Í þættinum Tilraunaglasinu á Rúv þann 15. febrúar var áhugaverð umfjöllun um mikilvægi trjáa í borgum, en í þættinum er farið vel yfir hin ýmsu jákvæðu áhrif trjágróðurs í þéttbýli. Er tekið dæmi frá Ontario-borg í Kanada, en á heimasíðu skógræktarfélagsins þar má finna ýmsar áhugaverðar staðreyndir um borgartré.
Í þættinum Tilraunaglasinu á Rúv þann 15. febrúar var áhugaverð umfjöllun um mikilvægi trjáa í borgum, en í þættinum er farið vel yfir hin ýmsu jákvæðu áhrif trjágróðurs í þéttbýli. Er tekið dæmi frá Ontario-borg í Kanada, en á heimasíðu skógræktarfélagsins þar má finna ýmsar áhugaverðar staðreyndir um borgartré.
Í sérstöku Jólablaði sem fylgdi Fréttablaðinu þann 27. nóvember má meðal margs annars áhugaverðs efnis finna skemmtilegt viðtal við Þorvalds S. Þorvaldsson, fyrrverandi stjórnarmann í Skógræktarfélagi Íslands, þar sem hann rifjar upp heimsóknir sínar í jólaskóga skógræktarfélaganna að fella sér jólatré. Viðtalið má lesa hér (pdf).
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, var nýlega í stuttu viðtali við fréttamann um vöxt í trjágróðri. Horfa má á viðtalið á Sjónvarpi mbl (hér).
Með Fréttablaðinu um síðast liðna helgi fylgdi sérblað með góðum ráðum um græn jól. Var þar meðal annars ágætis umfjöllun um mismunandi gerðir jólatrjáa sem hafa verið á markaði hér – gervijólatré og lifandi tré, bæði íslensk og innflutt – og hversu „græn“ þau eru.
Megin niðurstaðan er sú að íslensk jólatré hafa yfirburði fram yfir innflutt tré þegar horft er til efna- og orkunotkunar og nota þarf gervijólatré úr plasti í um 20 ár til að það nái lifandi jólatré umhverfislega séð.
Á heimasíðunni ferlir.is má finna ýmsan fróðleik um Reykjanesskagann og gönguleiðir á honum. Meðal annars er þar vönduð og ítarleg grein um Selskóg, skógarlund Skógræktarfélags Grindavíkur (sjá hér).
Tillögur nefndar að breytingum á náttúruverndarlögum (sjá hér) hafa fallið í heldur grýttan jarðveg hjá ýmsu skógræktarfólki og öðrum, sjá tengla hér að neðan.
Kvöldfréttir RÚV 20. desember.
Fréttir Stöðvar 2 mánudaginn 20. desember.
Leiðari Fréttablaðsins 21. desember.
Fréttablaðið 21. desember 2010.
Í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 13. desember var fín umfjöllun um íslensk jólatré, með viðtali við Kjartan Ólafsson, formann Skógræktarfélags Árnesinga.
Íslensk jólatré eru atvinnuskapandi, gjaldeyrissparandi, ferskari og vistvænni, þar sem eiturefni eru ekki notuð við ræktun þeirra og flytja þarf þau mun styttri leiðir á markað, sem losar auðvitað mun minna kolefni.
Veljum íslenskt – stafafuru, rauðgreni, blágreni eða sitkagreni!
Skoða má fréttina á vef Ríkissjónvarpsins – www.ruv.is.
Í nýjasta hefti The Economist er áhugaverð umfjöllun um mikilvægi skóga vistkerfi heimsins, meðal annars fyrir vatns- og kolefnisbúskap og lífbreytileika. Eina greinina má lesa á vefsíðu The Economist (hér).
Í fréttum Stöðvar 2 sunnudaginn 12. september mátti sjá ágætis umfjöllun um útnefningu Trés ársins árið 2010.
Nýlegar athugasemdir