Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður haldin í þriðja sinn í Hveragarði dagana 23.-26. júní. Þema sýningarinnar að þessu sinni er „Skógur“, í tilefni af alþjóðaári skóga 2011 og munu skreytingar sýningarinnar því verða í skógarstíl og verður ævintýralegt að skoða þær. Skógræktarfélag Íslands er gestur sýningarinnar í ár.