Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu núna síðustu dagana fyrir jól eru:
 

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum dagana 21.-23. desember, kl. 11-16.

Björgunarsveitin Brák, í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar, er með jólatrjáasölu á Frumherjaplaninu í Borgarnesi dagana 21.-23. desember kl. 17-21.

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Þöll er opin 21.-22. desember, kl. 10-18 báða dagana. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/


Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 19.-20. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (19.-20. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 20. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 19-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi laugardaginn 19. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 19.-20. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Grafarkoti sunnudaginn 20. desember kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti laugardaginn 19. desember, kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Brák.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 19.-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi við Grundarfjör helgina 19.-20. desember, kl. 13-15 á laugardeginum og kl. 13-16 á sunnudeginum.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 19.-20. desember, kl. 10-18.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 20. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 20. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 19.-20. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 12.-13. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 12.-13. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 13. desember kl. 11-15 og í Grafarkoti sama dag kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 12.-13. desember, kl. 11-15. 

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 12. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 12.-13. desember, kl. 10-18. Sjá nánar á heimasíðu félagsins –http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í teig ofan Bræðratungu laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 12.-13. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Sjálfboðaliðadagur

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður sunnudaginn næstkomandi, þann 27. september kl. 11.00 – 13.00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund við Hvaleyrarvatn, en það er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting er í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn, á hægri hönd þegar ekið er niður að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi.

Boðið er upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir og öll hjálp vel þegin.

Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skógræktarfólki í bænum. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 (Þöll), 894-1268 (Steinar framkvæmdastjóri) eða 849-6846 (Árni skógarvörður). Plöntur og verkfæri á staðnum.

Skógræktarfélagið Mörk: Skógardagur

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógardagur skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í Seglbúðum laugardaginn 29. ágúst kl. 13:30.

Mæting er við Seglbúðir þar sem byrjað verður á að skoða skógarreitinn þar, undir leiðsögn Guðrúnar og Jóns á Seglbúðum. Að því loknu verður farið að heimili þeirra, þar sem Skógræktarfélagið mun bjóða upp á hressingu í garðinum.

Garðurinn í Seglbúðum er með þeim elstu í Skaftárhreppi. Þar má sjá nokkur aldargömul tré.

Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

Njótum útivistar !

Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Höfðaskógi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í samstarfi við Íshesta, Vinnuskóla Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðina Þöll, stendur fyrir skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar í Höfðaskógi í Hafnarfirði, laugardaginn 25. júlí næst komandi.

Dagskrá:
Bænalundur, Höfðaskógi (skammt frá Þöll, Kaldárselsvegi)
• Kl. 14:00: Helgistund. Séra Kjartan Jónsson.
• Kl. 14:30: Ganga um Höfðaskóg og nágrenni með Jónatan Garðarssyni. Lagt af stað að lokinni helgistund. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.

Íshestar, Sörlaskeiði 26
• Kl. 16:00 – 16:30: Börnum boðið á hestbak í gerðinu við bækistöðvar Íshesta, Sörlaskeiði 26.

Þöll/Skógræktarfélag Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg
• Kl. 15:00: Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikkuna á hlaðinu við Þöll.
• Gjörningar og leikir fyrir börnin í boði ÍTH.
• Skógargetraun fyrir börnin í Þöll. Vinningshafar kynntir kl. 16:30.
• Komið með á grillið. Heitt í kolunum á hlaðinu við Þöll.
• Heitt á könnunni.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar), skoghf.is

Skógarleikar í Heiðmörk

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17.

Þar munu nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi leiða saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola. Búast má við miklum átökum og skemmtun í þessari hörkukeppni sem allir í fjölskyldunni ættu að hafa gaman að.

Jafnframt kemur skógarmaðurinn ógurlegi, Rick Sotil, á hátíðina og sýnir meðal annars fimi sína í að höggva í sundur boli með öxum. Sotil er Bandaríkjamaður af baskneskum ættum sem býr yfir margra ára reynslu á þessu sviði og er mikið að sjónarspil að fylgjast með honum handleika öxina. Hann keppir í skógargreinum víða í Bandaríkjunum og í Baskalandi, ennfremur er hann fyrrum heimsmeistari í þjóðaríþrótt Baska sem nefnis Jai Alai. Munu íslenskir skógarhöggsmenn etja kappi við hann í hefðbundnum keppnisgreinum baskneskra skógarmanna.

Kveikt verður upp í varðeldi og gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur og ketilkaffi. Þá munu skátar setja upp þrautabraut og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Það er því upplagt fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag í Heiðmörk og njóta í senn samveru, útivistar og skemmtunar skógarmanna.

Skógargreinar sem keppt verður í á Skógarleikum:
Axarkast – metralöngum kastöxum kastað í mark
Eldiviður klofinn – tímakeppni í að kljúfa eldiviðarkubba
Afkvistun trjábola – tímakeppni í afkvistun trjábola
Trjáfelling – tré fellt á hæl
Bolakapp – trjábol rúllað með priki
Trjábolir höggnir í sundur með öxum – Sýningargrein sem bandaríski skógarmaðurinn Rick Sotil sýnir ásamt fleirum.
Chingaruti – Lyftingar á tilsniðnum stokkum.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, í síma 864-4228.

Skógræktarfélag Fnjóskdæla: Útivistardagur á Hálsmelum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 27. júní klukkan 14:00 verður útivistardagur á Hálsmelum, Fnjóskadal hjá Skógræktarfélagi Fnjóskdæla.

Byrjað verður á því að snyrta tré og planta berjaplöntum. Klukkan 15:00 verður komið saman við nýtt áningarborð rétt norðan við þar sem ekið er niður að útvarpsendurvarpanum. Þar verða gróðursettar þrjár birkiplöntur í tilefnis þess að 29. júní verða liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti og 100 ár frá því konur hér á landi fengu kosningarétt. Þá verður kaffi, safi og kleinur á boðstólum og farið í leiki með börnum.

Stjórn Skógræktarfélags Fnjóskdæla

Skógræktarfélag Kópavogs: Hreinsunar- og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hreinsunar- og fræðsludagur verður í Hermannsgarði í Guðmundarlundi í Kópavogi fimmtudaginn 11. júní, kl. 17:00-20:30.

Það er ýmislegt sem þarf að gera, eins og að raka og hreinsa beð, skipta plöntum og spjalla saman. Hermannsgarður er samvinnuverkefni Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Kópavogs og Garðyrkjufélags Íslands, til minningar um Hermann Lundhold garðyrkjuráðunaut. Verkfæri verða á staðnum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er tilvalin leið fyrir félaga til að hittast og spjalla og bera saman bækur sínar. Fyrir félaga sem eru að stíga sín fyrstu spor í ræktun er þetta upplagt tækifæri til að læra til verka, skoða hönnun, staðsetningu og plöntuval. Athugið að hver og einn getur mætt þegar henni/honum hentar frá kl 17:00.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Leiðin í Guðmundarlund

Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund þá er hér lýsing af beinustu leiðinni frá Vatnsendavegi að Guðmundarlundi. Beygt er af Vatnsendavegi á hringtorgi inn á Markaveg og hann ekinn til austurs meðfram hesthúsahverfinu að austanverðu þar til komið er að götu sem heitir Landsendi. Þar er skilti sem vísar á Guðmundarlund en einnig er skilti við hringtorgið á Vatnsendavegi merkt Guðmundarlundi.

Á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs er loftmynd er sýnir leiðina – sjá www.skogkop.is