Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Tré ársins 2022

Með Fréttir

Tré ársins verður formlega útnefnt mánudaginn 12. september kl. 16. Að þessu sinni er um að ræða sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri.  Athöfnin fer fram vestan við Systrafoss.

Dagskrá:

  • Tónlist. Hjónin Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps og Teresa Zuchowicz
  • Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
  • Mæling á Tré ársins
  • Ávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Afhending viðurkenningarskjala
  • Ávarp: Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri

Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Allir velkomnir!

 

Styrktaraðili Tré ársins er Lambhagi ehf.

Skógræktarfélag Eyfirðinga: Sveppaganga

Með Fréttir

Mánudaginn 25. júlí kl. 17:30 mun Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir sinni árlegu sveppagöngu sem að þessu sinni fer fram í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal. 70 ár eru frá því skógrækt hófst á Miðhálsstöðum og mun sagan verða rakin í kaffipásunni.

Guðríður Gyða, sveppafræðingurinn okkar, fræðir gesti um neðanjarðarhagkerfi skóganna ásamt því hvernig greina skuli og meðhöndla helstu matsveppi. Þátttakendur safna sveppum í skóginum og fá greiningu á þeim, markmiðið er að óvanir geti stundað örugga sveppatínslu og lengra komnir bætt við þekkingu sína.

Göngufólk mæti með hníf, körfu og stækkunargler (nú eða bara skástu gleraugun) og fjölnota mál fyrir ketilkaffið.

Sé ekið að félagsheimilinu Melum í Hörgárdal munu vegvísar leiða fólk að bílastæði skógarins þar sem gangan hefst.

Líf í lundi 2022

Með Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins nú um helgina. Í boði eru fjölbreyttir viðburðir víða um land:

 

Skógardagurinn mikli, 24. júní kl.18:00 og 25. júní kl. 12:00-16:00

Gróðursetning í Úlfarsfelli 25. júní kl. 10:00-15:00

Samvera í Seljadalsskógi, 25. júní kl. 11:00

Skógardagur í Álfholtsskógi, 25. júní kl. 11:00-16:00

Skógarganga í Fossselsskógi, 25. júní kl. 14:00-16:00

Fjölskyldudagur í Höfðaskógi, 25. júní kl. 14:00-17:00

Hátíð í Bolholtsskógi, 25. júní kl. 16:00

Skógarblót í Öskjuhlíð, 25. júní kl. 21:00

Fuglaskoðun í Hánefsstaðaskógi, 26. júní kl. 13:00-16:00

Gróðursetning í Guðmundarlundi, 27. júní kl. 17:00

Skógardagur í Slögu, 27. júní kl. 18:00

 

 

Nánari upplýsingar um einstaka viðburði er að finna á Skógargátt (www.skogargatt.is) og á Facebook (https://www.facebook.com/lifilundi/).

Gróðursetning í Vinaskógi

Með Fréttir

Fimmtudaginn 2. júní gróðursettu nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi 55 trjáplöntur í Vinaskógi við Þingvelli, í samstarfi við umboðsmann barna, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóð.

Tilefni gróðursetningarinnar var barnaþing sem fyrst var haldið í nóvember 2019 og í annað sinn í mars á þessu ári. Umhverfismál eru börnum afar hugleikin og var mikil áhersla lögð á þau málefni í umræðum á báðum barnaþingum. Markmið gróðursetningarinnar er að binda kolefni á móti losun tengdri ferðum barnaþingmanna og sérstaklega þeirra sem komu lengst að, í samræmi við áherslur barnaþingmanna á umhverfis- og loftslagsmál og umhverfisvæna samgöngumáta.

Til Vinaskógar var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins árið 1990 og átti frú Vigdís Finnbogadóttir hugmyndina að honum og er hún verndari hans. Hún er jafnframt verndari barnaþings og því vel við hæfi að velja Vinaskóg til gróðursetningarinnar nú. Allir nemendur Kerhólsskóla tóku þátt í gróðursetningunni ásamt starfsfólki umboðsmanns barna. Sævar Helgi Bragason flutti börnunum og öðrum viðstöddum hugvekju um umhverfis- og náttúruvernd og endaði gróðursetningin á hressingu í boði umboðsmanns barna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu Vinaskógar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2022

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn fimmtudaginn 9. júní n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf
2.  Önnur mál.

Gestur fundarins verður Hreinn Óskarsson sviðstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Skógræktarfélag Íslands undirritar samstarfsyfirlýsingu við Kötlu Jarðvang

Með Fréttir

Skógræktarfélags Íslands og Katla Jarðvangur, undirrituðu samstarfsyfirlýsingu miðvikudaginn 4. maí er lýtur að því að efla og auka áhuga sveitarfélaga á Suðurlandi á skógi og skógrækt. Unnið verður með Skógræktarfélagi Mýrdælinga, Skógræktarfélaginu Mörk og Skógræktarfélagi Rangæinga að því að vekja athygli á mikilvægi gróðursetningar trjáplantna sem hluta af baráttunni við loftslagsbreytingar, að fræða og virkja yngri kynslóðir og stuðla að sjálfbærri náttúruferðamennsku á Suðurlandi. Er þetta hluti af Skógarfólk verkefninu hjá Skógræktarfélagi Íslands, sem snýst um að styrkja tengsl Skógræktarfélags Íslands við aðildarfélög sín og tengsl félaganna við nágrenni sitt og auka veg skógræktar í íslensku samfélagi. Undirrituðu fulltrúar allra aðila undir samstarfsyfirlýsinguna.

Fulltrúar samstarfsaðilanna að undirritun lokinni. F.v. Elisabeth Bernard, verkefnastjóri samvinnuverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands; Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands; Þorsteinn Jónsson, ritari Skógræktarfélags Rangæinga; Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs; Sigurgeir Már Jensson, formaður Skógræktarfélags Mýrdælinga og Jón Þorbergsson, formaður Skógræktarfélagsins Merkur.