Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Fræðslufundur: Ræktun í kerjum og pottum – Skógur á svölunum

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs verður með fræðslufund þriðjudaginn 17. apríl, kl. 19:30. Þar mun Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, flytja erindi um ræktun í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum. Fyrirlesturinn nefnir Guðríður „Veggjatítlur á svölunum“.

Fundurinn er haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi, gengið inn frá Digranesvegi, um súlnainngang í vesturenda. Salur er á 3. hæð, lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.

Náttúrufræðistofnun – Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin

Með Fræðsla

Næsta Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 28. mars kl. 15:15 í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ.

Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindi sem nefnist Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar (hér).

Endurmenntun LbhÍ: Áhugaverð námskeið á næstunni

Með Fræðsla
Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að breyta sandi í skóg – endurheimt skóglendis
Haldið í samvinnu við Hekluskóga
Kennarar: Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Hekluskógum og Úlfur Óskarsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: Fös. 13. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 14. apr. kl 9:00-16:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (14 kennslustundir).
Tálgunarnámskeið – ferskar viðarnytjar
Kennari: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar  ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.
Tími: Fös. 13. apríl, kl. 16:00-19:00 og  lau. 14. apríl, kl. 9:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Ræktum okkar eigin ber – Egilsstaðir
Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Félag skógarbænda á Austurlandi
Kennari: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Lau. 14. apríl, kl. 10:00-16:30 (7,5 kennslustundir) Grunnskólinn á Egilsstöðum
Að breyta sandi í skóg – örfoka land til skógar
Haldið í samvinnu við Héraðs- og Austurlandsskóga.
Kennari: Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins.
Tími: Fös. 20. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 21. apr. kl 9:00-16:00 hjá Héraðs- og Austurlandsskógum, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum (14 kennslustundir).

Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1 – fyrir fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT  Félag iðn- og tæknigreina
Kennarar: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.
Tími: Mán. 23. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa – fyrir almenning
Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.  Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Þri. 24. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Baráttan við illgresið – í tún-, garð- og kornrækt
Baráttan við illgresið – Þættir sem draga úr tjóni óæskilegra plantna
Námskeið fyrir bændur og áhugafólk um jarðrækt.
Kennari: Jón Guðmundsson, plöntulíffræðingur.
Tími: Mið. 25. apr. kl. 13:00-16:30 (4,5  kennslustundir) á Stóra-Ármóti

Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 2 – framhald fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT  Félag iðn- og tæknigreina
Námskeið þetta er ætlað þeim sem setið hafa fyrra námskeið Henriks um þetta efni (Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1).
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.
Tími: Fim. 26. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 og fös. 27. apríl kl 9:00 – 16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Grjóthleðslur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Kennarar: Unsteinn Elíasson torf og grjóthleðslumaður og Kári Aðalsteinsson garðyrkju og umhverfisstjóri við Lbhí.
Tími: Fös. 25. maí. kl. 9:00-17:00 og lau 26 maí. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri (18 kennslustundir).
Akurskógrækt
Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum.
Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og  Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð.
Tími: Fös. 15. júni, kl. 16:00-19:00 og  lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.



Endurmenntun LbhÍ: Áhugaverð námskeið –húsgagnagerð úr skógarefni, að breyta sandi í skóg og fleira

Með Fræðsla

Nú í vor býður Endurmenntun LbhÍ upp á nokkur spennandi námskeið fyrir skógaráhugafólk. Má þar benda á  námskeið í húsgagnagerð úr skógarefni, tálgunarnámskeið og námskeið er heitir Að breyta sandi í skóg, auk þess sem nú í mars er ráðstefna um innflutning plantna – aðferðir og áhættu.

Nánar má lesa um þessi námskeið og fleiri á heimasíðu Endurmenntunar (hér).

Fræðsluerindi: Ávaxtayrki fyrir norðlægar slóðir – val og reynsla Finna

Með Fræðsla

Endurmenntun LbHÍ og Garðyrkjufélag Íslands standa fyrir fræðsluerindi um uppruna,  eiginleika og umhirðu ávaxtayrkja sem Finnar hafa verið að nota í  ræktun sinni og reynst hafa vel við norðlæg skilyrði. Hluti þessara  yrkja  er nú kominn í tilraunaræktun hér á landi frá gróðrarstöð Leifs Blomqvist garðyrkjumanns í Lepplax sem er í Österbotten í Finnlandi.  Fjallað verður um mörg þau yrki sem eru notuð í ávaxtaræktunarverkefni Landbúnaðarháskólans og Garðyrkjufélagsins sem hófst vorið 2011. Sum þeirra hafa verið til sölu hér á  landi í nokkur ár.

Leif ræktar einnig rósir og ber í sinni garðyrkjustöð og hefur m.a. gefið út bækurnar Våra fruktsorter og Trädgårdens bär.

Erindið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun aldintrjáa, hvort um er að ræða fagfólk eða áhugafólk.

Erindið er flutt á ensku, en fagorð og einstök atriði úr erindinu eru þýdd ef þörf krefur. Tími verður til fyrirspurna og umræðna í lokin.
 
Tími: Miðvikudaginn. 17. águst,  kl. 20:00 – 22:00 í fundarsal Arion banka Borgartúni 19 Reykjavík.

Verð: 3.500 kr. (2.500 kr. fyrir félaga í Garðyrkjufélagi Íslands, munið að gefa upp skírteinisnúmerin fyrir árið 2011).
 
Skráning til 16. ágúst. Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra kr. 3.500 eða kr. 2500 fyrir  félaga GÍ  á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á
endurmenntun(hjá)lbhi.is. Einnig verður tekið  á móti greiðslu í peningum á staðnum.  

Skráningar:
endurmenntun(hjá)lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433-5000.

Opið hús skógræktarfélaganna: „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“

Með Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 4. maí og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“.  Það er vor í lofti, ilmur gróandans leikur að vitunum og skógarmenn undirbúa vorverkin. Í erindi sínu ætlar Kristinn meðal annars að  fjalla um það helsta sem snýr að fræsöfnun, geymslu fræja, sáningu, græðlingarækt og uppeldi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands: Tálgunarnámskeið- ferskar viðarnytjar

Með Fræðsla

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum  og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. 
 
Á námskeiðinu:
–  lærir þú öruggu hnífsbrögðin sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi,
–  kynnist þú ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum,
–  þú lærir að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað „garðaúrgangur“,
–  þú lærir að grisja tré og hvar má finna efni í einstök tálguverkefni,
–  þú lærir að umgangast og hirða bitáhöld í ferskum viðarnytjum, hnífa, klippur, exi og sagir,
–  þú lærir að fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á,
–  þú lærir að lesa í skógarefnið út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna,
–  þú lærir að skefta, búa til sleif, fugl, bolla, snaga eða það sem hugur þinn og geta leyfa,
 
Kennari er Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar  ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Námskeiðið er haldið föstudaginn 29. apríl, kl. 16-19 og laugardaginn 30. apríl, kl. 9-16. Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskólans (hér).

BREYTING: Opið hús skógræktarfélaganna: Nýting belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Breyting er á fyrirlestri frá fyrri auglýsingum. Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur mun flytja erindi um nýtingu belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs. Hér á landi má nota margar tegundir belgjurta til landbóta í skógrækt og draga með því úr áburðarnotkun, auk þess sem belgjurtirnar geta stuðlað að langvarandi og viðvarandi frjósemisaukningu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


oh-2

(Mynd: RF).

Opið hús skógræktarfélaganna – Þú leysir úr álögum sofandi fræ

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“.  Það er vor í lofti, ilmur gróandans leikur að vitunum og skógarmenn undirbúa vorverkin. Í erindi sínu ætlar Kristinn meðal annars að  fjalla um það helsta sem snýr að fræsöfnun, geymslu fræja, sáningu, græðlingarækt og uppeldi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.