Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Forestry Encouragement Award 2025: Call for nominations

Með News

The Forestry Encouragement Award will be awarded for the second time on the International Day of Forests, 21st of March. The Award will be given annually to individuals, groups, companies, associations or institutions that have carried out selfless work in the interests of forestry in Iceland.
The award is presented by the Icelandic Forestry Association, Land and Forest and the Icelandic Farmers Association.
The deadline for nominations is February 14th. The nomination can be completed on the website of the Icelandic Forestry Association: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/ 

If you know a person or people who are doing really good things within forestry and deserve encouragement – please submit a nomination!

 

                

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025: Kallað eftir tilnefningum

Með Fréttir

Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í annað sinn á alþjóðlegum degi skóga, þann 21. mars næst komandi. Þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. 

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands. 

Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/ 

 Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að standa sig vel í skógrækt og eiga hvatningu skilið – endilega senda inn tilnefningu! 

 

                

Skjótum rótum með Rótarskoti!

Með Fréttir

Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/rotarskot

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum nú síðustu dagana fyrir jól.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 21.-22. desember  kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar fram að jólum. Sjá nánar: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember, kl. 10-18 (nema 10-12 á Þorláksmessu). Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá nánar á: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember. Opið um helgar og á Þorláksmessu kl. 10-16 en kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur  á jólamarkaðinum á Heiðmörk helgina 20.-21. desember kl. 12-17, á Lækjartorgi til 22. desember kl. 15-19 á virkum dögum og kl. 14-18 um helgar. Sjá nánar: https://www.heidmork.is

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólaskóg í Álfholtsskógi laugardaginn 21. desember kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi sunnudaginn 22. desember kl. 12-15.  Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis

 

Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/