Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Garðyrkjuskólinn: Námskeið

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn býður upp á margvísleg námskeið fyrir skógræktarfólk og aðra ræktendur. Má sérstaklega benda á námskeið um trjáfellinga og grisjun með keðjusög sem haldið verður á Reykjum í Ölfusi nú í maí.

The Forestry Encouragement Award 2025 awarded

Með News

The Forestry Encouragement Award 2025 was given at a ceremony in Kvikan, the cultural center of Grindavík, on the International Day of Forests, March 21st.

This is the second time the Award has been given. The Award is presented given annually to individuals, groups, companies, associations, or institutions that have worked selflessly for the cause of forestry in Iceland. The aim of these awards is to encourage forestry enthusiasts to continue their work and to draw attention to the diverse and valuable forestry efforts being carried out across the country.

Nominations for the Award were called for in January. A total of 20 nominees were received, from which a jury selected three candidates for online voting. The result of the vote was that Pálmar Örn Guðmundsson, chairman of the Grindavík Forestry Association, received the most votes and thus wins the Award this year.

The ceremony began with an address by Ásrún Kristinsdóttir, president of the Grindavík town council, who welcomed guests and briefly described the current situation in the town. Next, Hjörtur Bergmann Jónsson, chairman of the forestry farmers’ division at the Icelandic Farmers’ Association, took over and formally presented the award to Pálmar. As a prize, Pálmar received two beautiful bowls made of Icelandic birch, crafted by artisan Trausti Tryggvason, who is also the former chairman of the Stykkishólmur Forestry Association.

Pálmar has, on his own initiative, carried out important and selfless promotional work for forestry in Iceland through his YouTube channel Skógurinn (The Forest), where he has covered various aspects of forestry – individual tree species, forests, and forestry entities such as nurseries. Despite his hometown and the forests of the Grindavík Forestry Association being damaged due to the volcanic eruptions on the Reykjanes peninsula in recent years, he has not let it discourage him. All work on the videos is done by him alone without the involvement of others. With his sincere and contagious passion for forests and nature, Pálmar sparks interest in anyone who discovers his videos, and it is particularly praiseworthy how diligent he has been in adding English subtitles to the videos, so that more people can enjoy them.

The awards are sponsored by the Icelandic Forestry Association, Land og skógur (Land and Forest), and the Icelandic Farmers’ Association (forestry farmers’ division).

Pálmar Örn Guðmundsson, recipient of the Forestry Encouragement Award 2025. Photo: EB

 

Garðyrkjuverðlaun 2025 – kallað eftir tilnefningum

Með Fréttir

Garðyrkjuverðlaun ársins verða veitt samkvæmt venju á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem nú er starfræktur undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands, FSu. Með verðlaunaveitingunni vill  Garðyrkjuskólinn – FSu heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar hverju sinni að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Örn Eggertsson, brautarstjóri skógar og náttúru, Guðríður Helgadóttir, fagstjóri garðyrkjunáms og Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

Það er skólanum kappsmál að sem flestir komi að því að benda á þá aðila sem kemur til greina að heiðra með garðyrkjuverðlaununum. Með þessu bréfi er óskað eftir tilnefningum í þá þrjá flokka sem taldir eru upp hér fyrir neðan. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

  1. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar.  Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati atvinnulífsins og skólans.
  2. Verknámsstaður ársins.  Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2025, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.
  3. Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar. Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem  eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi þriðjudaginn 8. apríl 2025 á netfangið  boe@fsu.is

Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 afhent við hátíðlega athöfn

Með Fréttir

Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga, á Alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars.

Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Markmið með afhendingu þeirra er að hvetja skógræktarfólk til áframhaldandi starfa og vekja athygli á því margþætta góða skógarstarfi sem unnið er að um land allt.

Kallað var eftir tilnefningum að verðlaununum í janúar. Alls bárust tilnefningar að 20 aðilum og valdi dómnefnd úr þrjá aðila til kosninga á vef. Niðurstaða kosninga var sú að Pálmar Örn Guðmundsson, formaður Skógræktarfélags Grindavíkur, fékk flest atkvæði og hlýtur því verðlaunin í ár.

Hófst athöfnin á ávarpi Ásrúnar Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, sem bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá stöðu mála í bænum. Því næst tók Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökunum við og afhenti Pálmari verðlaunin formlega. Fékk Pálmar sem verðlaunagrip til eignar tvær fallegar skálar úr íslensku birki, sem gerðar eru af handverksmanninum Trausta Tryggvasyni, sem einnig er fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Stykkishólms.

Pálmar hefur á eigin spýtur unnið mikilvægt og óeigingjarnt kynningarstarf í þágu skógræktar á Íslandi með Youtube-rás sinni Skógurinn, þar sem hann hefur fjallað um ýmsa þætti skógræktar – einstaka trjátegundir, skóga og skógræktaraðila, svo sem gróðrarstöðvar. Þrátt fyrir að heimabærinn hans og skógar Skógræktarfélags Grindavíkur hafi skemmst vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga undanfarin ár, þá hefur hann ekki látið deigan síga. Öll vinna við myndböndin er unnin af honum einum án aðkomu annara. Með sinni einlægu og smitandi ástríðu fyrir skógum og náttúru, kveikir Pálmar áhuga hjá hverjum þeim sem uppgötvar myndböndin hans og er sérlega lofsvert hvað hann hefur verið duglegur að setja enska texta við myndböndin, svo fleiri geti notið þeirra.

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands (búgreinadeild skógarbænda).

Pálmar Örn Guðmundsson, handhafi Hvatningarverðlauna skógræktar 2025. Mynd: EB

The 2025 Forest Encouragement Award presented on the International Day of Forests

Með News

The 2025 Forestry Encouragement Award will be presented at a ceremony in Kvikan, the Grindavík Cultural Center, on the International Day of Forests, March 21st, and the ceremony will begin at 5 p.m.

The Icelandic Forestry Association, Land and Forest Iceland, and the Icelandic Farmers’ Association (forestry sector department) are pleased to announce the second annual presentation of awards recognizing selfless contributions to Icelandic forestry.

These awards honor individuals, groups, companies, associations, and institutions for their exemplary work. The initiative aims to both encourage continued dedication to forestry and to highlight the outstanding achievements within the sector nationwide.

On the International Day of Forests

The United Nations General Assembly declared 21 March the International Day of Forests to highlight the importance of all types of forests and trees outside forests. Forests have been at the forefront of global discussions since the 2030 Sustainable Development Goals and the Paris Agreement were adopted.

Each year, the Conference of the Parties to the Convention on Forests (CPF) sets a specific theme or theme for the International Day of Forests. This year’s theme, Forests and Nutrition, highlights the importance of the world’s forests in providing nutrition for the world’s population and for people’s livelihoods. In addition to providing food, energy, income and jobs, forests provide fertile soil, clean water and a diverse range of ecosystems and habitats, including pollinators that pollinate crops.

Happy International Day of Forests!

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 afhent á Alþjóðlegum degi skóga 21. mars

Með Fréttir

Hvatningaverðlaun skógræktar 2025 verða veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga á alþjóðlegum degi skóga, 21. mars, og hefst athöfnin kl. 17.

Er þetta í annað sinn sem verðlaunin verða afhent, en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Markmið með afhendingu þeirra er að hvetja skógræktarfólk til áframhaldandi starfa og vekja athygli á því margþætta góða skógarstarfi sem unnið er að um land allt.

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands (búgreinadeild skógarbænda).

Um alþjóðlegan dag skóga, 21. mars

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti 21. mars alþjóðlegan dag skóga á sínum tíma til að vekja athygli á mikilvægi hvers kyns skóga og trjáa utan skóglendis. Skógar hafa verið ofarlega í allri alþjóðlegri umræðu frá því að heimsmarkmiðin til 2030 um sjálfbæra þróun voru sett og Parísarsamkomulagið samþykkt.

Árlega ákveður CPF, samstarfsvettvangur ríkja heims um skóga, sérstakt þema eða yfirskrift fyrir alþjóðlegan dag skóga. Með því að helga daginn að þessu sinni skógum og næringu er vakin athygli á því hversu miklu máli skógar heimsins skipta í því að afla næringar fyrir heimsbyggðina og fyrir lífsafkomu fólks. Auk þess að vera uppspretta fæðu, orku, tekna og starfa skapa skógar næringarríkan jarðveg, stuðla að framboði á hreinu vatni og fóstra fjölbreytt lífríki og búsvæði tegunda, þar á meðal frjóbera sem sjá um að fræva nytjaplöntur.

Gleðilegan alþjóðlegan dag skóga!