Nú um helgina komu síðustu hópar þessar árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Veður undanfarnar tvær helgar var með afbrigðum gott til útiveru, þótt það væri nokkuð kalt, en gestirnir hituðu sig með göngu um skóginn í leit að rétta jólatrén og yljuðu sér á heitu kakó a leit lokinni.
Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim hópum sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!
Þessir rauðklæddu eru alltaf vinsælir hjá yngri kynslóðinni…og líka hjá þeim eldri! (Mynd:RF).
Í skóginum má finna jólatré af ýmsum stærðum og gerðum (Mynd:RF).
Varðeldurinn heillar alltaf (Mynd:RF).