Skip to main content
All Posts By

a8

Bæklingadreifing og Skógræktarfélag Íslands taka höndum saman

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Bæklingadreifing hefur samið við Skógræktarfélag Íslands (SÍ) um gróðursetningu trjáa sem svara því pappírsmagni bæklinga sem Bæklingadreifing dreifir á ári. Munu 1.000 tré verða gróðursett árið 2018, en áætlað er að Bæklingadreifing dreifi um 200 þúsund bæklingum á árinu.

„Við hlökkum mikið til samstarfsins við SÍ ,“ segir Jón Rúnar Jónsson, sölu- og rekstrarstjóri Bæklingadreifingar, en fyrirtækið annast dreifingu kynningarefnis fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög til ferðamanna.

„Almennt séð er ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi mjög umhugað um umhverfið og mætti segja að við séum að verða við kröfum þeirra um sjálfbærni og umhverfisvernd, sem við tökum að sjálfsögðu fagnandi,“ segir Jón.

SÍ fagnar samstarfinu og áhuga starfsmanna og eigenda Bæklingadreifingar. Um leið ber félagið þá von í brjósti að fyrirtæki í ferðaþjónustu ásamt sveitarfélögum fylgi í fótsporið og hugi með markvissum hætti að því að draga úr vistsporum sínum og marki ábyrga framtíðarsýn með sýnilegum hætti. Skógrækt og ræktun trjágróðurs er ein áhrifaríkasta leiðin til að sporna við loftslagsvandanum um leið og hún stuðlar að sjálfbærri þróun.

Skógræktarfélag Íslands mun gróðursetja andvirði framlags Bæklingadreifingar á eignajörð félagsins á Úlfljótsvatni í Grafningi þar sem mörkuð hefur verið ákveðin spilda til verkefnisins. 

undirritunvinco

Jón Rúnar Jónsson, sölu- og rekstrarstjóri Bæklingadreifingar og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undirrita samstarfssamning (Mynd: RF).



Andri Snær Magnason nýr formaður Yrkjusjóðs

Með Ýmislegt

Andri Snær Magnason rithöfundur er nýr formaður Yrkjusjóðs, samkvæmt tilnefningu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Tekur hann við af Sigurði Pálssyni skáldi, sem lést á síðasta ári.

Yrkjusjóður heitir fullu nafni Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Forsaga sjóðsins er sú, að árið 1990 var gefin út bókin Yrkja í tilefni 60 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur sem þá var forseti Íslands. Hagnaður af sölu bókarinnar, ásamt öðrum framlögum, var settur í sjóð sem Vigdís stofnaði árið 1992. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju“ stendur í skipulagsskrá hans. Með þessu er honum ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. Árlega hafa um 100 grunnskólar sótt um og fengið úthlutað trjáplöntum.

Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var fyrsti formaður sjóðsins, en hann lét af störfum að eigin ósk árið 2003 og tók Sigurður Pálsson þá við sem formaður og gegndi því starfi til dauðadags.

Opið fyrir styrkumsóknir: Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða fimm milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2018.

Hjálmar R. Bárðarson, f.v. siglingamálastjóri, ánafnaði Landgræðslusjóði 30% af eigum sínum, en hann lést 7. apríl 2009. Óskaði hann eftir því að fénu yrði varið til landgræðsluskógræktar, „þar sem áður var lítt gróið bersvæði, ef til vill þar sem gróðursett lúpína hefur gert landsvæði vænlegt til skógræktar“, eins og segir í erfðaskránni.

Ákveðið var að verja hluta arfsins til stofnunar sjóðs, sem starfa mun í 10 ár, með það markmið að styrkja rannsóknir í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Landgræðsla ríkisins, sem erfði Hjálmar til jafns við Landgræðslusjóð, lagði sjóðnum einnig til fé. Er sjóðnum ætlað að heiðra minningu Hjálmars og konu hans Else Sörensen Bárðarson, sem andaðist 28. maí 2008.

Styrkþegar geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og opinberir aðilar.

Umsóknareyðublað, ásamt reglum um úthlutun styrkja og skipulagsskrá sjóðsins má nálgast hér.

Sjá nánar: http://land.is/minningarsjodur/

Gleðileg jól!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gleilegjl

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Skógargöngur

Það eru enn nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú síðustu daga fyrir jól. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum dagana 21. – 23. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar, fram á Þorláksmessu.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg dagana 18. – 22. desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð alla daga til jóla kl. 12-18.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 16.-17. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru mörg skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Austurlands, í Eyjólfsstaðaskógi á sunnudaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga, á Gunnfríðarstöðum báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, í Grafarkoti báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar, í Brekkuskógi báða dagana.

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 12-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og svo virka daga á sama tíma.

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16 og svo virka daga kl. 12-18.

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi á sunnudaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholtsskógi á sunnudaginn kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum í Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga, í Varmahlíð og Hólaskógi á sunnudaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi báða dagana kl. 12-16.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2017

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jóla – og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2017 er komið. Kortið prýðir mynd eftir listamanninn Grétu Gísladóttur og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2017.

Ekkert er prentað inn í kortin, þannig að þau nýtast áfram eftir jól sem afmæliskort, boðskort eða hvað sem fólki dettur í hug.

Kortin eru seld 10 saman í pakka með umslögum á kr. 2.000.

Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Þórunnartúni 6, 2. hæð (inngangur við antikbúðina). Einnig eru til nokkrar gerðir af eldri kortum (sjá hér – www.skog.is/kort), á kr. 1.000 fyrir 10 stykki.

Hægt er að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend, en þá bætist við póstburðargjald.

tkort


Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 9. – 10. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre.

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, báða dagana kl. 10-18 og svo virka daga á sama tíma.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16 og svo virka daga kl. 12-18.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum í Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur – „Nú er upplagt tækifæri til að stækka skóga Íslands“

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar mánudaginn 4. desember kl. 20:00. Á fundinum mun Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, flytja erindi í máli og myndum undir yfirskriftinni „Nú er upplagt tækifæri til að stækka skóga Íslands“.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Allir velkomnir!