Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2023 lokið

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023 var haldinn á Patreksfirði dagana 1. – 3. september og voru það Skógræktarfélag Patreksfjarðar, Skógræktarfélag Bíldudals og Skógræktarfélag Tálknafjarðar sem voru sameiginlega gestgjafar fundarins.

Fundurinn hófst föstudagsmorguninn 1. september með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa um morguninn fluttu ávörp forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Tønnes Svanes, sendifulltrúi Norska sendiráðsins á Íslandi. Var þeim við þetta tilefni færð fyrstu eintök af nýútgefinni bók er heitir Frændur fagna skógi, eftir Óskar Guðmundsson, en bókin fjallar um samskipti þjóðanna í skógarmálum, sérstaklega skiptiferðir norskra og íslenskra skógræktarmanna fyrr á árum og kemur hún út bæði á íslensku og norsku.

Einnig undirrituð Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, nýjan Landgræðsluskógasamning í byggðarlaginu.

Deginum lauk svo með skoðunarferð í skóglendi í Tálknafirði og létu fundargestir blástur og úrkomu ekki stoppa sig í að njóta skógarins og skemmta sér.

Laugardagurinn 2. september hófst með fræðsluerindum og svo tók við skoðunarferð dagsins, að skógarreit í Skápadal, í Sauðlauksdal og að safninu á Hnjóti. Um kvöldið var svo komið að hátíðarkvöldverði. Þar voru fimm félagar úr hópi gestgjafanna heiðraðir og voru það þau Eiður B. Thoroddsen og Helga Gísladóttir frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, Brynjólfur Gíslason frá Skógræktarfélagi Tálknafjarðar og Nanna Sjöfn Pétursdóttir og Finnbjörn Bjarnason frá Skógræktarfélag Bíldudals. Einnig var Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Íslands, kjörinn heiðursfélagi þess og færði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum gullmerki félagsins.

Á sunnudegi var aftur komið að formsatriðum aðalfundar, afgreiðslu reikninga og stjórnarkjörs. Sem formaður Skógræktarfélags Íslands var Jónatan Garðarsson endurkjörinn. Úr stjórn áttu að ganga Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir, Skógræktarfélagi Suðurnesja. Gáfu þær báðar kost á sér áfram og voru endurkjörnar.

Fimm tillögur að ályktunum aðalfundar voru einnig samþykktar:

  1. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Patreksfirði 1. til 3. september 2023, hvetur sveitarfélögin til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar í næsta nágrenni. Það er vanmetið hvað græn svæði hafa mikla þýðingu fyrir lífsgæði allra landsmanna, bæta skjól í og við þéttbýli, hvetja til útiveru, fjölskyldusamveru og stuðla að bættri geðheilsu. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í grænum svæðum, bæði í trjánum sjálfum sem og þeim áhrifum sem þau hafa á nærsamfélagið. Bæði sveitarfélög og íbúar njóta góðs af því. Enn fremur er kolefnisbinding trjágróðurs mikilvæg mótvægisaðgerð í loftslagsmálum.

  1. Samþætting landgræðslu og skógræktar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Patreksfirði 1. – 3. september 2023, samþykkir að aðalfundurinn kjósi þrjá fulltrúa í nefnd sem hafi það verkefni að vinna að samþættingu verkefna þegar ný stofnun hefur tekið við af Landgræðslunni og Skógrækinni. Nefndin vinni í nánu sambandi við stjórn Skógræktarfélags Íslands. Það er mikilvægt að efna til samvinnu við nýja stofnun.

  1. Úrgangur frá skógarsvæðum

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Patreksfirði 1. – 3. september 2023, hvetur til þess að skógræktarfélög í landinu samræmi reglur um meðferð og flokkun úrgangs sem til fellur á skógarsvæðum. Í þessu samhengi þarf að hafa samræmdar merkingar og leiðbeiningar til allra sem ganga um opin svæði innan marka sveitarfélaga.

Jafnframt hvetja skógræktarfélögin sveitarfélög til að tryggja að móttökustöðvar fyrir sorp séu aðgengilegar á öllum tímum þannig að ekki komi til þess að íbúar hendi almennu sorpi inn í skógarreiti í grennd við þéttbýli. Í dag fellur mikill kostnaður á skógræktarfélög um allt land við hreinsun á sorpi úr skógarreitum og fellur hann alfarið á félögin.

  1. Skipulagsmál

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Patreksfirði 1. til 3. september 2023, hvetur  Innviðaráðherra til að láta gera breytingar á skipulagslögum í því augnamiði að ljóst verði hvort og hvenær skógrækt sé háð framkvæmdaleyfi sveitarfélags. Einnig er nauðsynlegt að lög mæli fyrir um verkferla við upplýsingaöflun og afgreiðslu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar svo öflun þess verði skógræktendum hvorki fjárhagslega íþyngjandi né tímafrek úr hófi fram.

  1. Landgræðsluskógar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Patreksfirði 1. til  3. september 2023 , hvetur matvælaráðherra til þess að vinna að nýjum og framlengdum samningi um Landgræðsluskóga.

Office closed August 31 – September 4

Með News

The office of the Icelandic Forestry Association will be closed from Thursday, August 31 to Monday, September 4, due to the Association’s Annual General Meeting, held in Patreksfjörður, from September 1 to 3. We will be back at the office on Tuesday, September 5.

Icelandic Forestry Association Annual General Meeting

Með News

The annual general meeting of the Icelandic Forestry Association will be held in Patreksfjörður September 1-3, with three forestry associations – in Bíldudalur, Patreksfjörður and Tálknafjörður – as  joint hosts of the meeting.

The President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, will give an address at the start of the meeting, where he will be presented with a first copy of a new book – Frændur fagna skógi – which details forest-related relations between Norway and Iceland. For this reason, Tønnes Svanes, chargé d’affaires at the Norwegian Embassy in Iceland, will also speak.

In addition to the usual general meeting activities a number of presentations on variable forestry topics will be given and field trips taken to forest and other interesting places in the area.

The highlight of the meeting is a celebration on Saturday night where, amongst other things, local people will be honoured for their contributions to forestry.

The programme for the meeting, the Icelandic Forestry Association’s Annual Report and other information will be available on the Icelandic Forestry Associations website:

https://www.skog.is/adalfundur-2023/

For updates during the meeting see the Icelandic Forestry Associations Facebook and Instagram:

https://www.facebook.com/skograektarfelag

https://www.instagram.com/skograektarfelagislands/

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023 verður haldinn á Patreksfirði dagana 1-3. september og eru þrjú skógræktarfélög sem eru sameiginlega gestgjafar fundarins að þessu sinni – Skógræktarfélag Bíldudals, Skógræktarfélag Patreksfjarðar og Skógræktarfélag Tálknafjarðar.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun flytja ávarp við setningu fundarins, þar sem honum verður fært fyrsta eintak af nýrri bók – Frændur fagna skógi – er fjallar um skógartengd samskipti Norðmanna og Íslendinga. Af því tilefni mun Tønnes Svanes, sendifulltrúi Norska sendiráðsins einnig flytja ávarp.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi og annað áhugavert á svæðinu. Fræðsluerindin munu meðal annars fjalla um framgang birkis á Vestfjörðum, plöntusteingervinga í Surtarbrandsgili, skógrækt í Vestur-Botni og merkistré í Barðastrandarsýslu.

Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður á laugardagskvöld þar sem skógræktarfólk verður heiðrað fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands og aðrar upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands:

https://www.skog.is/adalfundur-2023/

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook- og Instagram síðum Skógræktarfélags Íslands:

https://www.facebook.com/skograektarfelag

https://www.instagram.com/skograektarfelagislands/

Garðyrkjuskólinn á Reykjum – áhugaverð námskeið

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn á Reykjum er með tvö námskeið nú í september, sem áhugaverð eru fyrir ræktunarfólk.

Annars vegar er um námskeið að ræða er heitir Áhættumat trjáa. Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Hins vegar er námskeið er heitir Í upphafi skyldi endinn skoða og er í því farið yfir helstu þætti sem mikilvægt er að horfa til frá byrjun þegar farið er í landgræðslu og/eða skógrækt, til að tryggja árangur til framtíðar.

Námskeið: Grænni skógar

Með Fréttir

Grænni skógar I er námskeiðaröð sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur í skógrækt.

Námskeiðaröðin tekur fimm annir og þátttakendur taka alls 15 námskeið á þeim tíma eða að jafnaði 3 á hverri önn. Fyrsta námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi dagana 22. og 23. september 2023.

Hvert námskeið er skipulagt þannig að kennt er á föstudegi kl. 16-19 og laugardag kl. 9-16.  Námskeiðin eru byggð upp sem blanda af fyrirlestrum, verklegum æfingum og vettvangs- heimsóknum. Að auki verður farið í námsferð innanlands og verður hún kynnt sérstaklega.

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, í síma 616 0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.

Ljósmyndasamkeppni Líf í lundi

Með Fréttir

Í tengslum við Líf í lundi er boðað til ljósmyndasamkeppni. Taktu þín bestu mynd af atburðum á Líf í lundi eða bara í morgungöngunni í skóginum og merktu (taggaðu) Líf í lundi á Instagram eða Facebook með myllumerkinu #lifilundi.

Senda má inn myndir teknar dagana 23.-26. Júní. Dómnefnd mun velja bestu myndirnar og vera í sambandi við ljósmyndara. Myndirnar verða svo settar inn á Facebook-síðu Lífs í lundi og opnað fyrir atkvæðagreiðslu. Sú mynd er hlýtur flest „Like“ eða viðbrögð vinnur. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Spennandi verðlaun í boði!

Nánari upplýsingar um viðburði Líf í lundi má finna á Skógargátt vefsíðunni og Facebook síðu Líf í lundi.