Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði verður haldinn laugardaginn 17. júlí við Hvaleyrarvatn og nágrenni. Að venju tekur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þátt.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar/Þöll v/Kaldárselsveg
kl. 14.00: Hugvekja í Bænalundi við Höfða. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir.
kl. 14.30: Skógarganga að lokinni hugvekju. Leiðsögumaður Jónatan Garðarsson.
kl. 14.30-16.00: Skógarhappdrætti fyrir yngstu kynslóðina.
Dregið úr réttum lausnum kl. 16.30.
kl. 16.00 – 17.00: Kaffiveitingar í Selinu, bækistöðvum félagsins.
 
Hestamiðstöð Íshesta
Kl. 15.00 – 16.00: Börnin á hestbak. Íshestar og Hestamannafélagið Sörli verða með hesta í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta og verður teymt undir börnum.
 
Hvaleyrarvatn – grill
Kl. 14.30-16.30: Hægt verður að grilla við bæjarskálann. Komið með gott á grillið.
 

Nánari upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í síma 555-6455.

70 ný störf í skógrækt

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, Magnús Gunnarsson frá Skógræktarfélagi Íslands (SÍ) og Jónatan Garðarsson frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar skrifuðu nýverið undir samning um atvinnuátak fyrir námsmenn tengt skógrækt. Mun þetta skapa störf fyrir sjötíu námsmenn í sumar.

„SÍ og samgönguráðuneytið hafa gert með sér samning um átaksverkefni á vegum SÍ sem miðar að því að skapa 220 ársverk við skógrækt og önnur tengd verkefni á árunum 2009-2011. Í þeim samningi er gert ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga að verkefninu. Ennfremur er gert ráð fyrir að verkefnið verði unnið í samvinnu við skógræktarfélög innan SÍ.
 
Samningurinn sem undirritaður var 25. júní er hluti þessa atvinnuátaksverkefnis og með honum taka SÍ og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar að sér að skipuleggja verkefni fyrir 70 námsmenn í 2 mánuði á landssvæðum Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar á árinu 2010, á tímabilinu júní til 30. september 2010.
 
Anna Sigurborg Ólafsdóttir þjónustu- og þróunarstjóri segir að nú þegar hafi 6o námsmenn óskað eftir vinnu við átakið. Er ljóst að mikil þörf er fyrir vinnu fyrir námsmenn en Vinnumálastofnun fór af stað með sérstakt átak fyrir námsmenn nú í vor og auglýsti 856 störf. Fékk Hafnarfjarðarbær þar af 22 ráðningarheimildir og er búið að ráða í þær stöður,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

Frétt og mynd af www.mbl.is

 

samningurhfmbl

F.v. Jónatan Garðarsson, Lúðvík Geirsson og Magnús Gunnarsson.

Heiðmörk 60 ára: Afmælisdagskrá í Heiðmörk 19.-27. júní

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í tilefni af 60 ára afmæli Heiðmerkur stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir fjölbreyttri afmælisdagskrá vikuna 19.-27. júní.

 

Dagur Staður Viðburður
19.06, kl. 16 Hjalladalur Gróðursetning og grillaðar pylsur á vegum Gámaþjónustunnar og Skógræktarfélags Reykjavíkur í Jólaskóginum.
19.06-20.06, kl. 10-17 Elliðavatn  Jurtir í skóginum. Kristbjörg Kristmundsdóttir og Hildur Hákonardóttir. Skráning í síma 861-1373
21.06, kl. 20  Elliðavatn Fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni frá Fuglavernd
22.06, kl. 20  Elliðavatn  Söguganga á bökkum vatnsins með Helgu Sigmundsdóttur.
22.06, kl. 18-22  Gamli salur  Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni. Skráning í síma 863-0380.
23.06, kl. 20  Elliðavatn  Ókeypis veiði og fræðsla um vatnið með Jóni Kristjánssyni.
24.06, kl. 20  Efst á Heiðarvegi  Gönguferð með Ferðafélagi Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur, sem endar á Torgeirsstöðum.
24.06, kl. 18-22  Gamli salur  Fjölskyldan tálgar í tré Ólafi Oddssyni. Skráning í síma 863-0380.
25.06, kl. 14-17  Elliðavatn  Afmælisráðstefna (sjá nánar að neðan).
25.06, kl.  21-01  Dropinn við Furulund  Tónleikar með Kríu Brekkan, Sólveigu Öldu og Boybandi. Rúta frá Lækjartorgi.
26.06, kl. 13-16  Vígsluflöt  Fjölskylduhátíð (sjá nánar að neðan).
27.06  Elliðavatn  Veiðidagur fjölskyldunnar. Ókeypis í vatnið allan daginn.

 

Dagskrá ráðstefnu:
14:00 Formaður setur ráðstefnu.
14:20 Verðmætamat Heiðmerkur – Daði Már Kristófersson og Kristín Eiríksdóttir
14:30 Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði – Bjarni Diðrik Sigurðsson
15:00 Hlé. Nýbakað kerfilsbrauð og silungur úr vatninu.
15:30 Deiliskipulag Heiðmerkur – Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson.
16:10 Framtíðarsýn – Lena Rut Kjartansdóttir og Helga Sigmundsdóttir.
17:00 Ráðstefnuslit.

 

Dagskrá fjölskylduhátíðar:
13:00 Formaður flytur ávarp.
13:10 Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré.
13:30 Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering)
Þrautabraut
Skógarleikir Helenu Óladóttur
Brasstríóið Masa
Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur
Lúpínuviðureign á milli fylkinga
Tréskurðarlistamenn að störfum

Gómsætar veitingar á góðu verði

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – www.heidmork.is

  

 

 

Skógardagur – listasýning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands mun Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og 5-6 ára krakkar í leikskólum Mosfellsbæjar halda skógardag og listasýningu laugardaginn 12. júní nk.

Hátíðin er haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg og hefst kl. 11.

Rauðhetta mun leiða sýningargesti um svæðið og sýna listaverk barnanna. Að því loknu verður tónlistaratriði, grillaðar pylsur og djús að drekka.

Allir eru velkomnir.

skmos-skogardagur

Nýr samningur um Hellisskóg

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nýr samningur Sveitarfélagsins Árbogar og Skógræktarfélags Selfoss var undirritaður í s.l. viku í blíðskaparveðri í Hellisskógi. Samningurinn kemur í stað eldri samnings um Hellisskóg og með honum er Skógræktarfélagi Selfoss falin öll umsjón með svæðinu, auk þess sem félagið sér um allar framkvæmdir í skóginum.
Lögð er áhersla á að á svæðinu verði byggt upp öflugt og fjölbreytt útivistarsvæði fyrir íbúa í Árborg og gesti og að aðgengi verði sem best.

Skógurinn er friðaður fyrir ágangi búfjár og lausaganga hunda er bönnuð þar.

Frétt af heimasíðu Árborgar – www.arborg.is

Trjáræktarstöðin Þöll opnar 15. maí

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Trjáræktarstöðin Þöll opnar aftur eftir vetrardvala laugardaginn 15. maí. Þöll hefur á boðstólum skrautrunna, garðtré, berjarunna, rósir, skógarplöntur, limgerðisplöntur, klifurrunna og margt fleira. Nær eingöngu er um eigin framleiðslu að ræða.

Þöll verður opin frá kl. 08.00 – 18.00 virka daga nema föstudaga er opið til kl. 20.00. Einnig er opið laugardaga frá kl. 10.00 – 18.00. Starfsfólk Þallar veitir ráðgjöf varðandi trjá- og skógrækt.

Þöll er við Kaldárselsveginn skammt frá Íshestum. Síminn er 555-6455. Veittur er 15% afsláttur af plöntum til félaga í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands.

Nánari upplýsingar um Þöll og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar má nálgast á www.skog.is/skhafn/

thollopnun

Þátttakendur á ráðstefnu um lýðheilsu í skógum skoða Trjáræktarstöðina síðast liðið haust. Eins og sjá má er ýmislegt í boði (Mynd: RF).

 

 

 

Sérlög um Heiðmörk?

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur nýverið var samþykkt að beina því til umhverfisráðherra að hann beiti sér fyrir lagasetningu um Heiðmörk, tilgang hennar og markmið, í samstarfi við eigendur og umsjónaraðila útivistarsvæðisins í Heiðmörk.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur, haldinn 7. apríl 2010, samþykkir eftirfarandi:

Heiðmörk er helsta útivistarsvæði höfuðborgarinnar og nágrannabyggðarlaga. Aðdráttarafl þess eykst í samæmi við aukna gróðursæld þar og á hverju ári fjölgar þeim sem þangað sækja. Kannanir sýna að árlega kemur fleira fólk í Heiðmörk en sækir heim sjálfan þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Þau atvik hafa orðið á allra síðustu árum sem benda eindregið til þess að framtíð þessarar náttúruperlu, sem útivistarsvæði fyrir almenning, sé ekki tryggð. Við því þarf að bregðast með þeim hætti sem dugir. Fundurinn samþykkir að félagið beiti sér fyrir því að sett verði sérstök lög um málefni Heiðmerkur með norska löggjöf um Oslóarmörk sem fyrirmynd. Jafnframt samþykkir fundurinn að beina því til umhverfisráðherra að taka frumkvæði til að ná þessu markmiði og leiða þá til samstarfs sem helst eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, til að sem sterkust samstaða geti náðst um málið.

Samþykkt samhljóða.

Hægt er að skoða lögin um Oslomarka á vefnum, einnig má finna almennar upplýsingar um Oslomarka á heimasíðu svæðisins.

Skógræktarfélag Reykjavíkur fær gjöf úr Minningarsjóði Páls Gunnarssonar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrir skömmu barst Skógræktarfélagi Reykjavíkur styrkur að upphæð 500.000 krónur úr Minningarsjóði Páls Gunnarssonar. Það voru systkini Páls heitins sem afhentu styrkinn líkt og undanfarin ár, þau Áslaug, Hallgrímur og Gunnar Snorri. Skógræktarfélag Reykjavíkur kann þeim bestu þakkir fyrir.

Í Heiðmörk er minningarlundur um Pál, Pálslundur, sem er vestan við Vatnsveituveg og vel merktur.

palsgjof
Minnisvarði um Pál Gunnarsson í Pálslundi (Mynd: Sk.Rvk. www.heidmork.is)