Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Líf í lundi

Með Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins nú um helgina. Í boði eru fjölbreyttir viðburðir víða um land:

Sæla í Selskógi, 20. júní kl. 10:00-12:00

Gaman á Gunnfríðarstöðum, 20. júní kl. 11:00

Fræðsluganga á Eskifirði, 20. júní kl. 12:00

Ratleikur í Smalaholti, 20. júní kl. 13:00-15:00.

Samvera í Seljadalsskógi, 20. júní kl. 14:00-16:00

Opinn skógur Álfholtsskógi – opnunarhátíð, 20. júní kl. 14:00

Fjölskyldudagur í Höfðaskógi, 20. júní kl. 14:15-17:00

Skógarganga um Æsustaðahlíð, 22. júní, kl. 19:30-21:30

Skógardagur í Slögu, 22. júní kl. 18:00-20:00

Nánari upplýsingar um einstaka viðburði er að finna á Skógargátt (www.skogargatt.is) og á Facebook (https://www.facebook.com/lifilundi/).

Álfholtsskógur formlega opnaður sem Opinn skógur

Með Fréttir

Í tilefni af formlegri opnun Álfholtsskógar í Skilmannahreppi sem Opins skógar verður efnt til hátíðardagskrár í skóginum laugardaginn 20. júní og hefst hún kl. 14:00.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra opnar skóginn formlega með klippingu á borða. Ávörp flytja Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Reynir Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps og Linda Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Að ávörpum loknum verður boðið upp á tónlistaratriði, gróðursetningu og veitingar. Dagskránni lýkur svo með göngu um skóginn í tilefni af Líf í lundi – útivistar- og fjölskyldudags í skógum landsins sem haldinn er í skógum víða um land þennan dag – sjá nánar á www.skogargatt.is.

Allir velkomnir!

Opinn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og styrktaraðila. Markmiðið með verkefninu er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga, fyrir almenningi. Nú þegar hafa sextán svæði verið opnuð formlega.

Álfholtsskógur á Google Maps. Ekið er inn í  skóginn af Akrafjallsvegi.

4000 Rótarskot gróðursett í nýjan Áramótaskóg við Lækjarbotna

Með Fréttir

Miðvikudaginn 10. júní komu saman félagar úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Skógræktarfélagi Íslands við Lækjarbotna og gróðursettu 4.000 Rótarskot í Áramótaskóg á Selfjalli við Lækjarbotna.

Fyrir síðustu áramót buðu björgunarsveitirnar Rótarskot til sölu undir merkjum Skjótum rótum á Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og seldust um 8 þúsund Rótarskot fyrir síðustu áramót. Önnur Rótarskot verða gróðursett á vegum deilda víðsvegar um land. Svæðið sem gróðursett var í á Selfjalli er í umsjón Skógræktarfélags Kópavogs.

Í desember á sl. ári gerðu samtökin Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands með sér samstarfssamning til þriggja ára um sölu Rótarskota sem ætlað er að styrkja mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna auk þess sem skógrækt og ræktun þeirra verður á ábyrgð Skógræktarfélags Íslands og aðildarfélaga þess. Markmiðið er að rækta upp fjölbreytta skóga sem vaxa sem víðast um land sem geta um leið stuðlað að umhverfisbótum og bindingu kolefnis öllum landsmönnum til hagsbóta.

Birki nýkomið í jörðina.

Hjálpast að við að afferma plönturnar.

Gróðursetning.

The first issue of the 2020 Journal of the Icelandic Forestry Association is published

Með News

The first issue of the 2020 Journal of the Icelandic Forestry Association (Skógræktarritið) has been published and posted to its subscribers. The issue contains, as usual, a range of articles on diverse aspects of forestry, including path making with wooden slabs, bee cultivation, women and forestry in Vopnafjörður, a forestry field trip to S-Tyrol and memorial gardens, in addition to an article from the chairman of the Icelandic Forestry Association, in honour of the association’s 90 anniversary this year.

The cover picture is of a painting titled “Vigdís”, by Tryggvi Ólafsson, showing Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís is an honorary member of the Icelandic Forestry Association and celebrated her 90th birthday on April 15. It was therefore fitting that a picture of her adorns the cover of this issue, considering the turning point of Vigdís’s election as the first elected female president in the world, but this issue marks a turning point in the history of the Journal, as it’s the first issue in the Journal’s history, dating back to 1933, where the majority of article authors are women.

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2020 er komið út

Með Fréttir

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2020 er nú komið út og í póst til áskrifenda. Að vanda er að finna í ritinu fjölda greina um hinar ýmsu hliðar skógræktar. Meðal annars eru greinar um stígagerð úr viðarstiklum, býflugnarækt, konur og skógrækt í Vopnafirði, skógarferð til S-Tíról og minningargarða, auk þess sem formaður Skógræktarfélags Íslands fer yfir helstu þætti úr starfi félagsins frá upphafi, en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.

Kápu ritsins prýðir myndin „Vigdís“ eftir Tryggva Ólafsson, af Vigdísi Finnbogadóttur. Hún er heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands og jafnaldri þess, en hún fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 15. apríl síðast liðinn. Þótti því viðeigandi að mynd af henni prýddi forsíðu ritsins að þessu sinni, í ljósi þeirra tímamóta sem kosning Vigdísar sem fyrsta þjóðkjörna kvenkyns forseta veraldar var, en þetta rit markar einmitt tímamót í útgáfusögu Skógræktarritsins. Þetta er fyrsta ritið frá upphafi, en útgáfusaga þess nær aftur til 1933, þar sem konur eru meirihluti greinarhöfunda.

 

The Icelandic Forestry Association offers cooperation on employment initiatives

Með News

The board of the Icelandic Forestry Association (IFA) agreed at a board meeting on May 11 to offer, on behalf of its around 60 member associations, to lead a wide-ranging employment initiative in collaboration with municipalities and forestry associations all over Iceland.

The IFA and its member associations successfully led an employment initiative during the years 2009-2012, creating hundreds of jobs in the forestry sector in forest maintenance and building up recreation infrastructure in forests.

The present employment situation calls for cohesive action and projects that improve the local environment and provide opportunities for young people to work in nature for two to three months. The arrangement for the initiative could be like the arrangement that worked well previously. A trilateral agreement would be set up between the IFA, a local forestry association and a local municipality. The forestry associations would submit proposals for environmental and forestry projects in their areas. The IFA has applied for a 70 million ISK contribution from the government to help cover the cost of materials, facilities, and transportation. The local municipality would hire the workers and pay wages. Municipalities have the option of hiring people from the unemployment register and could request a contribution frome the Unemployment Insurance Fund.

Through this many jobs could be created at a relatively low cost.