Í fréttatíma sjónvarpsins 29. ágúst mátti sjá umfjöllun um 80 ára afmælishátíð Skógræktarfélags Íslands, sem haldin var á Þingvöllum þann dag. Hægt er að horfa á fréttina hér.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var með fjölbreytta dagskrá í síðustu viku í tilefni 60 ára afmælis Heiðmerkur. Hápunktur hátíðarhaldanna var fjölskylduhátíð á Vígsluflöt á laugardaginn, þar sem boðið var upp á ýmsar þrautir og skemmtun.
Á fjölskylduhátíðinni voru meðal annars tréskurðarlistamenn að störfum (Mynd: BJ).
Það var gaman að prófa þrautabrautina (Mynd: BJ).
Í þættinum Leynifélaginu á Rás 1 þriðjudagskvöldið 11. maí var viðfangsefnið skógar. Meðal annars er langt og skemmtilegt viðtal við einn starfsmann Skógræktarfélags Reykjavíkur, „skógarhöggsmanninn“ Ólaf Erling Ólafsson, en hann er skógavörður á Heiðmörk.
Hlusta má á viðtalið á heimasíðu ríkisútvarpsins.
Í þættinum Samfélagið í nærmynd í gær, þriðjudaginn 4. nóvember, var viðtal við Árna Hjartarson jarðfræðing um náttúrufræðinginn Freystein Sigurðsson, í tilefni fyrirhugaðrar Freysteinsvöku á Elliðavatni þann 7. nóvember, en Árni er einn af framsögumönnum þar.
Viðtalið má hlusta á hér og nánar má fræðast um Freysteinsvökuna hér.
Tré ársins 2009 var formlega útnefnt í formlegri athöfn fimmtudaginn 24. september síðast liðinn og var það hengibjörk í Kjarnaskógi. Sagt var frá útnefningunni í fréttum Sjónvarpsins kl. 10 sama dag og var þar tekið viðtal við Johan Holst, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem hefur umsjón með Kjarnaskógi. Fréttina má sjá hér.
Einnig var ítarlega fjallað um viðburðinn í þættinum Vítt og breitt í morgunútvarpi rásar 1 þriðjudaginn 29. september og má heyra umfjöllunina hér.
Tré ársins 2009 (Mynd: BJ).
Í tengslum við atvinnuátak skógræktarfélaganna kom Skógræktarfélag Íslands á stofn teymi grisjunarmanna nú í sumar. Voru grisjunarmennirnir nýlega á ferðinni í Skarðsdal, hjá Skógræktarfélagi Siglufjarðar.
Skemmtilega umsögn um heimsókn grisjunarmannanna má lesa á vefsíðunni siglo.is – sjá hér.
Nýlegar athugasemdir