Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrsti Öskjuhlíðardagurinn

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrsti Öskjuhlíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri síðast liðinn laugardag. Tilefni hans var undirritun samkomulags um stofnun starfshóps sem móta á samstarf Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags íslands um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð með það að markmiði að styrkja svæðið sem náttúruperlu, útivistar- og kennslusvæði.
 
Formleg dagskrá hófst með því Jón Gnarr borgarstjóri setti hátíðina kl. 11 í Sólinni, aðalbyggingu Háskólans í Reykjavík. Því næst undirrituðu Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undir samkomulagið. Að því loknu tók hver viðburðurinn af öðrum við, en mörg hundruð manns mættu á hátíðina og skemmtu sér vel, enda veður eins og best varð á kosið.

Við Háskólann í Reykjavík sýnd Jón Gnarr borgarstjóri gestum hvernig ætti að búa til moltu, en hann hefur gert það á sínu heimili í áraraðir og Kristinn Þorsteinsson veitti ráðgjöf og fræðslu um fræsáning og vorverkin í garðinum. Nemendur HR og Listaháskólans sýndu gagnvirk listaverk, sem vöktu mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Rúmlega 60 manns tóku þátt í rathlaupsleik Vals og Heklu og mátti finna börn og fullorðna um alla Öskjuhlíð að reyna að fara uppgefnar brautir á sem skemmstum tíma.

Tvær fjölskyldugöngur voru farnar um Öskjuhlíðina undir leiðsögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings, Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts og Steinar Björgvinssonar skógfræðings. Gönguferðunum lauk við stríðsminjar í hlíðinni, þar sem ljóðalestur tók við. Í fyrri göngunni voru það ljóðskáldin Gerður Kristný og Þórarinn Eldjárn sem fóru með ljóð, en í þeirri seinni Vilborg Dagbjartsdóttir og Sigurður Pálsson.

Sjá mátti skógarmenn  grisja í skóginum og einnig var stór sög á svæðinu til að saga efniviðinn sem til féll í planka.

Í Nauthólsvíkinni bauð Hjálparsveit skáta í Kópavogi upp á siglingu með bátum sveitarinnar um Fossvoginn og nýttu fjöldi barna og fullorðinna tækifærið. Auk þess fóru nokkrir í sjóbað í Nauthólsvíkinni.

Opið hús var í Opið hús var í Barnaskóla Hjallastefnunnar þar sem nemendur sýndu gestum uppáhaldsstaðina sína í Öskjuhlíðinni.

Fjölbreytt tónlist var einnig í boði. HR-bandið hitaði upp fyrir hátíðina í byrjun dags, um hádegisbil tók Ragnar Bjarnason lagið ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni og í lok hátíðarinnar tróð Gleðisveit lýðveldisins upp.

Myndasyrpu frá hátíðinni má sjá á fésbókarsíðu Skógræktarfélags Íslands (hér).

oskjuhlid-undirskrift

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, skrifuðu undir samkomulag um samstarf (Mynd: RF).

oskjuhlidardagur

Boðið var upp á tvær skógargöngur með leiðsögn um Öskjuhlíðina (Mynd: RF).

Öskjuhlíðardagurinn á laugardaginn

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Öskjuhlíðardagurinn verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 7. maí. Tilefni þess er að þá verður undirritað samkomulag um stofnun starfshóps sem ætlað er að móta samstarf Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð með það að markmiði að styrkja svæðið sem náttúruperlu, útivistar- og kennslusvæði. Starfshópnum er ætlað að móta tillögur um verkefni með eftirfarandi markmið að leiðarljósi:

  • Skógur: Að auka fjölbreytni í skógrækt og bæta umhirðu skógarsvæðisins.
  • Fræðsla: Að efla fræðslu og þekkingu almennings á náttúru og sögu Öskjuhlíðar, meðal annars í gegnum fjölbreytt skólastarf í Öskjuhlíð.
  • Rannsóknir: Að efla fjölbreyttar rannsóknir á svæðinu, þar á meðal notkun þess.
  • Útivist: Að efla lýðheilsu með því að bæta aðstöðu í Öskjuhlíð til fjölbreyttrar útivistar og hreyfingar.
  • Skipulag: Að skoða mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins með tilliti til dvalarsvæða, stígatenginga o.s.frv.

Dagskrá:
Taktu þátt í ratleik í Öskjuhlíðinni, farðu í siglingu í Nauthólsvík, kynnstu Öskjuhlíðinni í skemmtilegum gönguferðum með leiðsögn, hlustaðu á Ragga Bjarna og Gleðisveit lýðveldisins, lærðu allt um vorverkin í  garðinum, að búa til moltu og farðu í sjósund í Nauthólsvík. Sjáðu stóra skógarsög að  verki, heimsæktu börnin í Barnaskóla Hjallastefnunnar og hlýddu á bestu ljóðskáld þjóðarinnar í skóginum í Öskjuhlíð.

Dagskrá og kort (pdf)


Rathlaup Heklu og Vals:
Rathlaupsfélagið Hekla og Knattspyrnufélagið Valur standa fyrir rathlaupi í Öskjuhlíðinni. Boðið verður upp á tvær hefðbundnar rathlaupsbrautir, langa og miðlungslanga. Brautirnar eru útbúnar stafrænum tímatökubúnaði frá SPORTident og geta þátttakendur valið að fara eina eða báðar brautirnar. Þá verður boðið upp á braut fyrir börn og fjölskyldur. Brautin er stutt og lögð þannig að auðvelt er að fara með barnavagna um hana.

Létt leið (pdf)

Miðlungs leið (pdf)

Löng leið (pdf)

Skógræktarfélag Íslands kannast ekki við að samráð hafi verið haft við félagið við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd.

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Umhverfisráðuneytið heldur því fram að samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag  Íslands við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd. Af því  tilefni vill Skógræktarfélag Íslands koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.

Þann 13. nóvember 2009 skipaði umhverfisráðherra nefnd til heildarendurskoðunar laga um náttúruvernd.  Fram kemur á heimasíðu Umhverfisráðuneytis þegar skipun nefndarinnar er tilkynnt  að „Nefndin skal skila umhverfisráðherra fullunnu frumvarpi fyrir 1. júní 2010 en skila stuttri áfangaskýrslu í lok mars 2010“. Þann 20. maí 2010 sendir þáverandi formaður nefndarinnar tölvupóst til framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Bréfið er stutt og almenns eðlis. Áfangaskýrslan fylgir ekki með bréfinu, né upplýsingar um störf nefndarinnar eða þá stefnubreytingu sem málið tók í meðförum hennar. Kallað er eftir ábendingum en eins og áður kemur fram fylgdu engin gögn eða upplýsingar bréfinu. Samkvæmt íslenskri orðabók merkir orðið samráð „sameiginleg ráðagerð“. Boð um að koma með almennar ábendingar á frumstigi í starfi lokaðrar nefndar flokkast ekki sem sameiginleg ráðagerð við hagsmunaaðila.  Það umsagnarferli sem nú er í gangi getur hins vegar flokkast sem samráð, háð því að nefndin taki fullt tillit til umsagnanna.

Þann 14. desember síðastliðinn tilkynnir Umhverfisráðuneytið að „drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum“ sé opið til umsagnar til 7. janúar.  Þar er gert opinbert í fyrsta skipti að í stað heildarendurskoðunar náttúruverndarlaga er framkomið tilbúið frumvarp til breytinga á nokkrum greinum laga um náttúruvernd.

Ef raunverulegt samráð hefði verið haft við Skógræktarfélag Íslands, þá hefði félagið sannarlega verið búið að koma áhyggjum á framfæri á fyrri stigum málsins. Það verður að teljast afar sérkennilegt að nefndin, sem hélt fjölda funda,  skuli ekki á þeim tíma hafa haft fyrir því að óska eftir umsögnum og athugasemdum hagsmunaaðila.  Þrátt fyrir að stefnu- og áherslubreyting hafi orðið á störfum nefndarinnar kom ekkert opinberlega frá nefndinni fyrr en þann 14. desember, þá sem fullmótað frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum. 

Skógræktarfélag Íslands er langt frá því að vera eini fulltrúi hagsmunaaðila sem kemur af fjöllum um meint samráð;  hið sama á við um ráðuneyti, stofnanir, hagsmunasamtök, félagasamtök og flesta er málið varðar, svo ekki sé talað um almenna borgara þessa lands. Fögur fyrirheit í skipunarbréfi nefndarinnar, um „ víðtækt samráð við alla hagsmunaaðila“ og að nefndin skuli „skilgreina hagsmunaaðila við upphaf starfsins og kynna þeim ferli samráðsins“ og þá væntanlega halda þeim upplýstum um störf nefndarinnar og vinna tillögur í fullri sátt við hagsmunaaðila, teljast því miður ekki annað en innantómt orðagjálfur.

Opinn jólaskógur í Garðabæ

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 18. desember var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og komið að því að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var í jólaskóginn, þar sem stórfjölskyldur komu og nutu saman útiveru og völdu sér jólatré.

Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Svo var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.

Skógræktarfélagið er mjög ánægt með hve þetta tókst vel og samstarfið við Rotaryklúbbinn.

Skógræktarfélag Garðabæjar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla.

smalaholt1

smalaholt2

(Myndir: Erla Bil Bjarnardóttir)

Jólatrjáasala hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í KAUPTÚNI 3 Í GARÐABÆ (gegnt IKEA)
Einnig tröpputré og eldiviður. Opið alla daga til jóla, virka daga frá klukkan 15 til 21 og um helgar frá 10 til 21. 

JÓLASKÓGURINN Í HEIÐMÖRK
Höggðu þitt eigið jólatré. Einnig tröpputré, eldiviður og hangandi jólatré á kostakjörum.
Jólasveinn á svæðinu, frítt kakó og piparkökur
OPIÐ ALLA HELGINA FRÁ KL. 11-16

JÓLAMARKAÐURINN E LLIÐAVATNI HEIÐMÖRK
Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum Elliðavatni. Hönnuðir og handverksfólk selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré.
OPIÐ UM HELGINA FRÁ KLUKKAN 11 TIL 17.

Nánari upplýsingar í síma 564 1770 og á (pdf).

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni – síðustu forvöð

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni heldur áfram og fer nú í hönd fjórða helgin. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemningu sem þar ríkir.

Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann,  tónlistafólk kemur fram með reglulegu  millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin um miðjan daginn og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur. Að þessu sinni mæta líka nokkrir björgunarhundar með Rústabjörgunarsveit frá Landsbjörgu. Á Hlaðinu verður síðan  Möndluristir og býður upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

 Vegna mikillar umferðar um síðustu helgi verður nú sérstök umferðarstýring á svæðinu til að létta gestum aðkomuna.  Opið klukkan 11-17 og allir velkomnir!

Hinn hefðbundni Jólaskógur í Hjalladal Heiðmörk  verður  síðan opinn meðan birtur nýtur,  bæði laugardag og sunnudag. Ætlaður þeim sem vilja saga sín tré sjálfir. Jólasveinar, kakó og piparkökur handa öllum.

Þá hefur Skógræktarfélagið opnað nýja Jólatrjáasölu í Kauptúni Garðabæ þar sem er opið til klukkan 21 á hverju kvöldi fram að jólum.  Stór og björt húsakynni þar sem í boði eru úrvals, nýhöggvin  íslensk jólatré.

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna síðustu helgi fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Þó nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré núna síðustu helgina fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu nú helgina fyrir jól. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (sjá hér).

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgina 18.-19. desember, kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum og Fjósum sunnudaginn 19. desember, kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 18.-19. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi og Reykholti, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, helgina 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgina 18.-19. desember, kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Garðabæjar
Smalaholti, laugardaginn 18. desember, kl. 12-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) helgina 18.-19. desember, kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg helgina 18.-19. desember, kl. 10-16. Einnig opið á virkum dögum 12-16. desember. 

Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember, kl. 12-15.
 
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Helgina 18.-19. desember á Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni, kl. 11-17 og í Hjalladal í Heiðmörk kl. 11-16. Einnig í Kauptúni 3 í Garðabæ alla daga fram að jólum, klukkan 15-21 virka daga og 10-21 um helgar.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði helgina 18.-19 desember, kl. 10-16.

Jólafjör hjá skógræktarfélögunum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðventan er líflegur tími hjá mörgum skógræktarfélögum. Undanfarin ár hafa skógræktarfélög um land allt tekið á móti fólki sem kemur í skógana til þess að velja og fella eigið tré, auk þess sem ýmis félög hafa selt felld tré, bæði beint og til smásöluaðila. Sum félög hafa líka boðið upp á ýmsan annan varning úr efniviði skógarins, en skógurinn nýtist til margs.

Hér á eftir má sjá smá sýnishorn af þeim viðburðum sem félögin standa fyrir.  Ef þið lumið á skemmtilegum myndum úr heimsókn í jólaskóga skógræktarfélaganna eru þær velkomnar í hópinn!

jolafjor01
Jólasveinarnir eru alltaf vinsælir meðal yngstu kynslóðarinnar (Mynd: RF).

jolafjor02
Gullfallegir kransar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor03
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður vinsælli með hverju árinu (Mynd: RF).

jolafjor04
Þessi sveinki er greinilega mjög fyndinn! (Mynd: RF).

jolafjor05
Falleg kertaskreyting úr fjölbreyttu hráefni skógarins hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor06
Hin sívinsælu tröpputré á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor07
Jólasveinn á krakkaveiðum… (Mynd: Einar Örn Jónsson).

jolafjor08
Hugguleg og vistvæn jólaskreyting hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor09
Það er gaman fyrir alla fjölskylduna að fara út í skóg og velja sér jólatré (Mynd: RF).

jolafjor10
Nóg að gera á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor11
Jólatrjánum pakkað í net til flutnings í Jólaskógi Skógræktarfélags Íslands í Brynjudal (Mynd: RF).

jolafjor12
Hringdans með jólasveinunum er alltaf skemmtilegur (Mynd: RF).

jolafjor13
Depill, tilfallandi móttökustjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands, á vaktinni í Jólaskóginum (Mynd: RF).

 

Jólaskógar skógræktarfélaganna

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú tvær seinustu helgarnar fyrir jólin – sjá svo nánar á jólatrjáavefnum (hér).

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum sunnudaginn 19. desember.

Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga
Haukafelli á Mýrum sunnudaginn 12. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu,  laugardaginn 11. desember og helgina 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Söndum, laugardaginn 11. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar

Skógræktarfélag Garðabæjar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Ísafjarðar
Seljalandi laugardaginn 11. desember.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 11. desember. 

Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur
Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum, Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember og  í Kauptúni, Garðabæ, alla daga fram að jólum.

Skógræktarfélag Skagfirðinga
Sunnudaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.

Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Íslands
Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.