Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Kvöldganga í Höfðaskógi

Með Fréttir

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 29. október  kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665-8910.

Skógræktarnámskeið

Með Fréttir

Vilt þú leggja hönd á plóg við að rækta skóg, hefurðu áhuga á skógrækt eða ertu ef til vill nú þegar skógræktandi? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, norska sendiráðið og Oslóarborg bjóða upp á ókeypis námskeið sem haldið verður í Heiðmörk laugardaginn 19. október frá kl. 11:00 til ca. 15:30.

Esben Kirk Hansen frá Oslóarborg og Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni segja frá mikilvægustu þáttum sem huga þarf að við ræktun og plöntun trjáa. Sendiráðið býður upp á kaffi og léttan hádegisverð.

Dæmi um spurningar sem Esben og Aðalsteinn geta svarað eru:
– Hvernig er hægt að nota skóginn? Nýtist hann á annan hátt en til að binda koltvísýring og veita skjól?
– Að hverju þarf að huga áður en plöntun hefst – Hvar er best að planta og hvaða trjátegundir og berjarunnar eru best fyrir íslenskar aðstæður?
– Þarf að grisja? Hvenær og hvernig er best að gera það?
– Hvaða verkfæri og útbúnað þarf ég að hafa?

Námskeiðið er opið öllum – vinsamlegast skráið ykkur:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqpxxSUKQy9sMFFL-v_2KhNSfgn1cZASJEw_U-gydU5vqIlg/viewform

Það verður farið í göngutúr um skóginn svo klæðið ykkur eftir veðri.

Staður: https://ja.is/?q=%C3%BEingnesvegi
(Smiðja: Starfsstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur á Heimási er staðsett við Þingnesveg rétt austan við Elliðavatnsbæinn).

The Tree of the Year 2019

Með News

The Icelandic Forestry Association, in collaboration with Lambhagi, will nominate a Norway spruce (Picea abies) at Elliðaárhólmi as the Tree of the Year 2019. A nomination ceremony will be held on Monday, October 14 at 13:30.

Dagur B. Eggertsson, mayor of Reykjavík and Jónatan Garðarsson, the chairman of the Icelandic Forestry Association will give an address, as well as a representative of the sponsor. Lára Rúnarsdóttir will perform music, a certificate will be presented to the city of Reykjavík, a sign marking the tree unveiled and the tree measured. Reykjavík Energy will offer coffee and kleinur for guests.

This is the first time that a Norway spruce has been nominated as the Tree of the Year.

 

Tré ársins 2019

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefnir rauðgreni (Picea abies) í Elliðaárhólma sem Tré ársins 2019. Útnefningarathöfn hefst mánudaginn 14. október kl. 13:30.

Við athöfnina munu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, flytja ávarp, auk fulltrúa styrktaraðila. Lára Rúnarsdóttir flytur tónlist, viðurkenningaskjal verður afhent og skjöldur afhjúpaður og tréð mælt hátt og lágt. Kaffi og kleinur í boði Orkuveitunnar.

Er þetta í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt Tré ársins og er tréð sérlega glæsilegt.

Safnast verður saman við Rafveituheimilið og gengið þaðan að trénu (rauða punkti á mynd).

Málþing – Timburgæði og afurðir

Með Fréttir

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE) verður haldinn í Kjarnalundi á Akureyri dagana 11. – 12. október næst komandi.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing um viðargæði og markaðssetningu og hefst það á laugardagsmorgninum kl. 11 í Hótel Kjarnalundi og stendur fram yfir hádegi.

Dagskrá málþings

10:00     Opnunarávarp

10:15     Ávarp formanns LSE

10:20   Viðarfræði

10:40   Þurrkun timburs

10:55   Mikilvægi góðrar sögunar

13:25   Afurðarstöð fyrir smávið

11:35   Límtré úr íslensku timbri?

12:05   Hádegismatur

13:00   Íslenskt timbur til vöruhönnunar

13:25   Sögunarmyllan

14:05   Samstarf garðyrkjubænda

14:30   TreProX

14:50   Samantekt málþingsins

15:00   Göngutúr um Kjarnaskóg

 

Nánari upplýsingar um fundinn og málþingið má finna á heimasíðu LSE – https://www.skogarbondi.is/single-post/2019/09/03/adal2019

Skráningafrestur er til 7. október.

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands – takmörkuð opnun 25. september til 2. október

Með Fréttir

Vegna útivinnu og sumarleyfa verður skrifstofa Skógræktarfélags Íslands takmarkað og óreglulega opin dagana 25. september til 2. október. Best er að hringja í síma 551-8150 til að athuga hvort starfsmaður sé við.
Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmann má senda tölvupóst eða hringja í farsíma viðkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðunni.

Landbúnaðarháskóli Íslands – meistaravörn: Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi

Með Fréttir

Joel C. Owona ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi (Changes in carbon-stock and soil properties following afforestation in SW Iceland).

Athöfnin fer fram á ensku mánudaginn 23. september 2019 í salnum Geitaskarði á 2. hæð Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir!

Markmið rannsókna Joel var að meta áhrif nýskógræktar í Heiðmörk og við Þingvallavatn á ýmsar mældar vistkerfisbreytur og kanna hvort aldur skóga og skógargerð skiptu þar máli.

Meistaranámsnefndin er skipuð af próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni og Berglindi Orradóttur MSc sem bæði starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson sem er rannsóknastjóri Landgræðslunnar. Verkefnið var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.

 

Hafnarfjörður Forestry Association: The fungi in the forest

Með News

The Hafnarfjörður Forestry Association hosts a mushroom-picking walk through Höfðaskógur on Tuesday, September 17, starting at 17:30. The walk is guided by the natural scientist Helena Marta Stefánsdóttir. The walk starts at the western end of lake Hvaleyrarvatn.

Bring a basket (or paper bag), knife and a book on mushrooms, if you have one.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Matsveppirnir í skóginum

Með Fréttir

Helena Marta Stefánsdóttir náttúrufræðingur verður leiðsögumaður í sveppagöngu á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um Höfðaskóg þriðjudaginn 17. september kl. 17:30. Mæting við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem hús bæjarins stóð áður.

Takið með ykkur körfu (eða bréfpoka), hníf og sveppahandbók ef þið eigið slíka.

Landssöfnun á birkifræjum

Með Fréttir

Nú er hafin landssöfnun á birkifræjum. Það er Landgræðslan, Olís og Hekluskógar sem standa fyrir átakinu. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru gríðarlega mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. Söfnunarpokar eru fáanlegir á Olís-stöðvum á Akureyri, Álfheimum, Norðlingaholti, Borgarnesi, Reyðarfirði, Selfossi, Höfn, Hellu, Fellabæ (Egilsstaðir) eða á Húsavík. Þessar sömu stöðvar taka við pokunum þegar fólk er búið að safna fræi í þá. Starfsstöðvar Landgræðslunnar taka einnig við fræpokum.

Ef fólk á þess ekki kost að fara á Olísstöð þá getur það safnað birkifræjum í tau- eða pappírspoka og skilað þeim á fyrrnefnda staði. Safnarar verða að láta miða í pokana þar sem fram kemur hvar á landinu þeir söfnuðu fræinu. Þetta skiptir máli, þar sem ekki er talið ráðlegt að blanda saman mismunandi ættstofnum birkis milli landshluta. Fræið þarf að vera þurrt í pokunum og best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Ef söfnunarpokum er ekki skilað inn strax þarf að geyma þá í kæli.

Nöfn þeirra sem safna þurfa líka að fylgja fræpokunum. Átakinu lýkur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfnuðu fræi og vegleg – umhverfisvæn – verðlaun veitt.

Landgræðslan er með starfsstöðvar í Gunnarsholti, Rangárvallasýslu, Keldnaholti í Reykjavík, Sauðárkróki, Hvanneyri, Húsavík og Egilsstöðum. Starfsstöðvarnar eru opnar virka daga á venjulegum skrifstofutíma. Heimasíða Landgræðslunnar er www.land.is

Á heimasíðu Hekluskóga er fínn fróðleikur um söfnun og sáningu birkifræs.

https://hekluskogar.is/frodl…/sofnun-og-saning-a-birkifraei/

Búið er að gera heimasíðu vegna átaksins og er slóðin á hana: www.olis.is/birkifrae

Endurheimt landgæða – sáning birkifræs. Slóð á myndband: https://www.youtube.com/watch?v=pUrKIOIhaGo

Því miður er 2019 ekki gott fræár fyrir birki en þó má víða finna tré með gott fræ. Slakt fræár ætti að vera enn meiri hvatning fyrir fólk til að fara á stúfana og leita uppi falleg tré með gott fræ. Með fræsöfnun hjálpum við náttúrunni til að hjálpa sér sjálfri.

Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnustaði til að fara í fræsöfnunarferðir.

Nánari upplýsingar veitir Áskell í síma 896 3313. Netfang: askell@land.is