Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2024 lokið

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 var haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september og voru Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Eskifjarðar sameiginlega gestgjafar fundarins.

Fundurinn hófst föstudagsmorguninn 30. ágúst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands og síðan tóku við hefðbundin aðalfundarstörf. Eftir hádegi héldu formenn gestgjafafélaganna kynningu á sínum félögum og að því loknu var haldið í vettvangsferð, þar sem heimsóttur var skógarlundur hjá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og fundarfólk fékk einnig kynningu á viðarvinnslu hjá Tandrabergi á Eskifirði.

Laugardaginn 31. ágúst var boðið upp á fræðsluerindi og vettvangsferð síðdegis þar sem haldið var í Hjallaskóg, sem Skógræktarfélag Neskaupstaðar hefur ræktað upp og skoðaður skógarteigur við Kirkjumel. Um kvöldið var komið að hátíðarkvöldverði, þar sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp. Þar voru einnig sex félagar úr hópi gestgjafanna heiðraðir og voru það Kristinn Ólafur Briem, Guðrún Jóhanna Kjartansdóttir og Ásmundur Ásmundsson frá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og Auður Bjarnadóttir, Bjarni Aðalsteinsson, Sigurborg Hákonardóttir og Benedikt Sigurjónsson frá Skógræktarfélagi Neskaupstaðar, en þess má til gamans geta að Auður er elsti félagi Skógræktarfélags Neskaupstaðar, 98 ára að aldri.

Á sunnudegi var aftur komið að formsatriðum aðalfundar, afgreiðslu reikninga og stjórnarkjöri. Úr stjórn gengu Þuríður Yngvadóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Jens B. Baldursson, Skógræktarfélagi Akraness og Berglind Ásgeirsdóttir, Skógræktarfélagi Suðurnesja. Ný í stjórn voru kosin Hrefna Hrólfsdóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Sverrir Bollason, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Pavle Estrajher, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Aðrir sem eiga sæti í stjórn eru Jónatan Garðarsson, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Skógræktarfélagi Bíldudals og Páll Ingþór Kristinsson, Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga.

Einnig voru samþykktar breytingar á lögum félagsins og skipulagsskrá Landgræðslusjóðs, með hliðsjón af sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í nýja stofnun, Land og skóg.

Sjö tillögur að ályktunum aðalfundar voru einnig samþykktar:

1. Lúpína

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, skorar á Land og skóg að hefja rannsóknir til að styðja við gerð raunhæfra reglna um notkun lúpínunnar og hefja á ný framleiðslu, notkun og sölu á lúpínufræi ásamt tilheyrandi Rizobium smiti.

2. Grindavíkurlundir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins til að koma á fót „Grindavíkurlundum“ á sínu starfssvæði þar sem félagar úr Skógræktarfélagi Grindavíkur og aðrir Grindvíkingar fái svæði til ræktunar.

3. Lausaganga búfjár

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst – 1. september 2024, hvetur ríki og sveitarfélög til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.

4. Styrkir til útivistarskóga

Aðalfundur Skógræktarfélag Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur matvælaráðherra til að hlutast til um að komið verði á sérstöku styrkjarkerfi fyrir uppbyggingu, grisjun og umhirðu útivistar- og lýðheilsuskóga. Með aukinni umhirðu eykst gildi skóganna til útvistar og notkun eykst. Raunverulegur kostnaður við þessa vinnu er margfaldur á við þær fjárhagslegu tekjur sem af skógunum eru og skógræktarfélög hafa ekki bolmagn til að standa undir þeim kostnaði. Ávinningur af þessum skógum er hins vegar alls samfélagsins.

5. Starfshópur skógræktarfélaga

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 felur stjórn að hefja án tafar stefnumörkunarvinnu í samvinnu við aðildarfélög þar sem hlutverk og markmið félagsins verða brýnd. Taka verður tillit til breytinga sem eru að verða á þróun skóga og samfélags.

6. Upplýsingaróreiða gagnvart skógrækt

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur vísindamenn með akademískar kennslustöður við innlenda háskóla til þess að vanda orðræðu sína opinberlega og í fjölmiðlum. Gæta verður hlutlægni og forðast bæði tilhæfulausa sleggjudóma og að vísindalegri þekkingu og eigin skoðunum sé blandað saman. Til að minnka upplýsingaóreiðu á útgangspunkturinn alltaf að vera gagnreynd vísindaleg þekking eins og hún birtist í niðurstöðum ritrýndra rannsókna.

7. Rannsóknir á losun vegna jarðvinnslu

Fyrir upplýsta umræðu um áhrif jarðvinnslu á kolefnisbúskap vantar frekari rannsóknir á málefninu hér á landi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 31. ágúst.-1. september 2024, hvetur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Landbúnaðarháskóla Íslands og Land og Skóg til að forgangsraða rannsóknum á losun kolefnis vegna jarðvinnslu.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 verður haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september og eru þrjú skógræktarfélög sem eru sameiginlega gestgjafar fundarins að þessu sinni – Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Eskifjarðar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun flytja ávarp við setningu fundarins.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna og flutt fjölbreytt fræðsluerindi, meðal annars um steingervinga á Austfjörðum, Kirkjumel og snjóflóðin í Neskaupstað.

Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður á laugardagskvöld þar sem skógræktarfólk verður heiðrað fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Dagskrá fundarins, starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands og aðrar upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins: https://www.skog.is/adalfundur-2024/

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram síðum Skógræktarfélags Íslands:

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreitnum Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu fimmtudaginn 29. ágúst 2024 kl. 16:30.

Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Þegar fundarstörfum lýkur verður gengið  um reitinn og skógurinn skoðaður. Kaffiveitingar í boði félagsins.  Njótum samveru í fögru umhverfi.

Félagar og aðrir áhugasamir um skógrækt eru hvattir til að mæta.

 

 

Aðalfundur 2024

Með Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 var haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september og voru Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Skógræktarfélag Eskifjarðar sameiginlega gestgjafar fundarins. 

Fundurinn hófst föstudagsmorguninn 30. ágúst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands og síðan tóku við hefðbundin aðalfundarstörf. Eftir hádegisverð var komið að kynningu á gestgjafafélögunum. Anna Bergljót Sigurðardóttir kynnti Skógræktarfélag Neskaupstaðar, Steinar Ísfeld kynnti Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, kynnti Skógræktarfélag Eskifjarðar í forföllum Kristins Þórs Jónassonar, formanns Skógræktarfélags Eskifjarðar, sem þurfti að vera við jarðarför. H 

Að kynningum loknum var haldið í vettvangsferð, þar sem heimsóttur var skógarlundur hjá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og fengin kynning á viðarvinnslu hjá Tandrabergi á Eskifirði. 

Dagskrá laugardagsins 31. ágúst hófst með nefndastörfum en að þeim loknum var boðið upp á fræðsluerindi. Gunnar Ólafsson fjallaði um steingervinga hinna ýmsu trjátegunda sem fundist hafa í jarðlögum, Þórunn Hálfdánardóttir sagði frá ræktun skógarteigs við Kirkjumel, Hlynur Sveinsson og Daði Benediktsson sögðu frá snjóflóðunum í Neskaupstað og björgunarstarfi í kringum þau og í lokin sagði Brynjólfur Jónsson frá starfsemi Skógræktarfélags Íslands á Úlfljótsvatni. 

Eftir hádegið var haldið í vettvangsferð. Byrjað var á að fara í Hjallaskóg, sem Skógræktarfélag Neskaupstaðar hefur ræktað upp og síðan heimsóttur skógarteigur við Kirkjumel. Um kvöldið var komið að hátíðarkvöldverði, þar sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp. Þar voru einnig sex félagar úr hópi gestgjafanna heiðraðir og voru það Kristinn Ólafur Briem, Guðrún Jóhanna Kjartansdóttir og Ásmundur Ásmundsson frá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og Auður Bjarnadóttir, Bjarni Aðalsteinsson, Sigurborg Hákonardóttir og Benedikt Sigurjónsson frá Skógræktarfélagi Neskaupstaðar, en þess má til gamans geta að Auður er elsti félagi Skógræktarfélags Neskaupstaðar, 98 ára að aldri. Auk þess var þeim félögum sem áttu tugaafmæli á árinu og voru með fulltrúa á staðnum færðar árnaðaróskir. 

Á sunnudegi var aftur komið að hefðbundnum aðalfundarstörfum – afgreiðslu reikninga og stjórnarkjöri. Úr stjórn gengu Þuríður Yngvadóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Jens B. Baldursson, Skógræktarfélagi Akraness og Berglind Ásgeirsdóttir, Skógræktarfélagi Suðurnesja. Ný í stjórn voru kosin Hrefna Hrólfsdóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, Sverrir Bollason, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Pavle Estrajher, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Fyrir í stjórn voru Jónatan Garðarsson, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Skógræktarfélagi Bíldudals og Páll Ingþór Kristinsson, Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga. Í varastjórn voru kosin Kristinn H. Þorsteinsson, Valgerður Auðunsdóttir og Björn Traustason. 

Einnig voru samþykktar breytingar á lögum félagsins og skipulagsskrá Landgræðslusjóðs, sem þurfti vegna sameiningar Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í nýja stofnun, Land og skóg. 

Sjö tillögur að ályktunum aðalfundar voru einnig samþykktar:

1. Lúpína 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, skorar á Land og skóg að hefja rannsóknir til að styðja við gerð raunhæfra reglna um notkun lúpínunnar og hefja á ný framleiðslu, notkun og sölu á lúpínufræi ásamt tilheyrandi Rizobium smiti.

2. Grindavíkurlundir 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins til að koma á fót „Grindavíkurlundum“ á sínu starfssvæði þar sem félagar úr Skógræktarfélagi Grindavíkur og aðrir Grindvíkingar fái svæði til ræktunar.

3. Lausaganga búfjár

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst – 1. september 2024, hvetur ríki og sveitarfélög til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.

4. Styrkir til útivistarskóga 

Aðalfundur Skógræktarfélag Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur matvælaráðherra til að hlutast til um að komið verði á sérstöku styrkjarkerfi fyrir uppbyggingu, grisjun og umhirðu útivistar- og lýðheilsuskóga. Með aukinni umhirðu eykst gildi skóganna til útvistar og notkun eykst. Raunverulegur kostnaður við þessa vinnu er margfaldur á við þær fjárhagslegu tekjur sem af skógunum eru og skógræktarfélög hafa ekki bolmagn til að standa undir þeim kostnaði. Ávinningur af þessum skógum er hins vegar alls samfélagsins.

5. Starfshópur skógræktarfélaga 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 felur stjórn að hefja án tafar stefnumörkunarvinnu í samvinnu við aðildarfélög þar sem hlutverk og markmið félagsins verða brýnd. Taka verður tillit til breytinga sem eru að verða á þróun skóga og samfélags.

6. Upplýsingaróreiða gagnvart skógrækt 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024, hvetur vísindamenn með akademískar kennslustöður við innlenda háskóla til þess að vanda orðræðu sína opinberlega og í fjölmiðlum. Gæta verður hlutlægni og forðast bæði tilhæfulausa sleggjudóma og að vísindalegri þekkingu og eigin skoðunum sé blandað saman. Til að minnka upplýsingaóreiðu á útgangspunkturinn alltaf að vera gagnreynd vísindaleg þekking eins og hún birtist í niðurstöðum ritrýndra rannsókna.

7. Rannsóknir á losun vegna jarðvinnslu 

Fyrir upplýsta umræðu um áhrif jarðvinnslu á kolefnisbúskap vantar frekari rannsóknir á málefninu hér á landi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 31. ágúst.-1. september 2024, hvetur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Landbúnaðarháskóla Íslands og Land og Skóg til að forgangsraða rannsóknum á losun kolefnis vegna jarðvinnslu.

 

Fundargögn:

Dagskrá fundar (pdf)

Samvinnunefnd – samantekt (pdf)

Starfsskýrsla 2023-2024 (pdf)

Söngbók (pdf)

 

Reikningar:

Skógræktarfélags Íslands 2023 (pdf)

Landgræðslusjóður 2023 (pdf)

Kolviður 2023 (pdf)

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu 2023 (pdf)

Úlfljótsvatn sf. 2023 (pdf)

Yrkja 2023 (pdf)

 

Líf í lundi um Jónsmessuna

Með Fréttir
Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins nú um Jónsmessuna, þar sem almenningur er hvattur til þess að stunda hreyfingu, samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Flestir viðburðir eru laugardaginn 22. júní, en annars er hægt að finna viðburði frá föstudegi til mánudags.
Upplýsingar um viðburði má finna á síðunni skogargatt.is og Facebook-síðu Líf í lundi.
Velkomin út í skóg!

Grasagarður Reykjavíkur: Alþjóðlegur dagur umhverfisins: Lífið í skóginum

Með Fréttir

Skógur er ekki bara tré – skógur er heilt vistkerfi með ótrúlega fjölbreyttum lífverum!

Í tilefni alþjóðlegs dags umhverfisins þann 5. júní nk. bjóða Grasagarður Reykjavíkur og Land og skógur í fræðslugöngu. Í göngunni verða tré og vistkerfið sem fylgir þeim skoðuð auk þess sem fjallað verður um kolefnishringrásina.

Gangan hefst kl. 20:00 við aðalinngang Grasagarðsins.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

https://hvirfill.reykjavik.is/home/events/573570
https://www.facebook.com/events/1174378773560590

Heimsþing IUFRO – enn hægt að skrá sig!

Með Fréttir

Enn er tækifæri til að skrá sig á stærsta skógartengda viðburð heims á þessu ári. Heimsþing IUFRO (International Union of Forest Research Organisations), samtaka skógrannsóknastofnana, verður nú stærra og fjölsóttara en nokkru sinni. Það fer fram 23.-29. júní í Stokkhólmi. Ríflega 4.100 manns hafa þegar skráð sig á viðburðinn hvaðanæva úr heiminum. Hlutföll kynjanna hefur aldrei verið jafnara á þinginu og nú stefnir í að hlutfall kvenna verði 45% þátttakanda. Þar að auki verða yfir 500 hagsmunaaðilar og ríflega 100 fyrirtæki og samtök úr norræna skógageiranum á þinginu sem sýnendur eða fulltrúar.

Sem skráður þátttakendi á þessu sjö daga heimsþingi, geturðu sökkt þér ofan í fjölbreytta dagskrána og skoðað glæsilegt sýningarsvæði. Í boði verða yfir 4.500 kynningar á öllu því nýjasta í heimi skógrannsókna og -þróunar. Fjallað verður um mikilvæg efni eins og líffjölbreytni, lífhagkerfi, seiglu skóga, sjálfbærni samfélaga og margt fleira. Sérstök nýjung á þinginu er svokallað frumkvöðlasvið eða Innovation Stage þar sem tugir framsækinna frumkvöðla kynna nýjustu vörur sínar, þjónustu eða kerfi. Þessi stóri viðburður er með öðrum orðum ekki bara þing eða ráðstefna heldur gefst þarna tækifæri til að hitta sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum, deila sýn sinni, þekkingu og hugmyndum en líka mynda tengsl, til dæmis við fræðimenn en líka forystufólk í skógariðnaði. Þar með gefst líka einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif.

Á þinginu verða meira en 140 viðurkenndir blaðamenn alþjóðlegra fjölmiðla. Það gefur líka færi á að koma boðskap sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. Skráðu þig sem fyrst og legðu þekkingu þína, hugmyndir og framtíðarsýn fram í Stokkhólmi í sumar!

#IUFRO2024 [Skráning hér: https://iufro2024.com/registration-and-fees/ ]

Samningur um Landgræðsluskóga endurnýjaður til 2029

Með Fréttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, undirrituðu í dag, 15. maí, samning um framkvæmd Landgræðsluskóga til enda árs 2029.

Landgræðsluskógar eru umfangsmesta skógræktar- og uppgræðsluverkefni skógræktarfélaganna, unnið í samstarfi við ríkið. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 1990 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands, en markmið þess er að græða upp illa og ógróið land með fjölbreyttum skógum og stuðla þannig að ræktun skóga til útivistar fyrir almenning, bættum kolefnisbúskap lands, endurheimt vistkerfa og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni.

Unnið hefur verið að ræktun landgræðsluskóga á um 150 svæðum um land allt en innan raða þess hafa verið gróðursettar rúmlega 24 milljónir trjáplantna sem ná yfir um 770 km2 svæði. Land og skógur hefur eftirlit með framkvæmd samningsins.

Langflest ræktunarsvæði landgræðsluskóga eru á landi í eigu sveitarfélaga, ríkis eða skógræktarfélaganna sjálfra. Skógræktarfélögin sjá um framkvæmd verkefnisins á hverjum stað, að útvega land, friðun og vörslu, gróðursetningu og umhirðu.

Samstarf ríkisins við skógræktarfélögin byggir á því að unnið sé að þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa sett. Samningurinn styður við ýmis markmið Lands og lífs, stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt.

Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands færðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra íslenskar birkiplöntur við undirritun samningsins. - mynd

Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands færðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra íslenskar birkiplöntur við undirritun samningsins.

Auk birkiplantnanna færði Jónatan Garðarsson ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins bókina Frændur fagna skógi, sem segir frá skógræktarlegum samskiptum Íslands við Noreg.

Aðalfundur félags skógarskáta Úlfljótsvatni 2024

Með Fréttir

Aðalfundur félags skógarskáta Úlfljótsvatni verður haldinn í húsakynnum BÍS, Hraunbæ 123, í Reykjavík þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 20:00 

 

Dagskrá

Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.

1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.

2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

3. Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.

4. Lagabreytingar.

5. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera

6. Kosning varamanna í stjórn eftir nánari ákvörðun fundarins.

7. Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.

8. Framlagning/drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár.

9. Ákvörðun félagsgjalda. 

10. Önnur mál.

 

• Veitingar að venju í boði félagsins

• Elisabeth Bernard frá Skógræktarfélagi Íslands kemur í heimsókn og segir okkur hvað er að gerast á Úlfljótsvatni.

„Skógarskátar hafa starfað að skógrækt við Úlfljótsvatn allt frá 1987 og lagt þar með vel til „undralands skátanna“. Við höfum ekki komið saman til fundar í mörg ár en trén hafa heldur betur vaxið og við þurfum að halda áfram að vinna á Úlfljótsvatni 

Vonumst eftir góðri mætingu.