Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Multisensorial exhibition “The women who plant trees” December 2-20

Með News

Skógræktarfélag Íslands has the pleasure to announce the opening of the exhibition “The Women who plant trees” in collaboration with American visual artist Christalena Hughmanick (www.christalenahughmanick.com/) and the Alliance Francaise of Reykjavík (www.af.is/).

In August 2021, Skógræktarfélag Íslands began a collaboration with Christalena Hughmanick for a special project linking art and forestry, with the ambition to bring the world of forestry to the general public through art. The purpose of this project was to give visibility to the women who have been and still are participating in the reforestation efforts led in Iceland since the 1930s, to share their perspective, and to show how they engage daily with their forests.

The focus was put on the North of Iceland. This area was not only chosen because it is one of the most anciently forested places of the country, but also because the four volunteer forestry associations of the area and the biggest tree nursery of Iceland, situated in Akureyri, are all managed by women.

The goal was to understand what links people to their forests. The project therefore explores how forests embody the collective ambition to address the environmental crisis and improve life conditions in Iceland for almost a century. Christalena Hughmanick recorded nature sounds such as wind blowing through trees and collected the biographies of inspiring women from the North and more. She also led a mediation event at the heart of Kjarnaskógur with women from the forestry associations of Ólafsfjörður and Eyjafjörður, at the occasion of which they could meet and connect to nature together by mobilizing all their senses. The event was recorded and can be listened to on Youtube: www.youtube.com/watch?v=4tMIfDsru-c.

It is the result of those investigations that Christalena will be presenting in her exhibition. She will be releasing a digital album containing the interviews with some of the women she has met as well as nature sounds that she has recorded. These interviews and photographs of her travels in 2021 will be displayed for the duration of the exhibition. The title of the exhibition is inspired by “The man who planted trees”, a short essay by Jean Giono written in 1953 about Elzéard Bouffier, a sheep farmer who takes upon himself to plant oaks and birch trees in the French mountains of Provence and presents – in a beautiful way – the social and environmental improvements happening over the years for the small mountain community. A story resonating a lot with the history of the Icelandic forestry during the 20th century.

The opening of the exhibition will be on Friday 2nd of December 2022, at 6:30pm, at the Alliance Francaise, Tryggvagata 8, 2nd floor. Christalena Hughmanick will be presenting her work, the pictures, and the album to the visitors, and excerpts of “The man who planted trees” will be read in Icelandic, French and English. The online event can be found on Facebook here: https://www.facebook.com/events/863001364879565/863001388212896/?ref=newsfeed

Christalena Hughmanick will also be holding a cyanotype workshop event at the Alliance Francaise to teach about natural dyes and eco-prints on fabric with forest material. The event will be held on Saturday 3rd of December from 11am to 15pm. It is possible to register here for the workshop:

https://www.eventbrite.com/e/atelier-cyanotype-tickets-470926924107?fbclid=IwAR03PN61jbuFQlartD–ZwR2lNUXVUg9xqYbd485c0oGzzpyfm7kR0gLwyk

She will then stay to welcome visitors until 6pm to answer questions about her work and the exhibition.

Fjölskynjunarsýning „Konurnar sem planta trjám“ 2.-20. desember

Með Fréttir

Þann 2. desember opnar sýningin „Konurnar sem planta trjám“ í samstarfi Skógræktarfélags Íslands við bandarísku sjónlistakonuna Christalenu Hughmanick (www.christalenahughmanick.com/) og Alliance Francaise í Reykjavík (www.af.is/).

Í ágúst 2021 hóf Skógræktarfélag Íslands samstarf við Christalena Hughmanick um sérstakt verkefni sem tengir saman list og skógrækt, það að leiðarljósi að færa heim skógræktar til almennings með listsköpun. Tilgangur verkefnisins var að beina kastljósinu að þeim konum sem hafa verið og eru enn að taka  þátt í skógræktarstarfi undir forystu skógræktarfélaga á Íslandi frá 1930, fá þær til að deila sjónarhorni sínu og sýna hvernig þær umgangast skógana daglega.

Áherslan var lögð á að skoða Norðurland. Þetta svæði varð ekki aðeins fyrir valinu vegna fjölda gamalla og nýrra skóga á svæðinu heldur einnig vegna þess að fjögur sjálfboðaliðafélög skógræktarfélaga á svæðinu og stærsta trjágróðrarstöð landsins á Akureyri eru öll í umsjá kvenna.

Markmiðið var að skilja hvað það er sem tengir fólk við skógana í kringum þá. Í verkefninu er því gerð grein fyrir hvernig skógar endurspegla sameiginlegan metnað til að takast á við umhverfisvanda og bæta lífsskilyrði á Íslandi í næstum heila öld. Christalena Hughmanick tók upp náttúruhljóð eins og vind sem blæs um tré og safnaði ævisögum kvenna frá Norðurlandi og fleiri. Hún stýrði einnig miðlunarsamkomu í hjarta Kjarnaskógar ásamt konum úr skógræktarfélögum Ólafsfjarðar og Eyjafjarðar, en í tilefni hennar gátu þær hist og tengst náttúrunni saman með því að virkja öll skilningarvit sín. Viðburðurinn var tekinn upp og hægt er að hlusta á hann á Youtube: www.youtube.com/watch?v=4tMIfDsru-c.

Christalena mun á sýningu sinni kynna niðurstöðu þessara rannsókna. Hún mun gefa út stafræna plötu með viðtölum við nokkrar af þeim konum sem hún hefur kynnst auk náttúruhljóða sem hún hefur tekið upp. Þar verða viðtöl og ljósmyndir af ferðum hennar árið 2021 til sýnis meðan á sýningunni stendur. Titill sýningarinnar er innblásinn af „Maður skógarins (Maðurinn sem gróðursetti tré)“, stuttri ritgerð Jean Giono sem hann skrifaði árið 1953 um Elzéard Bouffier, sauðfjárbónda sem tekur sér fyrir hendur að gróðursetja eikar-og birkitrjáa í frönsku fjöllunum í Provence og kynnir –á fallegan hátt -þær samfélagslegu og umhverfislegu umbætur sem hafa áttáttu sér stað í gegnum árin fyrir litla fjallasamfélagið. Saga sem minnir um margt á sögu íslenskrar skógræktar á 20. öld.

Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 2. desember 2022, kl. 6:30, í Alliance Francaise, Tryggvagötu 8, 2. hæð. Christalena Hughmanick mun kynna verk s

ín, myndirnar og albúmið fyrir gestum og lesa úrdrátt útdrátt úr „Maður Skógarins“ á íslensku, frönsku og ensku. Viðburðinn á netinu má finna á Facebook hér:

https://www.facebook.com/events/863001364879565/863001388212896/?ref=newsfeed

Christalena Christalena Hughmanick mun einnig halda „cyanotype“ blásýruviðburð  vinnustofu í Alliance Francaise þar sem kennd verða notkun náttúrulegra litarefnai og vistprent á vefnað með skógarefniefniviði úr skóginum. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 3. desember næstkomandi frá kl. 11 til 15. Hægt er að skrá sig hér á vinnustofuna:

https://www.eventbrite.com/e/atelier-cyanotype-tickets-470926924107?fbclid=IwAR03PN61jbuFQlartD–ZwR2lNUXVUg9xqYbd485c0oGzzpyfm7kR0gLwyk

Hún mun svo halda sig til að taka á móti gestum til klukkan 6 til að svara spurningum um verk sín og sýninguna.

Kvöldganga í skógi fimmtudaginn 27. október

Með Fréttir

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu fimmtudaginn 27. október kl. 19:00. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Magnús Gunnarsson ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn.

Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn.

Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910.

2022 European Forest Network

Með Annað

European Forest Network eru óformleg samtök skógræktarfélaga í Evrópu og er megin áhersla þeirra á að skiptast á upplýsingum um skógar- og skógræktartengd málefni. Aðildarlönd skiptast á að halda fund samtakanna en auk formlegra skýrslna sem hvert land flytur á fundinum gefst gott tækifæri til að rækta tengsl við erlenda kollega innan hinna ýmsu hliða skógræktar.

Skógræktarfélag Íslands var gestgjafi fundarins árið 2022 og var fundurinn haldinn dagana 15. – 18. september. Yfirskrift fundarins nú var „Forestry in a changing climate/Áhrif loftslagsbreytinga á skóga og aðlögun að þeim“. Mættu alls fjórtán fulltrúar, frá sex löndum, til landsins og voru það Pólland, Svíþjóð, Austurríki, Króatía, Skotland og Lettland.

Fundurinn hófst með móttökukvöldverði þann 15. september. Daginn eftir var Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá heimsótt, haldið upp í Öskjuhlíð og skoðaður skógurinn þar. Formlegur fundur var svo haldinn í Guðmundarlundi í Kópavogi, þar sem fulltrúar allra landanna héldu erindi og ræddu málin. Laugardaginn 17. september var svo haldið í vettvangsferð, sem byrjaði á heimsókn til Þingvalla, með viðkomu í Vinaskógi. Þaðan var haldið í hádegismat á Úlfljótsvatni, þar sem Skógræktarfélag Íslands er með bækistöð og kynnt starfsemin þar. Að hádegisverði loknum var haldið í heimsókn til Skógræktarfélags Árnesinga að Snæfoksstöðum. Fundi lauk svo sunnudaginn 18. september með umræðu um framtíðar fyrirkomulag fundar og næstu skref innan samtakanna.

Ályktanir aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2022

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Mosfellsbæ fyrstu helgina í september. Fundi lauk sunnudaginn 4. september, með samþykki tíu ályktana og eru þær sem hér segir:

  1. Græni stígurinn ofan höfuðborgarsvæðisins

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2. – 4.  september 2022, hvetur sveitarfélög, SSH-Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Innviðaráðuneytið til að hrinda í framkvæmd gerð Græna stígsins ofan höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við skógræktarfélög á svæðinu. Græni stígurinn þarf að fara inn í viðræður sem hafnar eru milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.

  1. Um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á ráðherra landbúnaðar- og skógræktarmála að ganga varlega fram í úrvinnslu hugmyndar um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Skógræktarfélag Íslands óskar eftir því að félagið fái að leggja mat á álit starfshóps um hugsanlega sameiningu áður en til ákvarðana kemur, í samræmi við ákvæði Árósarsamningsins um þátttöku almennings í ákvarðanatöku stjórnvalda.

  1. Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar. 

  1. Skógræktarritið

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, beinir því til stjórnar og starfsmanna Skógræktarfélags Íslands að huga að auknu rafrænu aðgengi Skógræktarritsins.

  1. Um herferð gegn skógrækt

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, fordæmir þá  herferð sem rekin hefur verið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að undanförnu og beinist gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands svarar kalli um aðgerðir gegn loftslagbreytingum. Félögin eru boðin og búin til að leggja sitt af mörkum og fagna hverskonar samstarfi við ríki, sveitarfélög, skógarplöntuframleiðendur, fyrirtæki og félagasamtök og alla þá sem vilja efla skógrækt, landgræðslu og kolefnisbindingu í landinu.

Jafnframt hvetur fundurinn til þess að skógargeirinn (skógræktarfélögin, Skógræktin, skógarbændafélögin) leiti leiða til þess að snúa vörn í sókn og efni til ráðstefnu sem allra fyrst um framtíðarskipulag skógræktar á Íslandi.

  1. Hvatningarverðlaun skógræktar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, beinir þeim tilmælum til stjórnar Skógræktarfélags Íslands að á aðalfundum félagsins verði árlega veitt sérstök hvatningaverðlaun til einstaklinga eða hópa sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. 

  1. Skjólbelti við vegi

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á Vegagerðina í samvinnu við landeigendur, að planta skjólbeltum þar sem þörf er á meðfram þjóðvegum, þar sem hætta er á snörpum vindkviðum, skafrenningi og snjósöfnun. Við slíkar aðstæður getur skapast mikil slysahætta og umferðartafir, auk mikils kostnaðar við snjómokstur. Mikilvægt er að vanda vel til tegundavals og gera langtíma áætlun um ræktun skjólbelta meðfram þjóðvegum og öðrum fjölförnum vegum og setja slíkt verkefni í gang nú þegar.

  1. Um varnir gegn birkikembu og birkiþélu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á Skógræktina, í samvinnu við Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, að gera gangskör að því að bregðast við innfluttum evrópskum skaðvöldum, skordýrunum birkikembu og birkiþélu sem nú valda stórfelldum skaða á íslensku birki. Þetta verði gert með lífrænum vörnum, þ.e. með innflutningi vesputegunda sem í Evrópu gera það að verkum að þessi skordýr valda hvergi þeim skaða sem blasir við hérlendis. Rétt er að endurskoða gróðursetningu á birki í landinu þar til þessu takmarki er náð.

  1. Gróðrarstöðvar

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ 2. – 4. september 2022, hvetur starfandi gróðrarstöðvar og þá aðila sem vinna að stofnsetningu nýrra gróðrarstöðva til að auka framleiðslu á skógarplöntum í landinu svo nægilegt framboð á plöntum til skógræktar verði tryggt á komandi árum.

  1. Landsáætlun í skógrækt

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2. – 4.  september 2022, hvetur Matvælaráðuneytið til að endurskoða sameinaða tillögu að landsáætlun í landgræðslu og skógrækt.
Samkvæmt skógræktarlögum (skv. 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019) skal landsáætlun í skógrækt vera í gildi.

Tré ársins 2022: Hæsta tréð frá því fyrir ísöld

Með Fréttir

Tré ársins 2022 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn mánudaginn 12. september og er það sitkagreni (Picea sitchensis) á Kirkjubæjarklaustri. Er Tré ársins fyrsta tré frá því fyrir síðustu ísöld til að ná 30 m hæð, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á tréð með aðstoð Björns Traustasonar frá Skógræktinni og reyndist það vera 30,15 m á hæð.

Í ávarpi sínu við athöfnina kom Katrín Jakobsdóttir inn á mikilvægi skóga og skógræktar og nefndi sérstaklega nýja landsáætlun um landgræðslu og skógrækt og mikilvægi hennar fyrir loftslagsmarkmið Íslands. Að auki skipaði skógurinn sem tréð stendur í sérstakan sess í huga hennar, en hún sýndi á sínum tíma tilvonandi manni sínum skóginn sem einn af sínum uppáhaldsstöðum.

Fjöldi fólks mætti á athöfnina – heimafólk og fulltrúar eigenda skógarins, Skógræktarinnar og Skógræktarfélags Íslands. Auk forsætisráðherra fluttu ávarp Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem er bakhjarl viðburðarins. Einnig afhenti Hafberg viðurkenningaskjöl og tók Fanney Ólöf Lárusdóttir við því fyrir hönd landeiganda og Þröstur Eysteinsson fyrir hönd Skógræktarinnar, en Skógræktin hefur farið með umsjón skógarins.

Fanney Ólöf Lárusdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Þröstur Eysteinsson glaðbeitt við Tré ársins 2022.

Í tilefni útnefningar Trés ársins fékk Skógræktarfélag Íslands einnig senda skemmtilega ferskeytlu frá Philip Vogler:

Heim við bjóðum góðu geni,
getur vaxið hátt.
Við Systrafoss nú sitkagreni
sannar vaxtarmátt.

Tré ársins 2022

Með Fréttir

Tré ársins verður formlega útnefnt mánudaginn 12. september kl. 16. Að þessu sinni er um að ræða sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri.  Athöfnin fer fram vestan við Systrafoss.

Dagskrá:

  • Tónlist. Hjónin Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps og Teresa Zuchowicz
  • Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
  • Mæling á Tré ársins
  • Ávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Afhending viðurkenningarskjala
  • Ávarp: Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri

Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Allir velkomnir!

 

Styrktaraðili Tré ársins er Lambhagi ehf.