Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 12. september næst komandi og verður farið um uppsveitir Árnessýslu.
Takið daginn frá.
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.
Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 12. september næst komandi og verður farið um uppsveitir Árnessýslu.
Takið daginn frá.
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.
Undanfarna daga hefur hópur franskra skáta, sem hingað komu á nýafstaðið skátamót, Roverway 2009, dvalið í góðu yfirlæti í Brynjudal í Hvalfirði, þar sem Skógræktarfélag Íslands er með jólatrjáaræktun. Skátarnir hafa þar unnið að ýmsum verkum, svo sem gróðursetningu og lagfæringu á vegum og annarri aðstöðu, undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarfélag Íslands. Einnig hefur teymi grisjunarmanna verið að störfum í Brynjudal undanfarna tvo daga og hafa skátarnir aðstoðað við að draga út úr skóginum. Grisjunarteymið er hluti af atvinnuátaki 2009-2011, en þeir hafa verið undanfarnar vikur að störfum í næsta nágrenni, á Fossá í Hvalfirði.
Á meðfylgjandi mynd má sjá frönsku skátana, ásamt grisjunarmönnum (í hlífðarbúningum), starfsmönnum skógræktarfélagsins (t.h.) og „aðstoðarverkstjóra“, honum Depli (fyrir miðju).
Ný og uppfærð heimasíða Skógræktarfélags Íslands er komin í loftið.
Það var sannarlega kominn tími á yfirhalningu, en engar meiriháttar breytingar hafa verið gerðar á útliti eða uppbyggingu síðunni frá því að hún var fyrst opnuð árið 2000.
Markmiðið með breytingunum var að gera útlit og umgjörð síðunnar alla einfaldari og þægilegri í notkun, bæði fyrir notendur og umsjónaraðila. Þótt síðan sjálf sé komin upp er enn verið að vinna í ýmsum viðbótum og uppfærslum á henni, þannig að nýtt efni verður að tínast inn á næstunni. |
|
Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Ragnhildur Freysteinsdóttir, ritstjóri vefsíðunnar, opna nýju síðuna formlega. |
Vonum við að notendum líki nýja útlitið vel!
Fram á Gunnfríðarstöðum á Bakásum er fallegur skógur sem nú stendur í blóma. Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga hefur verið með starfsemi á jörðinni síðan haustið 1961, þegar félagið fékk jörðina að gjöf frá þeim heiðurshjónum Helgu Jónsdóttur og Steingrími Davíðssyni.
Grillað á nýja grillinu. |
Jónatan Líndal frá Holtastöðum við vegavinnu. |
Upplýsingaskilti. |
Fræbelgir á alaskaösp. |
Í dag er kominn þar veglegur útivistarskógur sem er öllum opinn allt árið um kring. Skógarkofinn er opinn yfir sumarið en í honum er snyrtiaðstaða og mataraðstaða. Þá er komið veglegt kolagrill milli skógarkofans og tjaldsvæðis. Göngustígar hafa verið lagðir vítt og breitt um skóginn og eru merkingar við upphaf þeirra auk þess eru mismunandi litaðir staurar við stígana til að vísa fólki veginn.
Oft má finna betra veður fram á Gunnfríðarstöðum en t.d. á Blönduósi þegar köld hafgolan kemur yfir bæinn.
Í sumar hefur vinnuhópur frá Blöndustöð unnið í skóginum við ýmis störf. Þá hafa einnig verið tvö vinnukvöld hjá áhugafólki um skógrækt. Jólatré framtíðarinnar voru gróðursett og borinn áburður á jólatré nútímans.
Ef þið notið kolagrillið í skóginum, þá munið eftir að hella vatni á kolin að grillun lokinni. Vatnið má sækja í lækinn eða í vatnskrana við kofann. Ekki er leyfilegt að kveikja varðeld í skóginum.
Verið velkomin að Gunnfríðarstöðum.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.
Í ár eru 60 ár frá því Skógræktarfélag Íslands stóð fyrst fyrir kynnisferð skógræktaráhugafólks á erlenda grund og var það til Noregs. Í tilefni þess verður Noregur heimsóttur í fræðsluferð Skógræktarfélagsins þetta árið. Þann 3. september verður flogið til Bergen og ekið um suðurhluta landsins til Osló. Gist verður í Bergen, Voss og Hamar á leiðinni til Osló.
Meðal atriða á dagskránni er skoðun á trjásafninu í Bergen, heimsókn í Norska skógarsafnið (Norsk Skogsmuseum), heimsókn í Norska skógarfræbankann (Det Norske Skogfrøverk) í Hamar og „skógarhátíð“ við Sognsvatnið, auk þess sem leiðin liggur um fallegasta hluta Noregs og því margt áhugavert að sjá og skoða á leiðinni.
Það eru um 15 sæti laus í ferðina, þannig að enn er tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á ferðinni að koma með. Nánar má fræðast um ferðina á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is. Skráning í ferðina er hjá:
TREX?Hópferðamiðstöðin
Hesthálsi 10
110 Reykjavík
S: 587?6000
Netfang: info@trex.is
Ganga þarf endanlega frá bókun og greiðslu ferðarinnar fyrir lok júlí.
Laugardaginn 18. júlí verður opinn dagur í Vaglaskógi kl. 14:00-17:00, í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Skógrækt ríkisins hóf starfsemi þar og fyrsti skógarvörðurinn var settur.
Dagskrá:
1. Setning og saga starfseminnar
2. Ávörp
3. Gönguferðir með leiðsögn
4. Kynning á viðarvinnslu og frærækt
5. Veitingar
Allir velkomnir.
Árlegur Fulltrúafundur skógræktarfélaganna var haldinn í Norræna húsinu laugardaginn 17. mars 2007.
Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundurinn hófst á undirskrift víðtæks samstarfssamnings Skógræktarfélags Íslands við Olís, um margvíslegan stuðning Olís við skógrækt og uppbyggingu á skógræktarsvæðum.
Því næst komu tvö áhugaverð fræðsluerindi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallaði um loftslagsbreytingar og þau áhrif sem þær geta haft á ræktunarskilyrði á Íslandi. Því næst hélt Soffía Waag Árnadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Kolviðarsjóðs, kynningu á sjóðnum, markmiðum hans og hlutverki.
Næstur á mælendaskrá var Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst í Borgarfirði, sem kynnti yfirstandandi vinnu við nýja stefnumótun Skógræktarfélags Íslands, en sú stefnumótun var meginþema Fulltrúafundarins að þessu sinni.
Að lokinni kynningu Reynis var fundarmönnum skipt í fjórar nefndir, sem hver fjallaði um tiltekið efni stefnumótunarinnar, og fór það sem eftir var af fundinum í nefndavinnuna. Líflegar umræður urðu í öllum nefndunum og komu fram ýmsar áhugaverðar og gagnlegar athugasemdir og ábendingar. Fulltrúafundinum lauk svo formlega með samantekt nefnda og almennum umræðum.
Fundarstjóri var Páll Ingþór Kristinsson.
Eftir fundinn var haldinn skógræktarfagnaður, með léttum veitingum í boði Umhverfisráðherra.
Árlegur Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2006 var haldinn í Reykjavík laugardaginn 11. mars 2006, í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (sal N- 132).
Fundarstjóri var Vilhjálmur Lúðvíksson.
Fundurinn var settur með ávarpi Magnúsar Jóhannessonar, formanns Skógræktarfélags Íslands.
Því næst voru haldin erindi:
Einar Gunnarsson og Ragnhildur Freysteinsdóttir, Skógræktarfélag Íslands: Félagsmenn skógræktarfélaga og félagasöfnun – Reynsla og veganesti.
Jón Kr. Arnarsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga:
Skógræktarfélag Eyfirðinga – Öflugt og sýnilegt félagsstarf.
Kristján Bjarnason, formaður Skógræktarfélags Vestmanneyja:
Suðvestan þrjátíuogþrír.
Barbara Stanzeit, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Garðabæjar:
Er raunhæft að fjölga skógræktarfélögum í 10.000 á næstunni?
Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs:
Frá hugsjón til nýrra tíma. Eru skógræktarfélögin á tímamótum?
Eftir erindin voru svo umræður um efnið sem kynnt var og annað sem brann á fólki.
Eftir Fulltrúafundinn héldu Skógræktarfélag Íslands, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá og Skógræktarfélag Reykjavíkur fjölsótta, opna ráðstefnu, „Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi“, á sama stað.
Mikil ánægja var með ráðstefnuna og fékk hún töluverða umfjöllun í fjölmiðlum.
Tekið var upp nýtt fyrirkomulag á fulltrúafundinum árið 2008, þar sem í stað eins fundar í Reykjavík voru haldnir nokkrir fundir úti á landi. Árið 2008 voru haldnir fundir á Akureyri, Hótel Hamri í Borgarfirði og á Skógum.
Fulltrúafundur Akureyri
Fyrsti Fulltrúafundurinn var haldinn í blíðskaparveðri á Akureyri laugardaginn 5. apríl. Fundurinn hófst með ávarpi Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands. Því næst tók til máls Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, en hún hvarf svo af braut til að sinna afmæli sonar síns. Var þá komið að skógræktarfélögum á Norðurlandi að kynna starfsemi sína. Mættir voru fulltrúar frá fimm félögum. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, reið á vaðið. Því næst kynnti Ingibjörg Axelsdóttir starfsemi Skógræktarfélags Skagfirðinga. Næstur tók til máls Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags A-Húnvetninga. Því næst kynnti Margrét Jónsdóttir Skógræktarfélag N-Þingeyinga, með innslagi frá Erlu Óskarsdóttur. Seinasta kynning var svo á Skógræktarfélagi Eyfirðinga og sá Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagins, um það, en hún var einnig fundarstjóri. Einnig steig í pontu Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélagsins og varamaður í stjórn Skógræktarfélags Íslands.
Eftir hádegismat voru svo tvö erindi. Fyrst fjölluðu Brynjólfur Jónsson og Einar Gunnarsson, frá Skógræktarfélagi Íslands, um Landgræðsluskógana og nýjungar í starfi, sérstaklega fyrirsjáanlegar breytingar tengdar frystingu á plöntum. Því næst fjallaði Hallgrímur Indriðason, skógræktarráðunautur á skipulagssviði hjá Skógrækt ríkisins, um skipulagsmálin í sveitarfélögum.
Var fundi síðan slitið og haldið í skoðunarferð í Kjarnaskóg, enda viðraði sérlega vel til útivistar, þar sem veður var stillt og heiðríkt. Þar tók Bergsveinn Þórsson á móti fundarmönnum og leiddi gönguferð um skóginn . Gönguferðinni lauk í gróðrarstöðinni í Kjarna, Sólskógum, þar sem Katrín Ásgrímsdóttir tók á móti hópnum og bauð upp á ketilkaffi og kræsingar.
Fulltrúafundur Hótel Hamri
Annar Fulltrúafundur skógræktarfélaganna var haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði laugardaginn 12. apríl. Fundurinn hófst með ávarpi Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands. Því næst tók til máls Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, og sagði frá Borgarbyggð. Þá var komið að skógræktarfélögum frá Vesturlandi og Suðvesturlandi að kynna starfssemi sína, en mættir voru fulltrúar frá tólf félögum, auk eins fulltrúa frá Norðurlandi. Hjördís Geirdal, formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar, reið á vaðið, en hún var jafnframt fundarstjóri. Næstur steig í pontu Skúli Alexandersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli. Því næst kynnti Gústaf Jarl Viðarsson Skógræktarfélagið Dafnar, en það hefur nokkra sérstöðu meðal skógræktarfélaga, því félagar þess eru nemar í Landbúnaðarháskóla Íslands. Næst tók til máls Margrét Guðjónsdóttir, formaður Skógræktarfélags Heiðsynninga, og lauk hún máli sínu á því að fara með vísu. Því næst kynnti Bjarni O.V. Þóroddsson tvö félög, Skógræktarfélag Skilmannahrepps og Skógræktarfélag Akraness. Næstur á mælendaskrá var svo Þorvaldur Böðvarsson og kynnti hann Skógræktarfélag V-Húnavatnssýslu. Á eftir honum fylgdi svo Gunnar Njálsson, formaður Skógræktarfélags Eyrarsveitar. Var því næst komin röðin að skógræktarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Elísabet Kristjánsdóttir, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, reið á vaðið, en því næst tók til máls Jónatan Garðarsson og kynnti Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Kristján Bjarnason fjallaði svo um Skógræktarfélag Reykjavíkur og á eftir honum kom Halldór Halldórsson, formaður Skógræktarfélags Skáta við Úlfljótsvatn. Erla Bil Bjarnardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar, steig svo næst í pontu og síðast en ekki síst kom Jónína Stefánsdóttir og kynnti starfsemi Skógræktarfélags Kópavogs. Eftir nokkrar umræður var svo haldið í hádegismat.
Eftir hádegismat voru svo þrjú erindi. Fyrst fjallaði Einar Gunnarsson, frá Skógræktarfélagi Íslands, um breytingar á geymslu og flutningum trjáplantna, sérstaklega tengdar frystingu á plöntum. Því næst fjallaði Sigríður Björk Jónsdóttir, varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar um skipulagsmál í sveitarfélögum og spunnust töluverðar umræður um það mál. Seinastur á mælendaskrá var svo Ragnar Frank Kristjánsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hélt aðeins áfram með skipulagsmál og skógrækt.
Var fundi síðan slitið og haldið út í sólskinið. Byrjað var á að ganga upp að gamla bænum á Hamri, sem nú er klúbbhús Golfklúbbs Borgarness, þar Guðmundur Eiríksson sagði frá ræktun skjólbelta og trjáa við golfvöllinn. Því næst var haldið út í skóg í Einkunnum, þar sem boðið var upp á hressingu og Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og upplýsingafulltrúi Borgarbyggðar, sagði frá svæðinu.
Fulltrúafundur Skógum
Þriðji fulltrúafundur skógræktarfélaganna var haldinn á Skógum undir Eyjafjöllum laugardaginn 22. nóvember. Fundurinn hófst með ávarpi Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, en á eftir honum hélt Ólafur Eggertsson, oddviti Rangárþings eystra, ávarp. Valborg Einarsdóttir, hjá Garðyrkjufélagi Íslands, hélt svo erindi um innlend efni í blómaskreytingar úr skóginum. Því næst kynntu skógræktarfélög á Suðurlandi starfsemi sína, en mættir voru fulltrúar frá þremur félögum. Rannveig Einarsdóttir kynnti skógræktarfélag A-Skaftfellinga, Valgerður Auðunsdóttir kynnti starfsemi Skógræktarfélags Árnesinga og Sigríður Heiðmundsdóttir fjallaði um Skógræktarfélag Rangæinga. Auk þess kynnti Sigríður Jónsdóttir Skógræktarfélag Hrunamannahrepps, en það er deild í Skógræktarfélag Árnesinga. Í lok fundar fjallaði Brynjólfur Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands, um drög að aðgerðaáætlun um atvinnuskapandi verkefni.
Skógræktarfélagið Skógfell var stofnað árið 1998 og eru félagsmenn um 50. Formaður er Oktavía Ragnarsdóttir.
Hafið samband:
Oktavía Ragnarsdóttir
Akurgerði 20
190 Vogar
Sími (heima): 424-6777
Netfang: oktaviaj (hjá) gmail.com
Facebook-síða: https://www.facebook.com/groups/846827772057244
Reitir
Aragerði, Grænihóll
Nýlegar athugasemdir