Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi mánudaginn 8. maí og hefst hann klukkan 19:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst á fjarflutningi Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur lýðheilsufræðings hjá Eflu um mikilvægi náttúru í manngerðu samfélagi.

Sjá einnig Facebook síðu félagsins: https://fb.me/e/10R5ponHX

Úthlutun úr Landgræðslusjóði 2023

Með Fréttir

Landgræðslusjóður hefur nú gengið frá úthlutun styrkja árið 2023. Alls var úthlutað um 7,5 milljónum króna. Eftirfarandi verkefni fengu styrki:

Skógræktarfélag Heiti og staðsetning verkefnis  Úthlutun (kr.)
Skógræktarfélag A-Húnvetninga Gunnfríðarstaðir               300.000
Skógræktarfélag Akraness Áframhaldandi vinna við bætt aðgengi, nýjir stígar               300.000
Skógræktarfélag Bolungarvíkur Bernudósarlundur               250.000
Skógræktarfélag Djúpavogs Hálsaskógur á Djúpavogi               750.000
Skógræktarfélag Húsavíkur Skógrækt í nágrenni Húsavíkur               300.000
Skógræktarfélag Íslands Líf í lundi               500.000
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar Hornbrekku-útivistarstígur               250.000
Skógræktarfélag Rangæinga Völvuskógur/skógar Rangárþing eystra               300.000
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar Grisjun Bolabrekkur               400.000
Skógræktarfélag Siglufjarðar Skarðsdalsskógur               750.000
Skógræktarfélag Skagfirðinga Hólaskógur               750.000
Skógræktarfélag Skilmannahrepps Álfholtsskógur               300.000
Skógræktarfélag Stykkishólms Grensá svæði skógræktarfélagsins við Stykkishólm               500.000
Skógræktarfélag Tálknafjarðar Grisjun á svæði sem gróðursett var í árin 1991 og 1993               500.000
Skógræktarfélagið Ungviður Girðingaframkvæmdir og verkfærakaup á Ingunnarstöðum í Brynjudal               300.000
Skógræktarfélögin á Vestfjörðum Gestgjafar aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2023            1.000.000
Samtals            7.450.000

Rafrænt félagsskírteini skógræktarfélaganna 2023

Með Fréttir

Skógræktarfélögin innan vébanda Skógræktarfélags Íslands hafa um áraraðir verið með sameiginlegt félagsskírteini skógræktarfélaganna og hefur það veitt afslætti hjá ýmsum vel völdum fyrirtækjum.

Árið 2022 var byrjað að gefa skírteinið út á rafrænu formi og er það nú geymt í farsímanum. Allir félagar með skráð virkt netfang fengu sendan tengil til að hlaða skírteininu niður í símann. Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag.

Skírteinið er uppfært árlega. Félagar með Android síma þurfa ekkert að gera, þar sem skírteinið uppfærist sjálfkrafa þegar skírteinið er opnað. Félagar með Iphone geta uppfært skírteinið með því að fara á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), smella á „Pass details“ og strjúka svo niður skjáinn og uppfærist skírteinið þá.

Félagsmenn sem eru ekki nú þegar með skírteinið og vilja nálgast það geta haft samband við Skógræktarfélag Íslands með tölvupósti á rf@skog.is eða í síma 551-8150 til að athuga með skráningu.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviður

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviður verður haldinn föstudaginn 21. apríl kl. 18. Fundurinn er haldinn í bókasafninu á rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, milli trjáa og í stærsta bókasafni um skógfræði á Ísland. Einnig hægt að fylgjast með fundinum á netinu.

Dagskrá:
– Stutt kynning á Ungviði, því sem gert var árið 2022, starfsemi félagsins og skipulagi.
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni og sett markmið ársins.
– Kosning stjórnar

Léttar veitingar og heitar pítsur verða í boði félagsins.
Allir velkomnir!

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Með Fréttir

Arion banki og Stefnir styrktu nýverið Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins um samtals fjórar milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til kaupa og dreifingar á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskólabarna um land allt og munu þau sjá um að planta trjánum.

Yrkjusjóður var stofnaður 1990 fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur sem er verndari sjóðsins. Á hverju ári síðustu 30 ár hafa um 10 þúsund nemendur um land allt plantað trjáplöntum fyrir tilstilli sjóðsins og er markmiðið að svo verði einnig í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Jónatan Garðarsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Íslands, Andri Snær Magnason, stjórnarformaður Yrkjusjóðs, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – grænavals.

Mosfellsbær Forestry Association Annual General Meeting

Með News

The Mosfellsbær Forestry Association will hold its annual general meeting on Wednesday April 26th, at 20:00 at the hall of Björgunarsveitin Kyndill at Völuteigur 23.

Programme:

  1. Election of chair and secretary of the meeting
  2. Board report 2022
  3. Associations account 2022
  4. Membership fee for 2023
  5. Board and auditor elections
  6. Other items

The meeting will conclude by a presentation by Auður Kjartansdóttir, manager of the Reykjavík Forestry Association, on land roughness, i.e. surface roughness and its connection to forestry.

Refreshments on offer

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2023 verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar 2022
3. Reikningar félagsins 2022
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2023
5. Kosning stjórnar og endurskoðenda
6. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fjalla um hrýfi út frá ýmsum hliðum. Með hrýfi er átt við hrjúfleika lands og ástæður þess að allir ættu að hrífast með skógrækt.

Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.

Children’s Culture Festival – Let’s sow!

Með News

Kids and their families are invited to come to the Reykjavík Botanic Garden for the Children’s Culture Festival. On Tuesday, April 18th between 17:00-18:00 kids can come to our display greenhouse and learn how to sow summer flowers and edibles and how to prick out seedlings. The kids and families can take the plants home after the workshop.
Entry is free and all are welcome to join!

Barnamenningarhátíð í Grasagarðinum: Hæ litla fræ!

Með Fréttir

Grasagarður Reykjavíkur býður fjölskyldum í plöntusmiðju á barnamenningarhátíð!
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 17-18 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að koma í garðskála Grasagarðsins og læra að sá fyrir sumarblómum og matjurtum. Þá læra krakkarnir (og fullorðnir líka) að dreifplanta eða prikla smáplöntum. Þátttakendur fá svo að taka plönturnar sínar með heim í lok viðburðar.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Áhugaverð námskeið hjá Garðyrkjuskólanum – Fsu

Með Fréttir

Tvö áhugaverð námskeið fyrir skógræktarfólk eru fyrirhuguð hjá Garðyrkjuskólanum nú í maí. Annars vegar er um að ræða námskeið þann 4. maí um áhættumat trjáa, en með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs.

Hins vegar er í boð námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það haldið í Hveragerði. Námskeiðið er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við sig. Námskeiðið fer fram dagana 4.-6. maí.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu má finna á heimasíðu Garðyrkjuskólans: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid