Grasagarður Reykjavíkur býður fjölskyldum í plöntusmiðju á barnamenningarhátíð!
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 17-18 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að koma í garðskála Grasagarðsins og læra að sá fyrir sumarblómum og matjurtum. Þá læra krakkarnir (og fullorðnir líka) að dreifplanta eða prikla smáplöntum. Þátttakendur fá svo að taka plönturnar sínar með heim í lok viðburðar.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!