Skip to main content
All Posts By

a8

Fuglaverndarfélag Íslands: Í ríki fálkans

Með Ýmislegt

Miðvikudaginn 9. desember býður Magnús Magnússon félögum í Fuglavernd að sjá nýjustu fræðslumynd sína, Í ríki fálkans með Ólafi K. Nielsen.

Magnús, Ólafur Karl og Karl Sigtryggsson munu segja frá gerð myndarinnar og svara fyrirspurnum.

Sýningin verður í sal Arion banka, Borgartúni 19 og hefst kl. 20:30. Myndin verður til sölu á sýningunni og rennur allur ágóði til Fuglaverndar. Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn en aðgangseyrir er 500 kr. fyrir aðra.

 fuglaverndfalki
(Mynd: Jakob Sigurðsson)

Jólaskógarnir – jólatrjáasala skógræktarfélaganna

Með Ýmislegt

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna.

 

Skógræktarfélag Austurlands

Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga

Gunnfríðarstöðum laugardaginn 19. desember, en einnig verða seld jólatré að Fjósum í Svartárdal inn af Húnaveri.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga

Haukafelli sunnudaginn 12. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga

Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar

Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu,  laugardaginn 12. desember og helgina 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Laugalandi á Þelamörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar

Skógræktarfélag Garðabæjar

Helgina 19.-20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (við gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

 Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 9. desember. 

Skógræktarfélag Rangæinga

Bolholti sunnudagana 13. og 20. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum og í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Siglufjarðar 

Skógræktinni í Skarðsdal laugardaginn 5. desember.

Skógræktarfélag Skagfirðinga

Laugardaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.

Skógræktarfélag Stykkishólms

Skógræktarfélag Skilmannahrepps

Furulundi (norðan í Akrafjalli) helgina 12.-13. desember.

Skógræktarfélagið Mörk

Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 13. desember .

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps

Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Íslands

Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.

 

jolaskogar-kort

Nýr leiðsögubæklingur um Esjuhlíðar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.

Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.

Hægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.

Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

esjubaeklingur

Mógilsárfréttir

Með Ýmislegt

Nú í október kom út annað tölublað 23. árgangs Mógilsárfrétta. Mógilsárfréttir voru fyrst gefnar út árið 1987 og svo samfellt til ársins 1991 er útgáfan lagðist af. Á þessu ári ákváðu starfsmenn Mógilsár að hefja aftur útgáfu á þessu riti. Stefnt er að því að gefa það út tvisvar til þrisvar sinnum á ári.

Tilgangur ritsins er að flytja fréttir af því sem er að gerast hverju sinni og kynna starfsemina á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta rit geta nálgast það á heimasíðu Skógræktar ríkisins hér.

Skógræktarfélag Reykjavíkur: Jólakransagerð

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Lærðu að binda þinn eigin jólakrans á útidyrahurðina eða fyrir aðventuna úr furu og greni, skreytta með könglum, mosa, birki eða öðrum efnum.

Kennari: Auður Árnadóttir blómaskreytir.
Staður: Elliðavatn, Gamli salur.
Stund: Miðvikudagur 25. nóvember klukkan 19-22.

Efni innifalið en ef þátttakendur vilja koma með eigið efni til að skreyta með er það velkomið. Vinsamlega komið með litlar garðklippur ef þið eigið.

Skráning: hjá Ástu í síma 8448588 eða á astabard (hja) simnet.is

skrvk-jolakrans
(Mynd: Skógræktarfélag Reykjavíkur).

Málþing um loftslagsmál og úrlausnir

Með Fundir og ráðstefnur

Kolviður og REYST standa að málþingi um loftslagsmál á loftslagsdeginum 11. nóvember kl. 8:30-12:00, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.

Á málþinginu verða fræðandi erindi um loftslagsvandann en einnig verður sjónum beint að bindingu kolefnis í gróðri, jarðvegi og bergi, kolefnismörkuðum og möguleikum Íslendinga á því sviði, og hvað sé framundan í loftslagsmálum. 

 malthing-loftslagsmal

Fuglaverndarfélag Íslands: Fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador

Með Fræðsla

Þriðjudaginn 10. nóvember mun Fuglavernd halda fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador þar sem Yann Kolbeinsson ljósmyndari mun segja frá ferð sinni og sýna úrval mynda.

Ecuador er fremur lítið land í Suður-Ameríku sem liggur um miðbaug. Mjög fjölbreytt búsvæði og lega landsins, sem er tæplega þrisvar sinnum stærra en Ísland, valda því að yfir 1600 fuglategundir hafa verið skráðar þar. Af búsvæðum má nefna þurrt skóglendi við vesturströnd landsins, regnskóga á vestur- og austurhlíðum Andesfjalla, opin svæði ofan trjálínu í Andesfjöllunum sem minna þó nokkuð á Ísland og Amazon skógurinn með sitt fjölbreytta vatnakerfi. Auk hinna fjölmörgu varpfugla landsins er þó nokkur fjöldi farfugla frá Norður-Ameríku sem dvelur þarna um veturinn.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 200 krónur fyrir aðra. Sjá www.fuglavernd.is.

fuglavernd-ecudaor
Sígaunafugl í Ecuador (Mynd: Yann Kolbeinsson).

Freysteinsvaka á Elliðavatni

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir Freysteinsvöku á Elliðavatni laugardaginn 7. nóvember, kl. 13-17. Umfjöllunarefni hennar verður náttúrufræðingurinn Freysteinn Sigurðsson, sem lést á síðast liðnu ári, og hin fjölbreytilegu áhugasvið hans.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

 

freysteinsvaka

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning frá Noregsferð

Með Fræðsla

Dagana 3.-9. september síðast liðinn gekkst Skógræktarfélag  Íslands fyrir ferð til Noregs þar sem ferðast var um skóglendi Noregs frá Bergen til Osló. Nokkrir Garðbæingar voru með í för og verða sýndar myndir úr þessari ferð næst komandi fimmtudagskvöld 29. október 2009 í Garðabergi, aðkoma austan megin við Garðatorg.

Myndakvöldið hefst kl. 20:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

myndasyninggardabaer
(Kort: www.ja.is)