Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Sjálfboðaliðadagur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Fréttir

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar verður með sjálfboðaliðadag sunnudaginn 20. september. Gróðursett verður í Hamranesið milli kl. 11 og 13. Mæting á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Þar í hlíðum jarðvegstippsins verður gróðursett eins og í fyrra.

Plöntur og verkfæri á staðnum. Allir fá heita súpu að gróðursetningu lokinni.

Sendið póst á netfangið skoghf@simnet.is til að fá nánari upplýsingar eða hringið í síma 555-6455 eða 894-1268.

Allir velkomnir!

National collection of birch seeds

Með News

The Iceland Forest Service and the Soil Conservation Service of Iceland have joined forces and launched a campaign of seed gathering from birch. Everyone in Iceland is encouraged to go out and gather seeds from birch – they will then be dispersed in specially chosen areas all over the country.

From the middle of September a special collection box will be available at the Iceland Forest Service and the Soil Conservation Service offices, at Terra and at Bonus stores.

More information on the campaign is available at the website birkiskogur.is.

The Akranes Forestry Association General Meeting 2020

Með News

The Akranes Forestry Association will hold its General Meeting at Frístundamiðstöðin Garðavöllum in Akranes on Monday, September 28 at 20:00. On the agenda are regular meeting activities (annual report, accounts and elections) and discussion of the association’s activities.

One seat on the board is vacant and are members interested in taking part in the association’s activities encouraged to run for office.

The Icelandic Forestry Associations General Meeting 2020

Með News

The General Meeting of the Icelandic Forestry Association (IFA) was held in Reykjavík on September 5, in a meeting room of Arionbanki. The General Meeting usually spans three days, with lectures and field trips and the IFA member associations take turns hosting the meeting. In view of restrictions due to Covid a decision was made to change the format of the meeting. Only elected representatives of the member associations were invited, in order to carry out the necessary duties of the meeting, such as electing the board of the IFA and approving the annual accounts. Some of the delegates attended the meeting remotely.

Jónatan Garðarsson was re-elected as chairman of the IFA. Two new board members were elected; Nanna Sjöfn Pétursdóttir from the Bíldudalur Forestry Association and Berglind Ásgeirsdóttir, from the Suðurnesja Forestry Association. The vice board members – Kristinn H. Þorsteinsson, Valgerður Auðunsdóttir and Björn Traustason – were all re-elected. One resolution of the meeting was passed, on the use of biological control of forest pests.

Sigrún Stefánsdóttir (left) and Laufey B. Hannesdóttir (right) left the board of the Icelandic Forestry Association after serving on it for years and were given a bouquet with thanks from Jónatan Garðarsson.

New sponsor for Open Forest

Með News

The Icelandic Forestry Association and Samkaup signed a contract of collaboration on August 31 for the Opinn skógur (Open Forest) project.

The aim of the collaboration is to improve facilities and access to existing forests, including providing information on the ecosystem, nature and history of the forests, so the general public can use the forests for outdoor recreation. The contract secures funding for the project for this year and the next.

Open Forests currently number seventeen, all over the country.

Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association and Gunnar Egill Sigurðsson, from Samkaups, sign the contract.

The Tree of the Year 2020

Með News

The Tree of the Year 2020 was formally nominated in a ceremony on Saturday, August 29 and this year the tree is an oakleaf mountain ash (Sorbus hybrida) at Skógar in Þorskafjörður, the first of this species to be nominated.

The ceremony began with an address from Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association. Next to speak was Halldór Þorgeirsson, representing the Baháʼí community in Iceland who own Skógar and have grown the forest there.

Hafberg Þórisson from the Lambhagi Plant Nursery, who sponsors the Tree of the Year, then presented Böðvar Jónsson, as a representative from the volunteers who have planted trees at Skógar, with a diploma and then Hafberg and Böðvar unveiled a plaque marking the tree.

Next the tree was measured, by Jón Ásgeir Jónsson from the Icelandic Forestry Association and Björn Traustason, from the Iceland Forest Service. The tree turned out to be 5,9 m in height, with a diameter of 26,5 cm at knee-height and 17,3 cm at chest-height, where the tree had split into two trunks.

Böðvar Jónsson then lead a hike through the forest. The ceremony formally concluded with refreshments.

The Icelandic Forestry Association nominates a Tree of the Year each year.

The Tree of the Year 2020.

Landssöfnun á birkifræi

Með Fréttir

Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um átak í söfnun birkifræs nú í haust og verður fræinu sem safnast dreift á völdum svæðum í öllum landshlutum. Eru landsmenn hvattir til að taka þátt og hjálpa til við að breiða út birkiskóga landsins.

Frá miðjum september verður hægt er að fá söfnunarbox á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónus. Söfnunartunnur eru komnar í verslanir Bónus.

Nánar má lesa um söfnunina og hvernig á að safna fræjum á vefsíðunni birkiskogur.is.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi mánudaginn 28. september kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf (árskýrssla, reikningar og kosningar), auk þess sem rætt verður um starf félagsins.

Í ljósi aðstæðna vegna Covid verður ekki boðið upp á veitingar að þessu sinni.

Eitt sæti er laust í stjórn félagsins og eru félagar, sem áhuga hafa á að taka þátt í störfum félagsins, hvattir til að bjóða sig fram – með þátttöku næst árangur!

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september síðast liðinn, í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Aðalfundur félagsins nær vanalega yfir þrjá daga, með fræðslufyrirlestrum og vettvangsferðum og skiptast aðildarfélög Skógræktarfélags Íslands á að vera gestgjafar fundarins. Í ljósi aðstæðna í ár var ákveðið að fundurinn yrði með öðrum hætti. Voru eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar, svo sem kosningu stjórnar og afgreiðslu ársreiknings. Hluti fulltrúa sat svo fundinn í fjarfundi.

Jónatan Garðarsson var endurkjörinn formaður Skógræktarfélags Íslands. Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir inn, þær Nanna Sjöfn Pétursdóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Varastjórn var endurkjörin, en í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Valgerður Auðunsdóttir og Björn Traustason. Ein tillaga að ályktun, um notkun lífrænna varna í skógrækt, var einnig samþykkt.


Jónatan Garðarsson formaður ávarpar fundargesti.


Úr stjórn gengu Sigrún Stefánsdóttir (t.v.) og Laufey B. Hannesdóttir og voru þær formlega kvaddar og þakkað fyrir þeirra störf með blómvendi.

Nýr styrktaraðili Opinna skóga

Með Fréttir

Samkaup og Skógræktarfélag Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður á þessu og næsta ári auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

„Samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvernd skipa stóran sess í starfsemi Samkaupa. Við leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar til að tryggja að komandi kynslóðir fái að njóta fegurðar og þess góða sem umhverfið okkar hefur upp á bjóða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Samstarf og stuðningur við Skógræktarfélagið fellur vel umhverfisstefnu Samkaupa enda gegnir félagið gríðarlega mikilvægu hlutverki í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi.“

Opnir skógar eru nú sautján talsins, staðsettir víðs vegar um landið þar sem er boðið upp á góða útivistaraðstöðu. Unnið verður áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum og eru allir opnir.

„Samningurinn við Samkaup skiptir okkur gríðarlega miklu máli og tryggir rekstur þess fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. „Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samkomuhalds og útivistar.“

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, undirrita samninginn.