Garðyrkjuskólinn býður upp á ýmis námskeið sem áhugaverð geta verið ræktunarfólki. Má sérstaklega benda á námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög sem haldið er á Hólum í Hjaltadal í maí. Nánari upplýsingar um námskeið í boði má finna á: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid.
If you know a person or people who are doing really good things within forestry and deserve encouragement – please submit a nomination!
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í annað sinn á alþjóðlegum degi skóga, þann 21. mars næst komandi. Þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.
Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/
Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að standa sig vel í skógrækt og eiga hvatningu skilið – endilega senda inn tilnefningu!
The Icelandic Forestry Association wishes you all a Happy New Year!
Skógræktarfélag Íslands óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs!
Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.
Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/rotarskot
The Icelandic Forestry Association wishes you a Merry Christmas!
Takmörkuð viðvera verður á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands yfir jólin og fram yfir áramót. Því er betra að hringja á undan sér (s. 551-8150) ef þið eigið erindi á skrifstofuna.
Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum nú síðustu dagana fyrir jól.
Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 21.-22. desember kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir
Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar fram að jólum. Sjá nánar: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember, kl. 10-18 (nema 10-12 á Þorláksmessu). Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá nánar á: https://www.skoghf.is
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember. Opið um helgar og á Þorláksmessu kl. 10-16 en kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/
Skógræktarfélag Reykjavíkur á jólamarkaðinum á Heiðmörk helgina 20.-21. desember kl. 12-17, á Lækjartorgi til 22. desember kl. 15-19 á virkum dögum og kl. 14-18 um helgar. Sjá nánar: https://www.heidmork.is
Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólaskóg í Álfholtsskógi laugardaginn 21. desember kl. 12-15:30.
Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi sunnudaginn 22. desember kl. 12-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis
Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/
Nýlegar athugasemdir