Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Safnanótt: umhirða garðverkfæra

Með Fréttir

Föstudaginn 3. febrúar er Safnanótt. Þá býðst gestum og gangandi að koma í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18-19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra.

Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verða á staðnum til að kenna handtökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst.

Gefðu gömlu klippunum þínum nýtt líf með því að mæta með þær í garðskála Grasagarðsins á Safnanótt.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn stendur fyrir námskeiðum í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sama hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við þekkingu sína á meðferð og umhirðu saga.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi dagana 24.-26 janúar og á Tálknafirði 17.-19. febrúar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans – https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid

Skjótum rótum og kaupum Rótarskot!

Með Fréttir

Eins og undanfarin ár verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu nú fyrir áramótin. Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna, sem mikið hefur mætt á nú í desember, og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/vorur/rotarskot

Seinna tölublað Skógræktarritsins 2022 er komið út

Með Fréttir

Annað tölublað Skógræktarritsins er nú komið út og í dreifingu til áskrifenda. Ritið er eina tímaritið á Íslandi sérstaklega tileinkað skógrækt og því aðal vettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni Skógræktarritsins er því mjög fjölbreytt.

Að þessu sinni má finna í ritinu umfjöllun um Tré ársins 2022, sem er fyrsta tréð í langan tíma til að ná 30 m hæð hér landi, um skjólbelti og áhrif þeirra á nærviðri og plöntuvöx, um skógrækt á „vonlausum“ svæðum, um lagaumhverfi skógræktar hvað lausagöngu búfjár varðar, um skógræktarferð til Marokkó, um aðalfund Skógræktarfélags Íslands og hugvekju um samspil trjágróðurs og mannfólks, auk yfirlits yfir helstu tölur skógræktar ársins 2021 og minningagreinar.

Frekari upplýsingar um ritið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: http://www.skog.is/skograektarritid/

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum 19.-23. desember kl. 11-16. Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 19.-23. desember kl. 12-17. Sjá: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur á Lækjartorgi 19.-22. desember kl. 16-20. Sjá: https://www.heidmork.is

Nánari upplýsingar einnig á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Jólatrjáasölur hjá skógræktarfélögum helgina 17. – 18. desember

Með Fréttir

Það eru þó nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina. Með því að kaupa af skógræktarfélögunum styrkir þú útivistarskóga félaganna!

 

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá : https://www.skogak.com/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga, í Gunnfríðarstaðaskógi á laugardaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá : https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 11:30-15:30. Sjá: https://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18, til 23. desember. Sjá nánar: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, á laugardaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagrangaeinga

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi báða dagana kl. 14-18. Sjá naánar: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms, í Grensás á laugardaginn kl. 11:30-14. Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

 

Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Jólatrjáasölur hjá skógræktarfélögum helgina 10. – 11. desember

Með Fréttir

Það eru nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18. Sjá nánar: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð. Opnunarhátíð verður laugardaginn 10. desember kl. 13. Opið um helgar kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, í Haga sunnudaginn kl. 10-13.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá nánar: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi báða dagana kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi á laugardaginn kl. 11:30-14. Sjá nánar: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 11-15. Sjá nánar: https://skogkop.is/

Nánari upplýsingar einnig á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Fjölskynjunarsýning „Konurnar sem planta trjám“ 2.-20. desember

Með Fréttir

Þann 2. desember opnar sýningin „Konurnar sem planta trjám“ í samstarfi Skógræktarfélags Íslands við bandarísku sjónlistakonuna Christalenu Hughmanick (www.christalenahughmanick.com/) og Alliance Francaise í Reykjavík (www.af.is/).

Í ágúst 2021 hóf Skógræktarfélag Íslands samstarf við Christalena Hughmanick um sérstakt verkefni sem tengir saman list og skógrækt, það að leiðarljósi að færa heim skógræktar til almennings með listsköpun. Tilgangur verkefnisins var að beina kastljósinu að þeim konum sem hafa verið og eru enn að taka  þátt í skógræktarstarfi undir forystu skógræktarfélaga á Íslandi frá 1930, fá þær til að deila sjónarhorni sínu og sýna hvernig þær umgangast skógana daglega.

Áherslan var lögð á að skoða Norðurland. Þetta svæði varð ekki aðeins fyrir valinu vegna fjölda gamalla og nýrra skóga á svæðinu heldur einnig vegna þess að fjögur sjálfboðaliðafélög skógræktarfélaga á svæðinu og stærsta trjágróðrarstöð landsins á Akureyri eru öll í umsjá kvenna.

Markmiðið var að skilja hvað það er sem tengir fólk við skógana í kringum þá. Í verkefninu er því gerð grein fyrir hvernig skógar endurspegla sameiginlegan metnað til að takast á við umhverfisvanda og bæta lífsskilyrði á Íslandi í næstum heila öld. Christalena Hughmanick tók upp náttúruhljóð eins og vind sem blæs um tré og safnaði ævisögum kvenna frá Norðurlandi og fleiri. Hún stýrði einnig miðlunarsamkomu í hjarta Kjarnaskógar ásamt konum úr skógræktarfélögum Ólafsfjarðar og Eyjafjarðar, en í tilefni hennar gátu þær hist og tengst náttúrunni saman með því að virkja öll skilningarvit sín. Viðburðurinn var tekinn upp og hægt er að hlusta á hann á Youtube: www.youtube.com/watch?v=4tMIfDsru-c.

Christalena mun á sýningu sinni kynna niðurstöðu þessara rannsókna. Hún mun gefa út stafræna plötu með viðtölum við nokkrar af þeim konum sem hún hefur kynnst auk náttúruhljóða sem hún hefur tekið upp. Þar verða viðtöl og ljósmyndir af ferðum hennar árið 2021 til sýnis meðan á sýningunni stendur. Titill sýningarinnar er innblásinn af „Maður skógarins (Maðurinn sem gróðursetti tré)“, stuttri ritgerð Jean Giono sem hann skrifaði árið 1953 um Elzéard Bouffier, sauðfjárbónda sem tekur sér fyrir hendur að gróðursetja eikar-og birkitrjáa í frönsku fjöllunum í Provence og kynnir –á fallegan hátt -þær samfélagslegu og umhverfislegu umbætur sem hafa áttáttu sér stað í gegnum árin fyrir litla fjallasamfélagið. Saga sem minnir um margt á sögu íslenskrar skógræktar á 20. öld.

Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 2. desember 2022, kl. 6:30, í Alliance Francaise, Tryggvagötu 8, 2. hæð. Christalena Hughmanick mun kynna verk s

ín, myndirnar og albúmið fyrir gestum og lesa úrdrátt útdrátt úr „Maður Skógarins“ á íslensku, frönsku og ensku. Viðburðinn á netinu má finna á Facebook hér:

https://www.facebook.com/events/863001364879565/863001388212896/?ref=newsfeed

Christalena Christalena Hughmanick mun einnig halda „cyanotype“ blásýruviðburð  vinnustofu í Alliance Francaise þar sem kennd verða notkun náttúrulegra litarefnai og vistprent á vefnað með skógarefniefniviði úr skóginum. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 3. desember næstkomandi frá kl. 11 til 15. Hægt er að skrá sig hér á vinnustofuna:

https://www.eventbrite.com/e/atelier-cyanotype-tickets-470926924107?fbclid=IwAR03PN61jbuFQlartD–ZwR2lNUXVUg9xqYbd485c0oGzzpyfm7kR0gLwyk

Hún mun svo halda sig til að taka á móti gestum til klukkan 6 til að svara spurningum um verk sín og sýninguna.