Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Fulltrúafundur 2017

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2017 var haldinn laugardaginn 25. mars í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Meginþema fundarins var verkefnið Landgræðsluskógar. Fundargerð fundarins má lesa hér (pdf).

Dagskrá

10:00 – 10:05 Setning. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
10:05 – 10:20 Landgræðsluskógar: Upphaf, tölfræði, breytingar. Starfsfólk SÍ.

10:20 – 10.35 Græðum hraun og grýtta mela. Árni Þórólfsson

10:35 – 12.00 Hópavinna

Plöntu- og landval og gróðursetning
Utanumhald – samningar, skráningar og skýrslugerð
Umhirða og uppbygging innviða í landgræðsluskógunum
Árangursmat – hvað hefur áunnist og hvað mætti betur fara
12:00 – 13:00 Hádegishlé – Súpa og brauð

13:00 – 13:35 Hópstjórar kynna niðurstöður

13:35 – 14:00 Íslensk skógarúttekt og skógar skógræktarfélaganna. Björn Traustason

14:00 – 14:15 Fulltrúi Umhverfisráðuneytis. Björn H. Barkarson

14:15 – 15:00 Umræður og ályktanir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Hvaða tré er þetta? – Vetrargreining trjágróðurs

Með Fréttir, Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verður boðið upp á fræðslu um vetrargreiningu trjáa og runna, en tré og runnar eru í vetrarbúningi stóran hluta ársins á Íslandi.

Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

What tree is that? Identifying trees in winter

Með News

In honour of the International Day of Forests on March 21 the Icelandic Forestry Association, in collaboration with the Hafnarfjörður Forestry Association and the Reykjavík Botanical Garden, will host an education event focused on identifying trees in winter, but trees and shrubs are in their „winter form“ for a large part of the year in Iceland.

Steinar Björgvinsson, general manager of the Hafnarfjörður Forestry Association, will lead a walk through the Reykjavík Botanical Garden, starting at 18:00 at the Garden‘s main entrance.

Everybody welcome!

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fréttir

Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, ræktun berjarunna, að breyta sandi í skóg, gerð göngustíga í náttúrunni og gerð leiksvæða.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – http://www.lbhi.is/namskeid_i_bodi.