigið erindi á skrifstofuna vinsamlegast hringið á undan í síma 551-8150 til að athuga hvort einhver sé á staðnum.
Nýlegar athugasemdir