Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands.
Námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni hentar öllum þeim sem vilja læra að smíða úr því efni sem til fellur við grisjun. Námskeiðið er haldið 22.-23. febrúar á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og á Hallormsstað 8.-9. mars.
Námskeið um trjáklippingar er grunnámskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju og er það haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi 2. mars.
Fyrir þá sem hafa áhuga á ræktun ávaxtatrjáa verður forvitnilegt námskeið um ræktun og umhirðu þeirra haldið þann 5. mars á Akureyri og á Reykjum þann 6. mars. Námskeið um ræktun kirsuberjatrjáa verður svo haldið þann 7. mars, á Reykjum.
Tálgunarnámskeið – Ferskar viðarnytjar verður á Reykjum 15.-16. mars og hentar það öllum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu.
Fyrir áhugafólk um ræktun berjarunna verður svo haldið námskeiðið Ræktum okkar eigin ber á Reykjum þann 16. mars.
Nýlegar athugasemdir