Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Veðurguðirnir voru nokkuð mislyndir þessar helgar í desember sem hópar komu í heimsókn (gustaði dálítið stundum), en þar sem skógurinn er skjólgóður kom það ekki að sök og skartaði skógurinn hvítum jólasnjó allan tímann. Fengu gestir góðan göngutúr um skóginn í leit að rétta trén og yljandi kakó-sopa að leit lokinni. Einnig sást til nokkurra rauðklæddra og hvítskeggjaðra manna á ferð inn á milli…

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá „vertíð“ þessa árs í Brynjudal.

jolaskogur1

Jólatrénu pakkað í net (Mynd: RF).

jolaskogur2
Það er gott að fá sér kakó þegar komið er úr skóginum með tréð (Mynd:RF).

jolaskogur3
Börnin fá hollar og góðar mandarínur frá þessum jólasvein (Mynd: RF).

jolaskogur4
Það er alltaf vinsælt að fá mynd af sér með jólasveinunum (Mynd:RF).

jolaskogur5
Brugðið á leik með voffa (Mynd: RF).

jolaskogur6
Það er hægt að gera fleira en að velja sér tré í skóginum (Mynd: RF).

Dorrit Moussaief velur best skreytta jólatréð

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands hefur fengið fimm unga myndlistarmenn og hönnuði til að skreyta íslensk jólatré sem verða til sýnis á jólatrjáamarkaði skógræktarfélaga við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) sunnudaginn 18. desember. Þetta er gert til þess að gefa gestum og gangandi tækifæri til að kynnast nýstárlegum og frumlegum leiðum til að skreyta jólatré. Dorrit Moussaief forsetafrú mun síðan velja best skreytta tréð á sunnudaginn kl. 14. Listamenn/hönnuðir sem taka þátt í þessum viðburði eru: Hildur Yeoman og Daníel Björnsson, Inga Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sara Riel og Tinna Ottesen.

Tónlist, kakó og piparkökur í boði.

Allir velkomnir!

Jólatrjáamarkaður skógræktarfélaganna við Umferðarmiðstöðina (BSÍ)

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins, opnar jólatrjáamarkað við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) á morgun kl. 13. Þar verða seld íslensk jólatré af ýmsum stærðum og gerðum sem ræktuð eru á umhverfisvænan hátt í skógum félaganna. Jólatrjáasalan er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir félögin sem vinna ötult starf við uppgræðslu og skógrækt.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnar Jólatrjáamarkaðinn formlega. Jólasveinn kemur í heimsókn og tónlistarkonan Mr. Silla (sem kallar sig Jóla Sillu af þessu tilefni) leikur jólatónlist. Boðið verður upp á rjúkandi kaffi, kakó og piparkökur.

Allir velkomnir!

Opnunartími:
10.-20. desember kl. 12-20.
21.-23. desember kl. 12-22.

Trjátegundir í boði: stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.

 

Jólamarkaður á Elliðavatni opnar nú um helgina

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17.

Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum. Á Hlaðinu er fjöldi jólahúsa með úrvali af íslensku handverki og Möndluristir býður þar upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

Dagskrá Jólamarkaðarins um helgina:

Laugardagur 26. nóvember:
Kl. 12.00: Kór 3. og 4. bekkjar Norðlingaskóla syngur nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar tónmenntakennara. Hlaðið.
Kl. 13.00: Kristín Svava Tómadóttir les úr Skrælingjasýningunni. Gamli salur.
Kl. 14.00: Halla Þórlaug Óskarsdóttir les úr Agnari Smára -tilþrif í tónlistarskólanum. Rjóðrið
Kl. 15.00: Harmonikkuleikur: Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson. Gamli salur.
Kl. 14-15: Teymt undir börnum í hestagerði við bæinn. Íslenski hesturinn ehf.

Jólamarkaðurinn Elliðavatni á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17.

Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum. Á Hlaðinu er fjöldi jólahúsa með úrvali af íslensku handverki og Möndluristir býður þar upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

Dagskrá Jólamarkaðarins um helgina:
Laugardagur 26. nóvember:
Kl. 12.00: Kór 3. og 4. bekkjar Norðlingaskóla syngur nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar tónmenntakennara. Hlaðið.
Kl. 13.00: Kristín Svava Tómadóttir les úr Skrælingjasýningunni. Gamli salur.
Kl. 14.00: Halla Þórlaug Óskarsdóttir les úr Agnari Smára -tilþrif í tónlistarskólanum. Rjóðrið
Kl. 15.00: Harmonikkuleikur: Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson. Gamli salur.
Kl. 14-15: Teymt undir börnum í hestagerði við bæinn. Íslenski hesturinn ehf.

Sunnudagur 27. nóvember:
Kl. 13.00: Sigurður Pálsson les úr Bernskubók. Gamli salur.
Kl. 14.00: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir lesa úr Auði og gamla trénu –Jógabók fyrir börn. Rjóðrið.
Kl. 15.00: Harmonikkukombóið Smárinn. Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafur Briem, Jón Þór Jónsson og Eyrún Isfold. Gamli salur.
Kl. 13.00: Sigurður Pálsson les úr Bernskubók. Gamli salur.
Kl. 14.00: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir lesa úr Auði og gamla trénu –Jógabók fyrir börn. Rjóðrið.
Kl. 15.00: Harmonikkukombóið Smárinn. Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafur Briem, Jón Þór Jónsson og Eyrún Isfold. Gamli salur.

jolamarkadur

Jólaskógar skógræktarfélaganna

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Nánari upplýsingar um jólatrjáasölu einstakra félaga má nálgast á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).

Upplýsingar frá félögunum verða settar inn jafnóðum og þær berast.


Útsala á garðyrkju- og gróðurvörum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 29. október kl. 10:00-16:00 verður útsala á ýmsum garðyrkju- og gróðurvörum úr þrotabúi gróðrarstöðvarinnar Borgarprýði á Smiðjuvöllum 12-20, Akranesi, sem Skógræktarfélag Íslands keypti sl. vor.

Upplagt tækifæri fyrir þá sem stunda ræktun.

Helstu gróðurvörur:  Plöntubakkar og pottar af ýmsum gerðum og stærðum,  bæði fyrir sáningu og framræktun á grænmeti, runnum og trjám. Ýmsar gerðir af jarðvegsdúkum, þykkar básamottur og vatnsslöngur, ásamt nokkur hundruð fermetrum af steinhellum. Þá eru einnig til sölu til niðurrifs  bogagróðurhús.

Allar vörur staðgreiðist. Tekið er við greiðslukortum eða reiðufé.

Látið þetta tækifæri ekki úr hendi sleppa!

utsala-0kort

utsala-1

utsala-2

utsala-3

utsala-4

utsala-5

utsala-6

utsala-7

 

Trjámælingar – verðmæt tré hjá Skógræktarfélagi A-Húnvetninga

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður á ferðinni næstu 2 vikur við að mæla hæð og ummál á trjágróðri á sínu félagssvæði. Hvert er mesta tré svæðisins?

Einnig verður leitað að „merkistrjám“, þ.e. trjám sem eru sérstök á einhvern máta. Mælt var með því á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Höfn í Hornafirði að skógræktarfélög tækju saman skrá yfir merkileg og verðmæt tré á sínum félagssvæðum, til að stuðla að verndun þeirra vegna fræðslugildis, ferðamennsku og skipulagsgildis.

Óskað er eftir ábendingum.Hafið samband við Pál Ingþór í síma 865-3959 eða sendið upplýsingar á palliingthor(hjá)simnet.is

 

hrutey
Myndarleg grenitré í Hrútey (Mynd:RF).

Gróðursetningardagur í Vatnshlíð

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til gróðursetningardags á laugardaginn kemur, 17. september, í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn milli kl. 10.00 – 14.00. Félagið óskar því eftir sjálfboðaliðum en gróðursett verður í nýjan minningarreit um hjónin Hjálmar R. Bárðarson f.v. siglingamálastjóra og Else S. Bárðarson. Hjálmar var mikill áhugamaður um náttúru Íslands, ekki hvað síst fugla. Meðal annars verða gróðursettir berjarunnar, reynitré og fleiri tegundir sem hafa sérstakt gildi fyrir fugla. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Er það ósk félagsins að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessu uppbyggilega verkefni. Mæting er við Sandvíkina við Hvaleyrarvatn. Verkfæri verða á staðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455. 

Fjallagullregn valið tré ársins

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tré ársins er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar. Þetta er í fyrsta skipti sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu en þetta tiltekna tré þykir fyrirtaks dæmi um hvernig trjágróður getur vaxið og dafnað suður með sjó þrátt fyrir erfið skilyrði. Vonandi verður þessi útnefning öðrum Suðurnesjamönnum hvatning til dáða á þessu sviði.

Athöfnin hófst á því að lúðraflokkur lék nokkur lög í skugga gullregnsins. Því næst ávarpaði Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, gesti og veitti Sigrúnu Guðjónsdóttur, eiganda trésins, viðurkenningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ávarpaði einnig viðstadda og rifjaði meðal annars upp trjáræktartilraunir Duus-fjölskyldunnar í Keflavík fyrr á tímum.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

 

trearsins2011-1
Tréð í blóma (Mynd:Sigurður Bjarnason).

trearsins2011-2

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Sigurður Bjarnason, barnabarn  eigenda trésins og íbúi í húsinu, Sigrún Guðjónsdóttir, eigandi trésins og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (Mynd:Brynjólfur Jónsson).