Skip to main content
All Posts By

a8

Gleðilegt nýtt ár!

Með Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!

Þökkum skógræktarfélögum um land allt – og öðrum vinum, samstarfs- og styrktaraðilum – fyrir ánægjulega samvinnu á liðnu ári.

aramotakvedja

Gleðileg jól

Með Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

jolakvedja

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Að þessu sinni viðraði ágætlega á gestina, þótt það væri nokkuð kalt, en gestirnir hituðu sig með göngu um skóginn í leit að rétta jólatrénu og flestir fengu sér kakó- eða kaffisopa að leit lokinni.

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

 brynjudalur-lokahelgi-1
Gestir í Brynjudal njóta útiverunnar og bálsins (Mynd: RF).

brynjudalur-lokahelgi-3
Jólasveinarnir vekja alltaf lukku hjá yngri kynslóðinni (Mynd: RF).

brynjudalur-lokahelgi-2
Depill móttökustjóri sinnir skyldustörfunum (Mynd: RF).

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna síðustu helgi fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Þó nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré núna síðustu helgina fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu nú helgina fyrir jól. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (sjá box á forsíðu).

Skógræktarfélag Austurlands
Helgina 19-20. desember kl. 10-16, í Eyjólfsstaðaskógi.

Skógræktarfélag A-Húnvetninga
Laugardaginn 19. desember, kl. 11-15, að Gunnfríðarstöðum.

Skógræktarfélag Árnesinga
Helgina 19.-20. desember, kl. 10-16, að Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Helgina 19.-20. desember í Daníelslundi og í Reykholtsskógi.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Helgina 19.-20. desember, kl. 11-14:30, á Laugalandi á Þelamörk.

Skógræktarfélag Garðabæjar
Helgina 19.-20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar), kl. 13-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Helgina 19-20. desember, kl. 10-18, í Selinu við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Einnig föstudaginn 18. desember kl. 17-20.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Helgina 19.-20. desember, kl. 10-16, í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Einnig opið á virkum dögum kl. 12-16.

Skógræktarfélag Rangæinga
Sunnudaginn 20. desember, kl. 13-15, í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur
Helgina 19.-20. desember, kl. 11-16, í Hjalladal í Heiðmörk.Felld tré til sölu á hlaðinu á Elliðavatni sömu helgi kl.11-17.

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Helgina 19.-20. desember, kl. 11-15, að Fossá í Hvalfirði. Einnig geta hópar pantað sérstaklega heimsókn utan þess tíma.

jolaskogar-sidasta
(Mynd: JFG).

Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni verður haldinn í síðasta skiptið fyrir jól á Elliðavatni frá kl. 11-17 um næstu helgi.

Eins og undanfarnar helgar verður vönduð menningardagskrá í boði fyrir börn og fullorðna auk þess sem úrval af íslenskum hönnuðum og handverksmönnum bætist í hópinn. Á laugardeginum lesa Anna Ingólfsdóttir og Kristín Arngrímsdóttir upp úr bókum sínum ásamt Ritvélinni auk þess sem Timur Zolotusky heldur fyrirlestur um rússneska íkona. Á sunnudeginum munu Mikael Torfason og Gerður Kristný lesa upp úr bókum sínum og að lokum mun Halla Norðfjörð spila og syngja fyrir gesti.

Eins og áður gefst fólki kostur á fá lánaðar sagir og höggva sitt eigið jólatré í skóginum í Hjalladal með aðstoð jólasveina. Varðeldur, kakó og piparkökur  verða á staðnum.Trén eru á sama verði og undanfarin ár, óháð stærð. Einnig verður hægt að velja úr miklu úrvali jólatrjáa á hagstæðu verði á  Hlaðinu við Elliðavatnsbæinn.

jolamarkadur-lokahelgi

Jólaskógar skógræktarfélaganna vinsælir

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrir marga er heimsókn í jólaskóginn hjá skógræktarfélögunum orðinn fastur hluti af jólahaldinu og njóta þeir alltaf mikilla vinsælda. Sem dæmi má taka að hátt í 100 manns komu á svæði Skógræktarfélags Dýrafjarðar sunnudaginn 6. desember til að höggva sér jólatré, sem verður að teljast mjög gott  í ljósi þess að íbúar svæðisins eru um 400 talsins!

Skógræktarfélögin hafa líka verið að bæta við það sem þau bjóða upp á og má þar nefna til jóla- og leiðisskreytingar úr efniviði skógarins sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar býður í fyrsta sinn upp á nú fyrir jólin og að sjálfsögðu Jólamarkaðinn á Elliðavatni, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem er nú haldinn þriðja árið í röð og vex bara að vinsældum.

Ef þið lumið á skemmtilegum myndum úr heimsókn í jólaskóg hjá einhverju skógræktarfélaganna nú fyrir jólin sem þið viljið deila með öðrum, endilega sendið þær til rf (hjá) skog.is, ásamt upplýsingum um hvar myndirnar eru teknar og nafni ljósmyndara. Myndirnar verða þá birtar á www.skog.is.

jolaskogarvinsaelir1
Hátt í 100 manns lögðu leið sína á Sanda að sækja jólatré (Mynd: www.thingeyri.is).

jolaskogarvinsaelir2
Jólaskreytingar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolaskogarvinsaelir3
Fersk og ilmandi „tröpputré“ hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur (Mynd: RF).

 

Falleg mynd af Tré ársins 2009

Með Ýmislegt

Í nýjasta tölublaði Laufblaðsins, fréttablaðs Skógræktarfélags Íslands, er umfjöllun um Tré ársins 2009, sem er hengibjörk (Betula pendula) í Kjarnaskógi á Akureyri. Skógræktarfélaginu barst þessi fallega mynd af trénu frá félagsmanni í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, en hann var á ferðinni í skóginum nokkrum dögum fyrir vígslu trésins.

trearsins2009-gh
(Mynd: Guðlaugur Helgason).

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna næstu helgi

Með Ýmislegt

Næstu helgi (12.-13. desember) verða fjölmörg skógræktarfélög með jólatrjáasölu. Nánari upplýsingar má nálgast á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).

Eftirtalin félög verða með sölu:

 

Skógræktarfélag Austurlands , Eyjólfsstaðaskógi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga, Haukafelli, sunnudaginn kl. 11-16.

Skógræktarfélag Árnesinga , Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Daníelslundi, laugardaginn .

Skógræktarfélag Eyfirðinga, Laugalandi, báða dagana kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Hafnfirðinga, Höfðaskógi (Selinu við Kaldárselsveg), báða dagana kl. 10-18 og föstudaginn 11. desember kl. 17-20.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar,  Hamrahlíð, báða dagana kl. 10-16. Auk þess er opið á virkum dögum kl. 12-16.

Skógræktarfélag Rangæinga , Bolholti, sunnudaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, Heiðmörk, báða dagana kl. 11-17 á jólamarkaðinum að Elliðavatni og í Hjalladal kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólum og Varmahlíð, laugardaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, Furulundi (norðan í Akrafjalli), báða dagana kl. 13-16:30.

Skógræktarfélagið Mörk, Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn kl. 13-15.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarsýslu, báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Íslands, Brynjudalur í Hvalfirði, eingöngu bókaðir hópar.

jolaskogar12-13

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélag Kópavogs verður fimmtudaginn 10. desember kl. 20 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju (nýja safnaðarheimilið á móti Gerðarsafni).

 

Dagskrá:

1. Félagið: Formaður segir frá því helsta í starfsemi Skógræktarfélagsins.
2. Fyrirlestur: Birki nemur land á Skeiðarársandi.

Fyrirlesarar: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins.

3. Happdrætti – 10 jólatré frá Fossá í vinning.
4. Önnur mál.

Veitingar. Allir velkomnir.

Kynning/útdráttur fyrirlestursins:
Skeiðarársandur er líklega stærsti virki jökulsandur jarðar og í huga flestra er hann gróðurlítil sandauðn sem ár og jökulhlaup flæmast yfir. Hlutar hans eru nú í örri framvindu og birki hefur numið land á talsvert stóru svæði á ofanverðum sandinum. Þorri stofnsins virðist hafa vaxið upp eftir 1990. Rannsóknir á birkinu á Skeiðarársandi hófust árið 2004. Þá náði meðalhæð plantna hvergi 25 cm og innan við 3% stofnsins báru rekla, oftast aðeins örfáa á hverri plöntu. Sennilega hefur allt birkið þá verið fyrsta kynslóð landnema. Fjórum árum síðar hafði stofninn tekið stakkaskiptum. Hæð hæstu plöntu hafði hækkað um allt að hálfum metra, 14% plantnanna blómguðust sumarið 2008 og fræmyndun var miklu meiri. Hæstu tré á Skeiðarársandi hafa nú náð yfir 2 m hæð. Frægæði hafa hins vegar verið léleg, aðeins 0,6% af uppskeru ársins 2008 spíruðu en spírun fræja frá því í ár er heldur betri.

Skógrækt ríkisins: Vilt þú koma að skoða skógarhöggsvél?

Með Ýmislegt

Fyrir skömmu kom danski skógarverktakinn Peter Laursen til Íslands í boði skógræktarstjóra. Tilefni ferðarinnar var að fá mat Peters á því hvort komið væri að þeim tímapunkti í íslenskri skógrækt að hægt væri að nota skógarhöggsvél til að takast á við þau stóru grisjunarverkefni sem framundan eru í þjóðskógum landsins. Mat Peters var að hér væri orðin til verðmæt auðlind sem væri fyllilega sambærileg við það sem gerðist í Danmörku. Stóru sitkagreniskógarnir í Skorradal væru af þeirri stærðargráðu að þar væri hægt að nota stórvirkar skógarhöggsvélar.

Í framhaldi af ferð Peters var ákveðið að fá til landsins skógarhöggsvél til reynslu og spreyta sig í sitkagreniskógunum á Stálpastöðum í Skorradal. Í þessari fyrstu atrennu mun vélin vinna á Stálpastöðum til 21. desember.

Mikill áhugi er á skógarhöggsvélinni og hefur Skógrækt ríkisins því ákveðið að bjóða áhugafólk og fjölmiðla velkomna á Stálpastaði fimmtudaginn 17. desember á milli kl. 13:00 – 16:00. Vélstjórinn, Lars Fredlund, mun þá sýna virkni vélarinnar og svara spurningum. Allir velkomnir.

 

Athugið!

Af öryggisástæðum er öll umferð um svæðið á öðrum tímum stranglega bönnuð.

skogarhoggsvel