Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fræðsla

Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni hentar öllum þeim sem vilja læra að smíða úr því efni sem til fellur við grisjun. Námskeiðið er haldið 22.-23. febrúar á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og á Hallormsstað 8.-9. mars.

Námskeið um trjáklippingar er grunnámskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju og er það haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi 2. mars.

Fyrir þá sem hafa áhuga á ræktun ávaxtatrjáa verður forvitnilegt námskeið um ræktun og umhirðu þeirra haldið þann 5. mars á Akureyri og á Reykjum þann 6. mars. Námskeið um ræktun kirsuberjatrjáa verður svo haldið þann 7. mars, á Reykjum.

Tálgunarnámskeið – Ferskar viðarnytjar verður á Reykjum 15.-16. mars og hentar það öllum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu.

Fyrir áhugafólk um ræktun berjarunna verður svo haldið námskeiðið Ræktum okkar eigin ber á Reykjum þann 16. mars.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans (hér).

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluerindi um klippingar runna

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðsluerindis í Menntaskólanum í Kópavogi mánudaginn 21. janúar kl. 19:30. Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi og ætlar að fjalla í máli og myndum um klippingar á runnum, vaxtarlag þeirra og viðbrögð við klippingu. Sérstök áhersla verður lögð á berjarunna og rósir.

Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um aðalinngang. Salurinn er á 1. hæð. Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.

Fræðsludagskrá vetrarins má nálgast á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs – www.skogkop.net.

Námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fræðsla

Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög verður haldið nú í lok janúar, sem hentar bæði þeim sem kunna ekkert á keðjusagir sem og þeim sem vilja hafa notað sagir en vilja læra betur á þær. Skráningarfrestur er til 10. janúar og er námskeiðið haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjum í Ölfusi (Hveragerði).

Námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni hentar öllum þeim sem vilja læra að smíða úr því efni sem til fellur við grisjun. Þrjú námskeið verða í boði – í janúar og febrúar á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og á Hallormsstað í mars.

Tálgunarnámskeið – Ferskar viðarnytjar verður haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi um miðjan mars og hentar það öllum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu

 

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans (hér).

 

Að jafnaði þarf að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið!

Ýmis stéttarfélög koma að niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

Opið hús skógræktarfélaganna: Fræðsluferð til Skotlands

Með Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður fimmtudagskvöldið 18. október  og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.   Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Skotlands, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir haustið 2011.  Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóg- og trjárækt í Skotlandi. Aðal skipuleggjandi ferðarinnar, skógfræðingurinn og Íslandsvinurinn Alexander Robertson, kemur til landsins deginum áður og eigum við von á því að hann mæti.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ

Með Fræðsla

Ýmisleg áhugaverð námskeið eru í boði nú á næstunni hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.  Má þar meðal annars nefna námskeið um Sveppi og sveppatínslu, en nú er einmitt rétti tíminn til að halda út í skóg og tína sveppi. Haldin verða tvö námskeið – annað í Borgarnesi þann 26. ágúst og hitt í Reykjavík 1. september.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, og önnur sem í boði eru, má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans (hér).

Námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ

Með Fræðsla

Ýmisleg áhugaverð námskeið eru í boði nú í sumar og haust hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Fyrir skógræktarfólk má sérstaklega benda á námskeið um akurskógrækt, sem hefst 15. júní og námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, sem haldið verður í september og október.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, og önnur sem í boði eru, má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans (hér).

Fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Kópavogs: Vellíðunarhvatar í umhverfinu

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslufundar í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 8. maí kl. 19:30. Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt flytur erindi um lýðheilsu í náttúrunni. Fyrirlesturinn nefnir Kristín Vellíðunarhvatar í umhverfinu.

Í erindinu ætlar Kristín að beina athyglinni að því hvernig umhverfið er samsett úr mismunandi þáttum sem manneskjan skynjar og bregst við. Þó svo að viðbrögð við umhverfisáreiti séu vissulega einstaklingsbundin og velti m.a. á erfðafræðilegum þáttum, reynslu, samfélagslegum þáttum, menningararfleifð og fleira, er ljóst að gæði umhverfisins geta haft sterk áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan, vellíðan sem vanlíðan. Í erindinu mun Kristín beina athyglinni sérstaklega að áhrifamætti náttúrunnar, þörf mannsins fyrir náttúrutengingu og sérstökum vellíðunarhvötum, smáum sem stórum.

Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um súlnainngang í vesturenda. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar; gsm: 864 9246 eða skogkop (hjá) gmail.com

Fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar

Með Fræðsla

Mánudaginn 7. maí verða áhugaverð fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Jón Kr. Arnarsson mun halda fyrirlestur um berjarunna og einnig verður erindi um garðyrkju- og umhverfismál á vegum garðyrkjustjóra- og umhverfisstjóra Mosfellsbæjar.

Erindin byrja kl. 17:30 og eru haldin í listasal Kjarna, Þverholti 2.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.

Fræðslufundur: Skógrækt og skógræktarnám í Svíþjóð: séð með augum Íslendings

Með Fræðsla

Skógræktarfélagið Dafnar stendur fyrir fræðsluerindi þann 26. apríl n.k. í kjölfar almenns félagsfundar sem verður á undan erindinu. Erindið er haldið í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 18:00.

Framsögumaður verður Valdimar Reynisson, sem er einn þriggja sem fyrstur lauk BS gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og tók þátt í því að stofna Skógræktarfélagið Dafnar. Hann hélt síðan til Svíþjóðar til framhaldsnáms og lauk meistaragráðu í skógfræði frá sænska landbúnaðarháskólanum (SLU). Í erindinu mun Valdimar m.a. fjalla um muninn sem er í skógrækt á Íslandi og sunnanverðri Svíþjóð, sem fyrir um 250 árum hafði litlu meiri skógarþekju en Ísland hefur nú. Einnig mun Valdimar fjalla um það veganesti sem hann hafði í slíkt framhaldsnám héðan frá Íslandi, bæði í formi þeirrar starfsreynslu sem hann hafði úr skógargeiranum hérlendis og með því grunnnámi í skógfræði sem hann hafði lokið við LbhÍ. Fræðsluerindið er öllum opið.