Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni að þessu sinni og hefst næstu helgi. Allur undirbúningur stendur nú yfir af fullum krafti. Meðal þess sem þarf að vera til reiðu eru spírur sem skátarnir nota til að byggja allskonar hlið og þrautabrautir sem eru hluti af búnaði mótsins.
Bandalag íslenskra skáta samdi að þessu sinni við Skógræktarfélag Kópavogs um að útvega 500 spírur sem notaðar verða á mótsvæðinu. Skógræktarfélagi ð er að vinna að grisjun á Fossá í Kjós og í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands var svæði grisjað og skógarafurðirnar afhentar skátunum. Að verkefnin komu vinnuflokkar í atvinnuátaksverkefni hjá Skógræktarfélagi Kópavogs sem fengnir vorum með samningum milli félagsins, Skógræktarfélags Íslands og Kópavogsbæjar, með stuðningi Vinnumálastofnunnar.
Myndin er tekin af fulltrúa Bandalags íslenskra skáta að Fossá í Hvalfirði af starfsmönnum Skógræktarfélags Kópavogs við afhendingu spíranna.
Nýlegar athugasemdir