Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fréttir, Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn fimmtudag 25. apríl, sumardaginn fyrsta að Þinghamri í Stafholtstungum. Formaður félagsins, Óskar Guðmundsson flutti skýrslu stjórnar- og starfsáætlun.. Laufey Hannesdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Líflegar umræður urðu á fundinum, um mikilvægi skógræktar í nútímanum og brýna þörf á aukinni ræktun skóga vegna umhverfisástands í heiminum.

Þá leiddi Ása Erlingsdóttir frá Laufskálum í skóginn við Varmaland og lýsti kennsluaðferðum og skemmtilegri nálgun við skóginn í kennslu: Listin að læra í og af skógi. námsumhverfið í skóginum. Fundarritari var Ragnhildur Freysteinsdóttir og fundarstjóri: Gísli Karel Halldórsson.

Stjórnin hélt fyrsta fund starfsárs eftir aðalfund – á laugardag (27. apríl) og skipti með sér verkum. Hlutverkaskipan er óbreytt frá fyrra ári: Meðstjórnendur eru Jökull Helgason og Pavle Estrahjer, ritari Ragnhildur Freysteinsdóttir, gjaldkeri Laufey Hannesdóttir og formaður Óskar Guðmundsson í Véum.

Skjótum rótum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Björgunarsveitirnar bjóða nú upp á nýja leið til að styrkja við hið öfluga og mikilvæga sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem það kaupir, eða vill ekki kaupa flugelda, er hægt að kaupa Rótarskot, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands á Hafnarsandi í Ölfusi, í svokallaðan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hugmyndin að þessum valkosti er komin frá Rakel Kristinsdóttur og kviknaði hún í kjölfar BS-ritgerðar hennar, Eldfimt efni, þar sem hún kannaði fjármögnun björgunarsveitanna með tilliti til skotelda.

Allur ágóðinn af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og eru sölustaðir hjá björgunarsveitum um allt land. Kaupandi fær umslag með skrauttré til að sýna að viðkomandi hafi styrkt verkefnið. Verð er frá 3.990 krónur.

Sjá umfjöllun á mbl.is og dv.is og Facebook-síðu verkefnisins.

Gleðileg jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru enn nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú síðustu daga fyrir jól. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum dagana 21. – 23. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga fram að jólum kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember, kl. 12-18 virka daga og kl. 10-16 um helgar.

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, föstudaginn 21. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði á Elliðavatni laugardaginn 22. desember og kl. 12-17 og í Jólaskógi á Hólmsheiði laugardaginn 22. desember kl. 11-16.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 15. – 16. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga, að Gunnfríðarstöðum á sunnudaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-6. Sjá einnig: http://www.skogarn.is/jolatrjaasalan-snaefoksstodum-2018/

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 12-16. Sjá einnig: http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og virka daga kl. 9-18. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Sjá einnig: https://sites.google.com/site/skogurmosi/

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholti laugardaginn kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 13-15:30.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 8. – 9. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre


Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-6. Sjá einnig: http://www.skogarn.is/jolatrjaasalan-snaefoksstodum-2018/

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og virka daga kl. 9-18. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð sunnudaginn kl. 10-16. Sjá einnig: https://sites.google.com/site/skogurmosi/

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 13-15:30.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

80 ára afmæli Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Borgarfjarðar fagnar 80 ára afmæli félagsins með afmælishátíð sunnudaginn 2. desember kl. 16:00, í salnum yfir Hátíðarsal Snorrastofu, héraðsskólahúsinu í Reykholti. Rakin verður saga félagsins, heiðraðir gamlir félagar og boðið upp á kaffiveitingar.

Sýningin Árið 1918 í Borgarfirði, sem sett hefur verið upp í Hátíðarsal Snorrastofu, er opin sama dag kl. 10:00-17:00.

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með myndasýningu frá ferð skógræktarfélaga til Spánar nú í október, þar sem meðal annars var farið í þjóðgarð í Pýrenea-fjöllunum. Myndasýningin verður mánudaginn 26. nóvember í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20:00.

Allir eru velkomnir á myndakvöldið, þar sem boðið verður upp á tertu í tilefni 30 ára afmælis Skógræktarfélags Garðabæjar.

skgbr-myndakvold