Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðalfundur Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðalfundur Skógræktarfélags Suður-Þingeyingar verður haldinn í Ýdölum, fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 20:30.

Að fundi loknum mun Ingi Tryggvason, Narfastöðum, rifja upp upphaf og þróun skógræktarmála í héraðinu.

Ekki missa af þeim gullmolum.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

 

Allir velkomnir!

 

Stjórn Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

merki-sthing

Hreinsunar – og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hreinsunar- og fræðsludagur verður í Hermannsgarði í Guðmundarlundi í Kópavogi fimmtudaginn 6. júní kl. 17:00 – 20:30.

Það er ýmislegt sem þarf að gera eins og að raka og hreinsa beð, skipta plöntum og spjalla saman. Hermannsgarður er samvinnuverkefni Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Kópavogs og Garðyrkjufélags Íslands til minningar um Hermann Lundholm garðyrkjuráðunaut.

Verkfæri verða á staðnum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er tilvalin leið fyrir félaga til að hittast og spjalla og bera saman bækur sínar. Fyrir félaga sem eru að stíga sín fyrstu spor í ræktun er þetta upplagt tækifæri til að læra til verka, skoða hönnun, staðsetningu og plöntuval.

Athugið að hver og einn getur mætt þegar henni/honum hentar frá kl 17:00.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Sjá nánar og leiðarlýsingu í Guðmundarlund á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Fuglaskoðun

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur 1. júní í tengslum við bæjarhátíðina„Bjarta daga“. Lagt verður af stað frá bækistöðvum félagsins og Þallar kl. 10:00. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455.

sk hafn fuglaskodun

Þúfutittlingur (Mynd: Björgvin Sigurbergsson).


Handverkssýning í Selinu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Viðarvinir verða með handverkssýningu á tálguðum, renndum og útskornum munum í Selinu, bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg, laugardaginn 18. maí, kl. 10:00-18:00. Gróðrarstöðin Þöll opnar aftur sama dag.

Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, s. 555-6455.

Minningarlundur um Útey

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, þann 17. maí næstkomandi, verður minningarathöfn í minningarlundi um fórnarlömbin á Útey og í Osló, en fyrstu trén í lundinn voru sett niður í júní í fyrra.

Lundurinn er staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Í lundinum verða átta reynitré, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland) og 77 birkitré – eitt fyrir hvern þann sem missti lífið í árásunum.

Hátíðardagskrá verður í Norræna húsinu fyrir athöfnina í lundinum og verður skrúðganga þaðan að reitnum. Athöfn þar hefst kl. 13:15. Dagskrá hennar er:
– Þorvaldur S. Þorvaldsson segir stuttlega frá tilurð lundarins.
– Kór frá Þrændalögum flytur lagið Til ungdommen, eftir Nordahl Grieg og Otto Mortensen.
– Dagur B. Eggertsson flytur ávarp, fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
– Sendiherra Norðmanna, Dag Wernö Holter, flytur lokaorð.
Skrúðgangan heldur svo áfram í messu í Dómkirkjunni.

Minningarlundurinn er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur, Norræna félagsins, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og Norræna hússins.

Myndlistarsýning í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta: Fálmar, Net, Op, Bönd og Barist um ljósið

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Barnamenningarhátíð bjóða til opnunar á myndlistarsýningu í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta kl.13:00

Listamennirnir eru Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Unndór Egill Jónsson og Sara Riel. Verkin eru öll sérstaklega gerð fyrir sýninguna og eru staðbundin. Munu þau fá að lifa áfram um ókomna framtíð.

Ferðalagið hefst við Elliðavatnsbæinn þar sem allir taka þátt í gerð listaverks.Síðan liggur leiðin í Vífilsstaðahlíðina þar sem gestir ganga í hávöxnum skógi milli listaverka sem leynast á mismunandi stöðum. Verkin taka á sig ýmsar myndir. Þau byggja bæði á þátttöku sýningargesta og örva sömuleiðis skynjunina á ólíkan hátt á ferðinni um skóginn.

Í miðri göngunni verður boðið upp á hressingu við lítinn varðeld.

Fólk á öllum aldri eru hjartanlega velkomin, en sérstaklega velkomin eru börnin!

Nánari upplýsingar:
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarvörður og sýningarstjóri: 856-0059 eða gustafjarl@heidmork.is
Sara Riel, myndlistarkona: 699-8126 eða sara@sarariel.com

 

sk rvk myndlist

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Boðað er til aðalfundar Skógræktarfélags Reykjavíkur 12. mars kl. 20. sem verður haldin í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 101, á fyrstu hæð (kjallari).

Dagskrá:
Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
Kosningar samkvæmt félagslögum.
Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
Önnur mál, sem fram eru borin.

Erindi:
Borgarskógar, framtíðarskipulag skógræktar í Reykjavík.
Fyrirlesarar: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Björn Traustason.