Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Meistaravörn: Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði

Með Fréttir

Julia C. Bos ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við deild Náttúru og skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Effects of afforestation on soil properties, ecosystem C stocks and biodiversity in East Iceland” á ensku („Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði“).

Leiðbeinendur eru próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson og próf. Ólafur Arnalds við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.

Vörnin fer fram þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Teams fjarfundabúnað. Öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig.

Sjá nánar: http://www.lbhi.is/meistaravorn_julia_bos_i_natturu_og_umhverfisfraedi

Fræðsla um vetrarklippingar trjáa og runna

Með Fréttir

Sunnudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur upp á fræðslu um vetrarklippingar trjáa og runna. Garðyrkjufræðingarnir Einar Örn Jónsson, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir fjalla um hvaða trjágróður á að snyrta á þessum árstíma, hvernig bera eigi sig að til að viðhalda heilbrigðum og fallegum runnum og trjám og ekki síst hvað á ekki að gera!

Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11, sunnudaginn 21. mars. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir en bent er á að þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna í fræðslunni er grímuskylda.

Gleðileg jól!

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við þökkum stuðninginn á liðnu ári og sjáumst hress í skóginum árið 2021!

The forestry associations Christmas tree sales

Með News

A few forestry associations are still selling Christmas trees:

Árnesingar Forestry Association, at Snæfoksstaðir, until December 23rd, hours: 11-16. See: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Eyfirðingar Forestry Association, at Kjarnaskógur, until December 23rd, hours: 10-18. See: https://www.facebook.com/SkograektarfelagEyfirdinga

Mosfellsbær Forestry Association, at Hamrahlíð, until December 23rd, hours 12-18. See: https://www.facebook.com/SkogMos/

Reykjavík Forestry Association, at Lækjartorg, until December 23rd, hours: 16-20. See: http://heidmork.is/

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Þótt farið sé að styttast verulega í jólin má enn nálgast jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum:

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum, til 23. desember, kl. 11-16. Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Kjarnaskógi, alla daga til jóla, kl. 10-18. Sjá: https://www.facebook.com/SkograektarfelagEyfirdinga

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð,  til 23. desember, kl. 12-18. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Lækjartorgi til 23. desember, kl. 16-20. Sjá: http://heidmork.is/

 

Sjá einnig: https://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

The second issue of the 2020 Journal of the Icelandic Forestry Association has been published

Með News

The second issue of the 2020 Journal of the Icelandic Forestry Association (Skógræktarritið) has been published and posted to its subscribers. The issue contains a range of articles on diverse aspects of forestry, including outdoor education, the Tree of the Year 2020, the effect of pine wolly aphid on the survival and growth of scots pine in Iceland, whittling, mixed forestry, the foundation of Heiðmörk, the distribution and impact of broom moth on young forests and forestry statistics for 2019.

The cover picture is a painting by the artist Kristinn Már Pálmason, titled „Alien Hourgarden“.

Skógræktarritið (formerly Ársrit Skógræktarfélag Íslands) is the only regular journal about forestry in Iceland and the main forum of writing by Icelandic foresters and others interested in the various aspects of forestry. The content of the publication is therefore very diverse and extensive.

Annað tölublað Skógræktarritsins 2020 er komið út

Með Fréttir

Að venju er að finna í ritinu áhugaverðar greina um hinar fjölbreyttu hliðar skógræktar. Að þessu sinni má meðal annars finna greinar um Tré ársins 2020, útikennslu, áhrif furulúsar á lifun og vöxt skógarfuru á Íslandi, tálgun, blandskógrækt, stofnun Heiðmerkur, skógartölur ársins 2019 og útbreiðslu og áhrif ertuyglu á ungskóga.

Kápu ritsins prýðir myndin „Alien Hourgarden“ eftir Kristinn Má Pálmason.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt.

Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu – sjá nánar: https://www.skog.is/skograektarritid/

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands – opnunartímar

Með Fréttir

Starfsfólk Skógræktarfélags Íslands mun nú á næstunni vinna meira heima, í ljósi tilmæla sóttvarnalæknis. Því geta komið tímabil þar sem enginn er við á skrifstofu félagsins á uppgefnum opnunartíma (9-16). Því er ráðlagt að hringja á undan sér (s. 551-8150) ef fólk á erindi á skrifstofuna. Hægt er að hafa samband við starfsfólk með tölvupósti eða síma – upplýsingar um símanúmer og netföng má finna hér á heimasíðunni – https://www.skog.is/starfsfolk-2/

 

Siglufjörður Forestry Association 80 years

Með News

The Siglufjörður Forestry Association was founded on September 22, 1940 and thus just turned 80. The association initally got land in the eastern part of Hólsdalur and began planting there, but the land proved too difficult plant in, so the association moved to Skarðdsalur, which has been the main forestry site of the association since and is now the most northern planted forest in Iceland.

The Icelandic Forestry Association wishes the Siglufjörður Forestry Association a happy birthday!

A brief overview of the association‘s activities (in Icelandic) in honour of the birthday is available on the Trölli website.