Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn fimmtudag 25. apríl, sumardaginn fyrsta að Þinghamri í Stafholtstungum. Formaður félagsins, Óskar Guðmundsson flutti skýrslu stjórnar- og starfsáætlun.. Laufey Hannesdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Líflegar umræður urðu á fundinum, um mikilvægi skógræktar í nútímanum og brýna þörf á aukinni ræktun skóga vegna umhverfisástands í heiminum.
Þá leiddi Ása Erlingsdóttir frá Laufskálum í skóginn við Varmaland og lýsti kennsluaðferðum og skemmtilegri nálgun við skóginn í kennslu: Listin að læra í og af skógi. námsumhverfið í skóginum. Fundarritari var Ragnhildur Freysteinsdóttir og fundarstjóri: Gísli Karel Halldórsson.
Stjórnin hélt fyrsta fund starfsárs eftir aðalfund – á laugardag (27. apríl) og skipti með sér verkum. Hlutverkaskipan er óbreytt frá fyrra ári: Meðstjórnendur eru Jökull Helgason og Pavle Estrahjer, ritari Ragnhildur Freysteinsdóttir, gjaldkeri Laufey Hannesdóttir og formaður Óskar Guðmundsson í Véum.
Nýlegar athugasemdir