Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Skortur á lerkifræi

Með Fréttir

Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Dugar það fræ sem fæst á þessu vori aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar næsta ár. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum ‘Hrym’, sem Skógræktin framleiðir, er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár.

Skógræktin er nú þegar farin að huga að viðbrögðum við þessari stöðu og má lesa nánar um það í frétt á heimasíðu Skógræktarinnar (hér).

Meistaravörn í skógfræði

Með Fréttir

Hilmar Kristjánsson ver meistararitgerð sína í skógfræði er nefnist „Áhrif blöndunar trjátegunda og gróðursetningaraðferða á lifun og vöxt 15 ára skógar á Suðurlandi“

Leiðbeinendur Jóns Hilmars voru dr. Páll Sigurðsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor í skógfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri samhæfingarsviðs hjá Skógræktinni.

Í ljósi aðstæðna fer vörnin fram á internetinu, í gegnum Zoom fjarfundabúnað, kl. 13 föstudaginn 27. mars 2020.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – lbhi.is

 

 

Garðyrkjuverðlaun 2020 – tilnefningar óskast

Með Fréttir

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri, Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og  Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

 

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni. Með þessu bréfi er óskað eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið varða.  Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

 

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1)      Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2)      Verknámsstaður ársins =>  Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2020, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3)      Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem  eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

 

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 9. apríl 2020 á netfangið  bjorgvin@lbhi.is.

Takmörkuð viðvera á skrifstofu 10. mars 2020

Með Fréttir

Þar sem skrifstofuhúsnæði Skógræktarfélags Íslands verður vatnslaust stærsta hluta dags þriðjudaginn 10. mars verður takmörkuð viðvera starfsfólks á skrifstofunni. Ef þið eigið erindi á skrifstofuna vinsamlegast hringið á undan í síma 551-8150 til að athuga hvort einhver sé á staðnum.

Hafnarfjörður Forestry Association General Annual Meeting 2020

Með News

The Hafnarfjörður Forestry Association holds its general annual meeting on Thursday April 2nd at Apótekið, Hafnarborg, Strandgata 34. The meeting starts at 20:00. A proposal for amending the association‘s bylaws regarding its board will be presented.

Following regular meeting activities the association offers coffee refreshments, followed by a presentation by the product designer Sóley Þráinsdóttir, titled „Forest produce and cleaning products“.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2020 verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20:00. Kynnt verður tillaga að lagabreytingu á stjórn félagsins. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum býður félagið upp á kaffi. Eftir kaffihlé um kl. 21:15 flytur Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður erindi sem hún nefnir „Skógarafurðir og hreinlætisvörur“. Fundi slitið um kl. 21.35.

Skógræktarfélag Akraness – fræðslufundur: Útivistarskógar

Með Fréttir

Skógræktarfélag Akraness stendur fyrir almennum fundi um útivistarskóga og svæði Skógræktarfélags Akraness í Grundaskóla mánudaginn 2. mars kl. 20.

Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands fjallar um útivistarskóga á Íslandi. Meðal annars verður fjallað um svæði Skógræktarfélags Akraness en Jón Ásgeir hefur tvö undanfarin ár komið með sjálfboðaliðum og unnið með okkur í skógræktinni.

Á hvað leggjum við áherslu á svæðum okkar? Hvað getum við gert betur?

Fundurinn er öllum opinn og áhugafólk um útivist og skógrækt er hvatt til að mæta og kynna sér svæði okkar og starf og taka þátt í umræðum.

Nánari upplýsingar má fá í síma 861 1404 (Katrín) og 899 7328 (Bjarni), á heimasíðu félagsins: https://www.skogak.com/ og á Facebook: https://www.facebook.com/groups/326273417742172/

Stjórn Skógræktarfélags Akraness

Aðalfundur 2020

Með Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september 2020 og var það 85. aðalfundur félagsins. Fundurinn var haldinn í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Mosfellsbæ, með Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem gestgjafa, en vegna samkomutakmarkana vegna kórónaveiru var ákveðið að halda fundinn með öðrum hætti.. Voru eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar skv. 6 greina laga félagsins. Einnig var fulltrúum boðið upp á að fylgjast með fundinum í fjarfundi.

Fundurinn hófst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, þar sem hann fór yfir helstu atriði úr starfi félagsins á starfsárinu. Brynjólfur Jónsson kynnti reikninga félagsins og Þuríður Yngvadóttir, formaður Landgræðslusjóðs, flutti skýrslu sjóðsins. Reikningar og starfsskýrsla voru svo borin upp til samþykktar og voru hvoru tveggja samþykkt. Ein tillaga að ályktun var lögð fyrir fundinn, um lífrænar varnir í skógrækt og var hún samþykkt.

Því næst var haldið til kosninga. Jónatan Garðarsson var endurkjörinn formaður félagsins. Úr stjórn áttu að ganga Sigrún Stefánsdóttir og Laufey B. Hannesdóttir og gaf hvorug kost á sér áfram. Í þeirra stað voru kosnar inn Nanna Sjöfn Pétursdóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Varastjórn var endurkosin óbreytt og í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

 

Fundargögn:

Starfsskýrsla 2019-2020 (.pdf) 

Ársskýrsla og reikningar Landgræðslusjóðs (.pdf)

Ársreikningar sjóða

Kolviður (.pdf)
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu (.pdf)
Úlfljótsvatn sf. (.pdf)
Yrkjusjóður (.pdf)