Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.
Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.
Kennarar: Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, Eygló Rúnarsdóttir kennari Háskóla Íslands, Þór Þorfinnsson, skógarvörður Hallormsstað og Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar.
Tími: Laugardaginn 28. apríl. kl. 9:00-16:00 í Gömlu Gróðrarstöðinni, Akureyri.
Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegissnarl og gögn innifalin í verði).
Skráningarfrestur er til 23. apríl 2018 og má skrá sig á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).
Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.