Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn í Stúkuhúsinu mánudaginn 31. mars 2025 kl. 18.
Dagskrá
1) Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2) Fundargerð síðasta aðalfundar.
3) Ársskýrsla félagsins 2025.
4) Reikningar 2025.
5) Tilllaga um félagsgjald.
6) Lagabreytingar – engin tillaga hefur borist.
7) Kosningar.
Fundarhlé – Veitingar
8) Önnur mál – m.a.helstu verkefni félagsins. –
Verkefnaskrá
- Gróðursetning
- „Moldarflag“ við Gáma í Slögu. Gróðursetning, sáning grasfræja o.fl.
- Nýja uppeldis- og athafnasvæðið í Slögu
- Samkomugámur í Slögu. Innréttingar, frágangur
- Framkvæmdir – m.a. stígagerð
- Líf í lundi
- Aðrar samkomur og gönguferðir – hvernig er best að ná til fólks, kynna félagið og fá til þátttöku?
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Gengið inn frá Strandgötu.
Kl. 20.00 – 20.50
- Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffihlé
Kl. 21.10 – 21.45
- Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Rauða genið og kynbætur birkis“.
Sjá nánar á heimasíðu félagsins: skoghf.is og fésbókarsíðu.
Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands verður lokuð dagana 25. – 28. mars, þar sem starfsfólk verður á Fagráðstefnu skógræktar 2025 á Hallormsstað. Ef nauðsynlega þarf að ná í okkur má finna farsímanúmer hér á heimasíðunni.
Við mætum svo hress og full af nýjum fróðleik aftur á skrifstofuna mánudaginn 31. mars.
Garðyrkjuskólinn býður upp á margvísleg námskeið fyrir skógræktarfólk og aðra ræktendur. Má sérstaklega benda á námskeið um trjáfellinga og grisjun með keðjusög sem haldið verður á Reykjum í Ölfusi nú í maí.
-
Hefðbundin aðalfundarstörf
-
Önnur mál
Garðyrkjuverðlaun ársins verða veitt samkvæmt venju á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem nú er starfræktur undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands, FSu. Með verðlaunaveitingunni vill Garðyrkjuskólinn – FSu heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar hverju sinni að ákveða það.
Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Örn Eggertsson, brautarstjóri skógar og náttúru, Guðríður Helgadóttir, fagstjóri garðyrkjunáms og Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.
Það er skólanum kappsmál að sem flestir komi að því að benda á þá aðila sem kemur til greina að heiðra með garðyrkjuverðlaununum. Með þessu bréfi er óskað eftir tilnefningum í þá þrjá flokka sem taldir eru upp hér fyrir neðan. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.
Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:
- Heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati atvinnulífsins og skólans.
- Verknámsstaður ársins. Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2025, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.
- Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar. Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.
Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi þriðjudaginn 8. apríl 2025 á netfangið boe@fsu.is
Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga, á Alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars.
Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Markmið með afhendingu þeirra er að hvetja skógræktarfólk til áframhaldandi starfa og vekja athygli á því margþætta góða skógarstarfi sem unnið er að um land allt.
Kallað var eftir tilnefningum að verðlaununum í janúar. Alls bárust tilnefningar að 20 aðilum og valdi dómnefnd úr þrjá aðila til kosninga á vef. Niðurstaða kosninga var sú að Pálmar Örn Guðmundsson, formaður Skógræktarfélags Grindavíkur, fékk flest atkvæði og hlýtur því verðlaunin í ár.
Hófst athöfnin á ávarpi Ásrúnar Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, sem bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá stöðu mála í bænum. Því næst tók Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökunum við og afhenti Pálmari verðlaunin formlega. Fékk Pálmar sem verðlaunagrip til eignar tvær fallegar skálar úr íslensku birki, sem gerðar eru af handverksmanninum Trausta Tryggvasyni, sem einnig er fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Stykkishólms.
Pálmar hefur á eigin spýtur unnið mikilvægt og óeigingjarnt kynningarstarf í þágu skógræktar á Íslandi með Youtube-rás sinni Skógurinn, þar sem hann hefur fjallað um ýmsa þætti skógræktar – einstaka trjátegundir, skóga og skógræktaraðila, svo sem gróðrarstöðvar. Þrátt fyrir að heimabærinn hans og skógar Skógræktarfélags Grindavíkur hafi skemmst vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga undanfarin ár, þá hefur hann ekki látið deigan síga. Öll vinna við myndböndin er unnin af honum einum án aðkomu annara. Með sinni einlægu og smitandi ástríðu fyrir skógum og náttúru, kveikir Pálmar áhuga hjá hverjum þeim sem uppgötvar myndböndin hans og er sérlega lofsvert hvað hann hefur verið duglegur að setja enska texta við myndböndin, svo fleiri geti notið þeirra.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands (búgreinadeild skógarbænda).
Pálmar Örn Guðmundsson, handhafi Hvatningarverðlauna skógræktar 2025. Mynd: EB
Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 verða veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga á alþjóðlegum degi skóga, 21. mars, og hefst athöfnin kl. 17.
Er þetta í annað sinn sem verðlaunin verða afhent, en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Markmið með afhendingu þeirra er að hvetja skógræktarfólk til áframhaldandi starfa og vekja athygli á því margþætta góða skógarstarfi sem unnið er að um land allt.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands (búgreinadeild skógarbænda).
Um alþjóðlegan dag skóga, 21. mars
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti 21. mars alþjóðlegan dag skóga á sínum tíma til að vekja athygli á mikilvægi hvers kyns skóga og trjáa utan skóglendis. Skógar hafa verið ofarlega í allri alþjóðlegri umræðu frá því að heimsmarkmiðin til 2030 um sjálfbæra þróun voru sett og Parísarsamkomulagið samþykkt.
Árlega ákveður CPF, samstarfsvettvangur ríkja heims um skóga, sérstakt þema eða yfirskrift fyrir alþjóðlegan dag skóga. Með því að helga daginn að þessu sinni skógum og næringu er vakin athygli á því hversu miklu máli skógar heimsins skipta í því að afla næringar fyrir heimsbyggðina og fyrir lífsafkomu fólks. Auk þess að vera uppspretta fæðu, orku, tekna og starfa skapa skógar næringarríkan jarðveg, stuðla að framboði á hreinu vatni og fóstra fjölbreytt lífríki og búsvæði tegunda, þar á meðal frjóbera sem sjá um að fræva nytjaplöntur.
- Myndband um alþjóðlegan dag skóga 2025
- Vefur alþjóðlegs dags skóga
- Um alþjóðlegan dag skóga á vef Sameinuðu þjóðanna
Gleðilegan alþjóðlegan dag skóga!
Mánudagskvöldið 24. mars kl. 20 býður Skógræktarfélag S-Þingeyinga til erindis í Breiðumýri þar sem Úlfur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, fjallar um Skógarkolefni og loftslagsmálin.
Fyrirlesturinn er ætlaður öllum er hafa áhuga á skógrækt, sem og skógarbændum og ræktendum.
Allir velkomnir.
Nýlegar athugasemdir