Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Planting in Vinaskógur

Með News

On Thursday June 2nd, students at Kerhólsskóli in Grímsnes and Grafningshreppur planted 55 trees in Vinaskógur by Þingvellir, in collaboration with the Ombudsman for Children, the Icelandic Forestry Association and the Yrkja fund.

The occasion for the planting was the Children‘s Forum which was first held in November 2019 and again in March of this year. Environmental issues are very important to children and great emphasis was placed on these issues in discussions at both the Children‘s Forums held. The aim of the planting is to offset carbon emissions from emissions related to the travel of the child MPs that attended the Forums and especially those who came the furthest, in accordance with the child MPs’ emphasis on environmental and climate issues and environmentally friendly modes of transport.

Vinaskógur was founded on the occasion of the Land Reclamation Forest Campaign in 1990, based on an idea by then president Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, who is a patron of the forest. She is also the patron of the Children’s Forum and it is therefore appropriate to choose Vinaskógur for planting now. All students at Kerhólsskóli took part in the planting together with the staff of the Ombudsman for Children. Sævar Helgi Bragason gave a small talk on environmental and nature protection and the planting concluced with refreshments offered by the Ombudsman for Children. The Icelandic Forestry Association is in charge of planting and caring for Vinaskógur.

Sævar Helgi Bragason gives a talk.

Working together.

Putting the tree in the ground.

Planting well under way.

The youngest kids helped to plant the largest tree.

Gróðursetning í Vinaskógi

Með Fréttir

Fimmtudaginn 2. júní gróðursettu nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi 55 trjáplöntur í Vinaskógi við Þingvelli, í samstarfi við umboðsmann barna, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóð.

Tilefni gróðursetningarinnar var barnaþing sem fyrst var haldið í nóvember 2019 og í annað sinn í mars á þessu ári. Umhverfismál eru börnum afar hugleikin og var mikil áhersla lögð á þau málefni í umræðum á báðum barnaþingum. Markmið gróðursetningarinnar er að binda kolefni á móti losun tengdri ferðum barnaþingmanna og sérstaklega þeirra sem komu lengst að, í samræmi við áherslur barnaþingmanna á umhverfis- og loftslagsmál og umhverfisvæna samgöngumáta.

Til Vinaskógar var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins árið 1990 og átti frú Vigdís Finnbogadóttir hugmyndina að honum og er hún verndari hans. Hún er jafnframt verndari barnaþings og því vel við hæfi að velja Vinaskóg til gróðursetningarinnar nú. Allir nemendur Kerhólsskóla tóku þátt í gróðursetningunni ásamt starfsfólki umboðsmanns barna. Sævar Helgi Bragason flutti börnunum og öðrum viðstöddum hugvekju um umhverfis- og náttúruvernd og endaði gróðursetningin á hressingu í boði umboðsmanns barna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu Vinaskógar.

Rangæingar Forestry Association Annual General Meeting

Með News

The Annual General Meeting of the Rangæingar Forestry Association will be held on Thursday, June 9th, at Safnaðarheimilið at Hella, Dynskálar 8, starting at 20:00.

On the programme are regular meeting activities. Guest speaker at the meeting will be Hreinn Óskarsson from the Iceland Forest Service.

Refreshments on offer.

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2022

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn fimmtudaginn 9. júní n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf
2.  Önnur mál.

Gestur fundarins verður Hreinn Óskarsson sviðstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

The Icelandic Forestry Association and Katla Geopark sign a declaration of co-operation

Með News

The Icelandic Forestry Association and Katla Geopark signed a declaration of co-operation on Wednesday, May 4th. which aims to strengthen and increase the interest of municipalities in the South in forests and forestry. In collaboration with the Mýrdælingar Forestry Association, the Mörk Forestry Association, nd the Rangæingar Forestry Association the aim is to strengthen and increase the interest of municipalities in the South of Iceland in forests and forestry, by drawing attention to the importance of tree planting as part of the fight against climate change, educating and mobilizing the younger generations and promoting sustainable nature-based tourism in the South. The declaration is part of the Skógarfólkið project by the Icelandic Forestry Association, which aims to create a closer bond between the Icelandic Forestry Association and its member associations, assist them in their socio-cultural activities to enhance their attractiveness within local communities, and find ways to promote forestry in the Icelandic society. The representatives of all parties signed the declaration of co-operation.

Representatives of the collaborating parties at the signing. From left: Elisabeth Bernard, project manager of the collaboration project at the Icelandic Forestry Association; Brynjólfur Jónsson, Director of the Icelandic Forestry Association; Þorsteinn Jónsson, secretary of the Rangæingar Forestry Association; Berglind Sigmundsdóttir, manager of Katla Geopark; Sigurgeir Már Jensson, chairman of the Mýrdælingar Forestry Association and Jón Þorbergsson, chairman of the Mörk Forestry Association.

Skógræktarfélag Íslands undirritar samstarfsyfirlýsingu við Kötlu Jarðvang

Með Fréttir

Skógræktarfélags Íslands og Katla Jarðvangur, undirrituðu samstarfsyfirlýsingu miðvikudaginn 4. maí er lýtur að því að efla og auka áhuga sveitarfélaga á Suðurlandi á skógi og skógrækt. Unnið verður með Skógræktarfélagi Mýrdælinga, Skógræktarfélaginu Mörk og Skógræktarfélagi Rangæinga að því að vekja athygli á mikilvægi gróðursetningar trjáplantna sem hluta af baráttunni við loftslagsbreytingar, að fræða og virkja yngri kynslóðir og stuðla að sjálfbærri náttúruferðamennsku á Suðurlandi. Er þetta hluti af Skógarfólk verkefninu hjá Skógræktarfélagi Íslands, sem snýst um að styrkja tengsl Skógræktarfélags Íslands við aðildarfélög sín og tengsl félaganna við nágrenni sitt og auka veg skógræktar í íslensku samfélagi. Undirrituðu fulltrúar allra aðila undir samstarfsyfirlýsinguna.

Fulltrúar samstarfsaðilanna að undirritun lokinni. F.v. Elisabeth Bernard, verkefnastjóri samvinnuverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands; Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands; Þorsteinn Jónsson, ritari Skógræktarfélags Rangæinga; Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs; Sigurgeir Már Jensson, formaður Skógræktarfélags Mýrdælinga og Jón Þorbergsson, formaður Skógræktarfélagsins Merkur.

Aðalfundur 2022

Með Aðalfundir

87. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Mosfellsbæ dagana 2. – 4. september 2022. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar var gestgjafi fundarins.

Vel var mætt á fundinn, enda ekki gefist færi á að halda fundinn með hefðbundnu sniði árin 2020 og 2021 vegna samkomutakmarkana tengdum kórónaveirunni. Fundurinn hófst að venju á föstudagsmorgni með ávörpum. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og því næst tók Björn Traustason, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til máls. Næstur upp í pontu var Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf – kynning á starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands, skýrslu Landgræðslusjóðs, tillagna að ályktunum og skipan í nefndir. Að því loknu var komið að fræðsluerindum. Tómas Guðberg Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, fjallaði um Mosfellsbæ, Björn Traustason fór yfir helstu þætti í sögu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og kynnti vettvangsverð dagsins og Bjarki Bjarnason hélt erindi um mannlíf og náttúru á Mosfellsheiði.

Að hádegisverði loknum var haldið í vettvangsferð. Byrjað var á að fara í Hamrahlíðarskóg við Úlfarsfell og gengið um skóginn þar. Því næst var haldið inn á Skarhólabraut þar sem eru landnemareitir félaga og endað á Meltúnsreit, þar sem boðið var upp á varðeld, veitingar, tónlist og söng.

Dagskrá laugardagsins hófst á nefndastörfum, en að þeim loknum tóku við fræðsluerindi. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni, sagði í máli og myndum frá Þórsmörk,  Samson B. Harðarson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flutti erindi um fagurtré í skógum, Benedikt Erlingsson leikari flutti hugvekju þar sem fléttað var saman fornum sögnum og loftslagsvá samtímans, Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, fjallaði um nýja skaðvalda á birki – birkikembu og birkiþélu – og Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, fór yfir helstu þætti í hættu sem stafar af gróðureldum og leiðum til úrbóta. Að lokum kynnti Björn Traustason ferð dagsins.

Að loknum hádegisverði var haldið í vettvangsferð á Þingvelli. Byrjað var í Vinaskógi þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti gróðursetti, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands, tvö tré – birki og reyni. Frá Vinaskógi var haldið til Furulundar, þar sem minnst var stofnunar Skógræktarfélags Íslands á Þingvöllum árið 1930. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður ávarpaði einnig fundargesti. Að því loknu var haldið til baka til Mosfellsbæjar.

Dagskrá laugardagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Hlégarði og hátíðardagskrá í boði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Kristín Davíðsdóttir hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar var heiðruð fyrir störf sín í þágu skógræktar og Magnús Jóhannesson var gerður að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands. Auk þess var þeim félögum sem áttu tugaafmæli á árinu færðar árnaðaróskir.

Á sunnudeginum tóku svo við hefðbundin aðalfundarstörf – afgreiðsla reikninga, ályktana og kosning stjórnar. Engar breytingar urðu á stjórn. Í varastjórn voru kosin Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

 

Fundargögn

Dagskrá (.pdf)

Starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands 2021-2022 og ársreikningur (.pdf)

Skýrsla Landgræðslusjóðs (.pdf)

Reikningar:

Kolviður (.pdf)

Landgræðslusjóður (.pdf)

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu (.pdf)

Úlfljótsvatn (.pdf)

Yrkja (.pdf)

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2022

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2022 verður haldinn í fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34 kl. 20.00. Gengið inn frá Strandgötu.

Kl. 20.00 – 20.45

  • Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffihlé

Kl. 21. 05 – 21.40

  • Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. flytur erindi sem hann nefnir: „Útivist í upplandi Hafnarfjarðar“.

 

Sjá nánar á heimasíðu félagsins: skoghf.is og fésbókarsíðu.

Úthlutun úr Landgræðslusjóði 2022

Með Fréttir

Landgræðslusjóður hefur nú úthlutað styrkjum fyrir árið 2022. Alls var úthlutað rúmlega 14 milljónum króna. Eftirfarandi verkefni fengu styrki:

Umsækjandi Heiti og staðsetning verkefnis  Upphæð (kr.) 
Sk. og landvernd undir Jökli Lagfæring á göngu-ökustíg í Þrándastöðum                        500.000
Skógræktarfélag A-Húnvetninga Gunnfríðarstaðir                     1.000.000
Skógræktarfélag Árnesinga Grisjun baldskóga á Snæfoksstöðum                     1.000.000
Skógræktarfélag Djúpavogs Hálsaskógur á Djúpavogi                        500.000
Skógræktarfélag Eyfirðinga Leynishólar í Eyjafjarðarsveit                        750.000
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Skógrækt í Hamranesi, Hfj                     1.000.000
Skógræktarfélag Húsavíkur Nágrenni Húsavíkur                        500.000
Skógræktarfélag Ísafjarðar Grisjun í Eyrarhlíð og Síðuskógi                     1.000.000
Skógræktarfélag Íslands Líf í lundi/um allt land                        500.000
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar Skammidalur, Norður Reykjum                     1.000.000
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar Hornbrekka, ofan við byggðina á Ólafsfirði                        500.000
Skógræktarfélag Rangæinga Bolholtsskógur                        500.000
Skógræktarfélag Reykjavíkur Esjuhlíðar, Kollafjörður                        800.000
Skógræktarfélag Sandvíkurhrepps Byggðarhornsskógur og Nautaskógur                        500.000
Skógræktarfélag Siglufjarðar Skarðsdalsskógur                          1.000.000
Skógræktarfélag Strandasýslu Borgir í Hólmavík, landgr.skógasvæði                        500.000
Skógræktarfélag Stykkishólms Grensá svæði skógræktarfélagsins við Stykkishólm                        800.000
Skógræktarfélag Suðurnesja Sólbrekkuskógur                        500.000
Skógræktarfélag S-Þingeyinga Hálsmelar í Fnjóskadal                        300.000
Skógræktarfélagið Ungviður Ingunnarstaðir í Brynjudal                        600.000
Skógræktarfélag V-Húnvetninga Kirkjuhvammur og Saurar í Miðfirði                        400.000
Samtals:                   14.150.000

 

Nýr afsláttaraðili

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands er nú orðið hluti af Flügger Andelen, en með því geta meðlimir skógræktarfélaga fengið 20% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum Flügger og styrkt Skógræktarfélag Íslands í leiðinni.

Félagasamtökin og meðlimir þess kaupa í gegnum staðgreiðslureikning félagasamtakanna og fá að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger. Afsláttur gildir af öllum Flügger vörum. Taka þarf fram við kaup hvaða félagasamtök á að styrkja.

Flügger greiðir félagasamtökunum árlega styrktargreiðslu sem er að minnsta kosti 5% af veltu staðgreiðslureikningsins yfir almanaksárið og mun greiðslan nýtast til að sinna aðildarfélögunum.