Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn stendur fyrir námskeiðum í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sama hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við þekkingu sína á meðferð og umhirðu saga.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi dagana 24.-26 janúar og á Tálknafirði 17.-19. febrúar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans – https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid

2022 – Sitka spruce (Picea sitchensis) in Kirkjubæjarklaustur, S-Iceland

Með English

The Tree of the Year 2022 is a sitka spruce in Kirkjubæjarklaustur, near the Systrafoss waterfall. This is the first tree in Iceland to reach 30 m in height in modern times. The tree was planted in 1949 and the small forest it stands in is now supervised by the Icelandic Forest Service. The tree was formally nominated with a ceremony in September 2022 and its height measured by the Prime minister of Iceland, Katrín Jakobsdóttir, with guidance from experts at the Icelandic Forest Service. It’s measured height was 30,15 m, with a trunk radius of 49,9 cm at chest height.

Location on Google Maps: https://goo.gl/maps/EAv7mQB7qGqDAkMy8

An article (in Icelandic) from Skógræktarritið – The Journal of the Icelandic Forestry Assocation about the tree (here).

Skjótum rótum og kaupum Rótarskot!

Með Fréttir

Eins og undanfarin ár verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu nú fyrir áramótin. Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna, sem mikið hefur mætt á nú í desember, og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/vorur/rotarskot

The second issue 2022 of Skógræktarritið – The Journal of the Icelandic Forestry Association – has been published

Með News

The second issue of Skógræktarritið has now been published and is in circulation to subscribers. The Journal is the only journal in Iceland specifically dedicated to forestry and is therefore the main forum for writing for Icelandic foresters and other forestry enthusiasts. The content of the Journal is therefore very diverse.

The second issue contains articles on the Tree of the Year 2022, the first tree in a very long time to reach 30 m in Iceland, about shelterbeds and their effects on microclimate and plant growth, about forestry in “hopeless” areas, about the legal framework for forestry in terms of livestock, about a forestry field trip to Morocco, about the general meeting of the Icelandic Forestry Association and a think piece one the interaction between trees and people, as well as an overview of the main forestry statistics for 2021 and memorials.

For more information on the publication, visit the website of the Icelandic Forestry Association: http://www.skog.is/skograektarritid/

Seinna tölublað Skógræktarritsins 2022 er komið út

Með Fréttir

Annað tölublað Skógræktarritsins er nú komið út og í dreifingu til áskrifenda. Ritið er eina tímaritið á Íslandi sérstaklega tileinkað skógrækt og því aðal vettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni Skógræktarritsins er því mjög fjölbreytt.

Að þessu sinni má finna í ritinu umfjöllun um Tré ársins 2022, sem er fyrsta tréð í langan tíma til að ná 30 m hæð hér landi, um skjólbelti og áhrif þeirra á nærviðri og plöntuvöx, um skógrækt á „vonlausum“ svæðum, um lagaumhverfi skógræktar hvað lausagöngu búfjár varðar, um skógræktarferð til Marokkó, um aðalfund Skógræktarfélags Íslands og hugvekju um samspil trjágróðurs og mannfólks, auk yfirlits yfir helstu tölur skógræktar ársins 2021 og minningagreinar.

Frekari upplýsingar um ritið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: http://www.skog.is/skograektarritid/

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum 19.-23. desember kl. 11-16. Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 19.-23. desember kl. 12-17. Sjá: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur á Lækjartorgi 19.-22. desember kl. 16-20. Sjá: https://www.heidmork.is

Nánari upplýsingar einnig á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Jólatrjáasölur hjá skógræktarfélögum helgina 17. – 18. desember

Með Fréttir

Það eru þó nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina. Með því að kaupa af skógræktarfélögunum styrkir þú útivistarskóga félaganna!

 

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá : https://www.skogak.com/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga, í Gunnfríðarstaðaskógi á laugardaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá : https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 11:30-15:30. Sjá: https://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18, til 23. desember. Sjá nánar: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, á laugardaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagrangaeinga

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi báða dagana kl. 14-18. Sjá naánar: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms, í Grensás á laugardaginn kl. 11:30-14. Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

 

Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Jólatrjáasölur hjá skógræktarfélögum helgina 10. – 11. desember

Með Fréttir

Það eru nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18. Sjá nánar: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð. Opnunarhátíð verður laugardaginn 10. desember kl. 13. Opið um helgar kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, í Haga sunnudaginn kl. 10-13.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá nánar: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi báða dagana kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi á laugardaginn kl. 11:30-14. Sjá nánar: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 11-15. Sjá nánar: https://skogkop.is/

Nánari upplýsingar einnig á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/