Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2021

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar 2020
  3. Reikningar félagsins 2020
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um félagsgjöld 2021
  6. Kosning stjórnar og endurskoðenda
  7. Önnur mál

 

Tillögur að breytingum á lögum félagsins verða lagðar fram til samþykktar á fundinum. Tillögurnar er hægt að skoða á vef Skógræktarfélagsins www.skogmos.is

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, halda erindi um stöðu, hlutverk og framtíðarsýn Skógræktarfélags Íslands.

Vegna Covid-19 verða engar veitingar að loknum fundinum. Farið verður eftir 2 m reglunni og verður spritt á staðnum.

Varúð! Brunahætta!

Með Fréttir

Nú er búin að vera veruleg þurrkatíð, með þurru lofti og sólskini sem þurrkar yfirborð jarðar. Í svona tíð er mikil hætta á svarð- og gróðureldum og þarf lítið til, eða eins og segir í laginu „Af litlum neista verður oft mikil bál“, eins og nýjustu fréttir úr Heiðmörk sýna alltof vel.

Því skiptir miklu máli að ganga sérstaklega varlega um:

  • Hendið ekki sígarettum/vindlingum á víðavangi (á ekki að gera hvort sem er, en á sérstaklega við nú!).
  • Bíðið með grillið/varðeldinn/kamínuna þar til kemur væta og almennt gildir að forðast skal að nota einnota grill og alls ekki setja þau niður á gróið land.
  • Látið vita ef þið verðið vör við óábyrga umgengni.

Kynnið ykkur forvarnir og fyrstu viðbrögð – greinargóðar upplýsingar má finna á https://www.grodureldar.is/

Eyfirðingar Forestry Association annual general meeting

Með News

The Eyfirðingar Forestry Association will hold its annual general meeting at Hótel Kjarnalundur on Tuesday, starting at 19:30.

On the programme are regular meeting activities.

Due to uncertainty concerning gathering restrictions participants are asked to register at stjorn@kjarnaskogur.is (name, ID-number and phone number). Also possible to phone 866-4741.

The Facebook event for the meeting: https://www.facebook.com/events/373255723934687/

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn á Hótel Kjarnalundi þriðjudaginn 11. maí og hefst hann klukkan 19:30.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Vegna óvissu um fjöldatakmarkanir eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á stjorn@kjarnaskogur.is með nafni, kennitölu og símanúmeri. Einnig hægt að hafa samband í 866-4741.

Fundurinn  á Facebook: https://www.facebook.com/events/373255723934687/

The Borgarfjörður Forestry Association

Með News

The Borgarfjörður Forestry Association will hold its annual general meeting 2021 at Hotel B59 in Borgarnes on Sunday, May 2nd, starting at 14:00.

Programme:

  • Report of the outgoing chairman and future vision. Óskar Guðmundsson
  • Annual accounts and membership fee. Laufey Hannesdóttir, treasurer.
  • Discussions on the report and accounts.
  • Elections and other matters.

The board of the Borgarfjörður Forestry Association.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2021 verður haldinn að B59- hótelinu í Borgarnesi sunnudaginn 2. maí kl. 14.

Dagskrá:

  • Skýrsla fráfarandi formanns og framtíðarsýn. Óskar Guðmundsson.
  • Ársreikningar og árgjald. Laufey Hannesdóttir féhirðir.
  • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
  • Kosningar og önnur mál.

Stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Hafnarfjörður Forestry Association: Birdwatching

Með News

The Hafnarfjörður Forestry Association hosts a birdwatching event in Höfðaskógur on Saturday, April 24, at 11:00-13:00. Guides are Hannes Þór Hafsteinsson and Steinar Björgvinsson. This event is part of the events of the city festival Bjartir dagar.

Easy hike through the forest and surroundings for the entire family. Don’t forget the binoculars!

 

Meistaravörn: Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði

Með Fréttir

Julia C. Bos ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við deild Náttúru og skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Effects of afforestation on soil properties, ecosystem C stocks and biodiversity in East Iceland” á ensku („Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði“).

Leiðbeinendur eru próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson og próf. Ólafur Arnalds við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.

Vörnin fer fram þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Teams fjarfundabúnað. Öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig.

Sjá nánar: http://www.lbhi.is/meistaravorn_julia_bos_i_natturu_og_umhverfisfraedi

Fræðsla um vetrarklippingar trjáa og runna

Með Fréttir

Sunnudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur upp á fræðslu um vetrarklippingar trjáa og runna. Garðyrkjufræðingarnir Einar Örn Jónsson, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir fjalla um hvaða trjágróður á að snyrta á þessum árstíma, hvernig bera eigi sig að til að viðhalda heilbrigðum og fallegum runnum og trjám og ekki síst hvað á ekki að gera!

Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11, sunnudaginn 21. mars. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir en bent er á að þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna í fræðslunni er grímuskylda.