Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Tré ársins 2021

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefnir hegg (Prunus padus) í gömlu gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykjavík, sem Tré ársins 2021, við hátíðlega athöfn miðvikudaginn  25. ágúst  kl. 16:00.

Dagskrá:

1. Setning dagskrár
    Tónlist: Erna Ómarsdóttir og Rakel Björt Helgadóttir
2. Ávarp – Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
3. Afhending á viðurkenningarskjali. Dagur Eggertsson borgarstjóri veitir því viðtöku
4. Ávarp – Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur
5. Mælingar á trénu
6. Veitingar í boði Lambhaga

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

 

Arion bank renews its support for the Icelandic Forestry Association

Með News

Arion bank and the Icelandic Forestry Association recently signed a contract regarding the banks’ continued support of the Association. The three-year grant will be used for the Skógarvist project which is intended to encourage outdoor recreation and improved public health. The grant will also help with the implementation of the Avenza app, used to manage forestry mapping digitally and thereby provide a better overview of the expansion of new forests and their sequestration.

Arion bank has supported the Icelandic Forestry Association for years and has a history of it dating back to when the bank was Búnaðarbanki Íslands. As a side note, the annual General meeting of the Icelandic Forestry Association will be held at the bank’s meeting room at Borgartún 19, but due to Covid-19 it was not possible to hold the meeting in its traditional format.

Arion bank has set itself ambitious goals of reducing greenhouse gas emissions and is working with the Iceland Carbon Fund to help offset the rest. The Iceland Carbon Fund planted around 4.700 trees to offset the bank’s emission for 2020 from its operations, i.e. housing, vehicles, air travel and taxis, waste and the travel of employees to and from work.


Brynjólfur Jónsson, director of the Icelandic Forestry Association, Hlédís Sigurðardóttir, project manager for social responsibility and Anna Sigríður Kristjánsdóttir, assistant to the CEO, at the contract signing.

Arion banki styður áfram við verkefni Skógræktarfélags Íslands

Með Fréttir

Nýlega undirrituðu Arion banki og Skógræktarfélag Íslands samning vegna áframhaldandi stuðnings bankans við félagið. Styrkurinn, sem er til þriggja ára, verður nýttur til að fjármagna verkefnið Skógarvist, skógargátt og lýðheilsa, sem er ætlað að hvetja til útivistar og bættrar lýðheilsu. Einnig nýtist styrkurinn í innleiðingu á forritinu Avenza sem ætlað er að halda utan um kortlagningu skógræktar með stafrænum hætti og þar með ná betri yfirsýn yfir útbreiðslu nýrra skóga og bindingu þeirra.

Arion banki hefur um árabil styrkt Skógræktarfélag Íslands og á stuðningur bankans sér langa forsögu sem nær allt aftur til þess er bankinn var Búnaðarbanki Íslands. Þess má til gamans geta að Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2021 verður haldinn í fundarsal bankans að Borgartúni 19, en vegna Covid-19 var ekki stætt á því að halda aðalfund með hefðbundnu sniði.

Arion banki hefur sett sér metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á að auki í samstarfi við Kolvið varðandi mótvægisaðgerðir. Kolviður gróðursetti um 4.700 tré til að vega upp á móti losun bankans á árinu 2020 vegna reksturs, þ.e. húsnæðis og bíla, en einnig vegna flugferða og leigubílaferða, sorps og samgangna starfsfólks til og frá vinnu.


Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar og Anna Sigríður Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður bankastjóra, við undirritun samningsins.

 

Aðalfundur 2021

Með Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélag Íslands var haldinn í fundarsal Arionbanka í Borgartúni Reykjavík laugardaginn 2. október 2021 og var það 86. aðalfundur félagsins. Fyrirhugað hafði verið að halda fundinn með hefðbundnu í Mosfellsbæ, með Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem gestgjafa, en vegna aðstæðna tengdra kórónuveiru reyndist það illmögulegt. Voru því eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar skv. 6. grein laga félagsins. Einnig var fulltrúum boðið upp á að fylgjast með fundinum í fjarfundi.

Fundurinn hófst með ávarpi Jónatan Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, þar sem hann fór yfir það helsta úr starfi félagsins frá síðasta aðalfundi. Brynjólfur Jónsson fór yfir reikninga félagsins og Þuríður Yngvadóttir, formaður Landgræðslusjóðs, flutti skýrslu sjóðsins. Reikningar og starfsskýrsla voru svo borin upp til samþykktar og var hvoru tveggja samþykkt samhljóða. Ein tillaga að lagabreytingu var lögð fyrir fundinn, er fólst í viðbót er tilgreinir hvað gera skuli við slit félagsins og var hún samþykkt með breytingum eftir umræður á fundinum. Tvær tillögur að ályktunum voru samþykktar, um bótamat á skógi og landsáætlun í skógrækt.

Því næst var gengið til kosninga. Úr stjórn áttu að ganga Jens B. Baldursson, Skógræktarfélagi Akraness, og Þuríður Yngvadóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, og gáfu þau bæði kost á sér áfram. Engar aðrar tilnefningar bárust, svo þau voru sjálfkjörin. Varastjórn var endurkosin óbreytt og í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga, og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

 

Ályktanir aðalfundar (.pdf)

Gögn fundar:

Kjörbréf – form (.docx)

Dagskrá (.pdf)

Starfsskýrslur:

Starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands 2020-2021 (.pdf)

Starfsskýrsla Landgræðslusjóðs 2021 (.pdf)

Reikningar:

Ársreikningur Skógræktarfélags Íslands er í starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands 2020-2021.

Landgræðslusjóður (.pdf)

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu (.pdf)

Úlfljótsvatn sf. (.pdf)

Yrkja (.pdf)

 

Líf í lundi 2021

Með Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins í kringum Jónsmessuna og er markmið hans að fá fólk til að heimsækja skóga landsins og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða. Undanfarið ár hefur sannarlega sýnt fram á mikilvægi skóga, en skóglendi hérlendis hafa líklega sjaldan verið notuð jafn mikið til útivistar og heilsubótar og nú.

Í ár var boðið upp á viðburði undir hatti Lífs í lundi í fjórða sinn, en alls voru fjórtán viðburðir í boði, víða um land. Flestir viðburðirnir voru haldnir laugardaginn 26. júní og gerðu veðurguðirnir sitt til að gera daginn ánægjulegan, en einmuna blíða var.

Á Facebook-síðu Líf í lundi má sjá flottar myndir frá hinum ýmsu viðburðum sem haldnir voru (https://www.facebook.com/lifilundi).

Skógarganga 17. júní

Með Fréttir

Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, stendur nú í sumar fyrir fjórum skógargöngum og fór sú fyrsta fram þann 17. júní í Heiðmörk. Gönguna leiddu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Í göngunni var meðal annars hugað að varpstæði flórgoða við Elliðavatn, en starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur hafa undanfarin ár dregið greinar og sprek að vatninu, sem flórgoðaparinu fellur vel í geð. Einnig var skoðuð efnisvinnsla félagsins og sagt frá umhirðu skógarins, stígagerð, vatnsvernd og fleiru.

Fylgist með heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – www.heidmork.is og á Facebook-síðu félagsins – https://www.facebook.com/heidmorkin/ – til að fá upplýsingar um næstu göngur.

Kolviður í samstarf við Lionsklúbb Keflavíkur og Skógræktarfélag Suðurnesja

Með Fréttir

Kolviður hefur undirritað samstarfssamning við Lionsklúbb Keflavíkur og Skógræktarfélag Suðurnesja. Samstarfið lýtur að því að Lionsklúbbur Keflavíkur mun hvetja fyrirtæki og einstaklinga á Suðurnesjum til úrbóta í loftslagsmálum með því að kolefnisbinda hjá Kolviði og mun Lionsklúbburinn fá hlutfall af þeim viðskiptum sem til koma vegna hvatningar þeirra. Mun Lionsklúbburinn svo nýta hluta þeirrar upphæðar sem í þeirra hlut kemur til að styðja Skógræktarfélag Suðurnesja til ræktunar á yndisskógi við Seltjörn.

Boðið verður upp á þann möguleika á heimasíðu Kolviðar að merkja kaup á kolefnisbindingu Lionsklúbbnum og er sá möguleiki í vinnslu.

Frá undirritun samningsins: Rafn Benediktsson (sitjandi t.v.) frá Lionsklúbbi Keflavíkur og Berglind Ásgeirsdóttir (sitjandi t.h.) frá Skógræktarfélagi Suðurnesja setja nöfn sín á samninginn, ásamt Reyni Kristinssyni, formanni Kolviðar (lengst til hægri). Mynd: BJ

The Icelandic Forestry Association signs a contract with 66°N

Með News

The Icelandic Forestry Association and the company 66°N have signed a five year contract of collaboration. The goal of the contract is to work jointly towards the cultivation of a recreational forest at Úlfljótsvatn, to increase environmental awareness of 66°N employees, sequester carbon and improve the environment.

The contract was signed in the Úlfljótsvatnskirkja church on Saturday, May 29th. After the signing the people present headed out to plant the first trees, in lovely weather. The day then concluded with a barbecue at the Scout outdoor centre at Úlfljótsvatn.

From left. Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association and Helgi Rúnar Óskarsson, director of 66°N, shake hands after signing the contract. Photo: BJ

The planters happy with their work! Photo: BJ